Erlent

58 látnir í Úkraínu vegna eitraðs heimabruggs

Atli Ísleifsson skrifar
Heimabrugg er algengt á landsbyggðinni í Úkraínu sem er eitt af fátækustu ríkjum álfunnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Heimabrugg er algengt á landsbyggðinni í Úkraínu sem er eitt af fátækustu ríkjum álfunnar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
58 manns hið minnsta hafa látið lífið á síðustu vikum eftir að hafa innbyrt eitrað heimabrugg í austurhluta Úkraínu.

SVT greinir frá því að flest dauðsföllin hafi komið upp í Charkiv-héraði. Lögregla hefur handtekið þrjá eigendur matvöruverslana sem liggja undir grun um að hafa framleitt áfengið. Þeir eiga yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi.

Yfirvöld í Úkraínu greindu í síðasta mánuði frá því að 23 hafi látið lífið vegna eitraðs heimabruggs í Charkiv- og Donetsk-héraði.

Heimabrugg er algengt á landsbyggðinni í Úkraínu sem er eitt af fátækustu ríkjum álfunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×