Erlent

Eigur RT frystar í Bretlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
NatWest bankinn hefur fryst reikninga í eigu fjölmiðilsins RT, áður Russia Today, í Bretlandi. Ritjstjóri RT segir að engar útskýringar á ákvörðuninni hafi verið gefnar. Þess í stað hafi fyrirtækinu verið tilkynnt að öll keðja Royal Bank of Scotland Group muni ekki eiga í viðskiptum við RT. 

Margarita Simonyan, ritstjóri RT, sagði frá þessu í tísti. Þar segir hún að ákvörðun sé endanleg. Hún endar tíst sitt á orðunum „lof sé málfrelsi“.

RT er í eigu rússneska ríkisins. 

Samkvæmt heimildum Guardian var ákvörðunin bankans, en ekki yfirvalda í Bretlandi. Bandaríkin og Bretland tilkynntu í gær að verið væri að íhuga frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna árásanna á Aleppo í Sýrlandi.

NatWest er að undirbúa tilkynningu vegna málsins.

RT var upprunalega stofnuð til að sýna Rússland í jákvæðu ljósi, en samkvæmt Guardian hafa áherslurnar breyst í að sýna neikvæða mynd af vestrænum ríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×