Erlent

Mikið um sprengjuhótanir í Danmörku

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum í Danmörku.
Lögregluþjónar að störfum í Danmörku. Vísir/AFP
Fjölmargar sprengjuhótanir hafa borist lögreglu í Danmörku í dag. Flugvöllurinn í Hróarskeldu var rýmdur sem og verslunarmiðstöð þar. Þá barst Viðskiptaskólanum í Kaupmannahöfn, CBS, einnig hótun. Þar að barst flugvellinum í Árósum einnig hótun.

Engar vísbendingar eru um að lögregla hafi fundið sprengjur og enginn hefur slasast. Nokkrar verslunarmiðstöðvar hafa verið rýmdar, í Hróarskeldu, Kaupmannahöfn og í Slagelse.

Verið er að leita að mögulegum sprengjum.

Lögreglan í Kaupmannahöfn segir SVT að þeim hafi borist nokkrar hótanir. Þeir mátu þær þó sem hrekki eða lygar. Þar á meðal hótunin gegn Viðskiptaskólanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×