Erlent

Einn látinn eftir öfluga sprengingu í Þýskalandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Einn er látinn og sex er saknað eftir öfluga sprenginu í borginni Ludwigshafen. Sprengingin varð á iðnaðarsvæði fyrirtækisins BASF og er vitað til þess að sjö hafi slasast í sprengingunni og jafnvel alvarlega.

Nánar tiltekið varð sprengingin í efnaverksmiðju og hefur íbúum verið ráðlagt að halda kyrru fyrir inni og loka gluggum og hurðum. Talið er að engin eiturefnaleki hafi orðið við sprenginguna.

Samkvæmt tilkynningu frá BASF er ekki vitað hvað olli sprengingunni.

Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir til víða að til að koma í veg fyrir að eldurinn berist í aðra hluta verksmiðjunnar. 

Uppfært 12:45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×