Erlent

Létu lífið þegar svalir hrundu

Kjartan Guðmundsson skrifar
Á slysstað í Angers í gær.
Á slysstað í Angers í gær. vísir/afp
Fjórir gestir í innflutningsveislu í borginni Angers í Vestur-Frakklandi létu lífið á laugardagskvöld þegar svalir á þriðju hæð sem þeir stóðu á hrundu. Ellefu aðrir slösuðust alvarlega þegar svalirnar brustu, en þær voru í yfir níu metra hæð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í Angers voru þeir sem létust þrír karlmenn á þrítugsaldri og ein átján ára kona, en þau voru öll nemar. Húsið sem svalirnar voru á mun hafa verið byggt fyrir fimmtán árum.

Christophe Béchu, borgarstjóri Angers, heimsótti staðinn í gær og sagðist undrandi á því að svo skelfilegur atburður gæti átt sér stað. Lögregla rannsakar nú málið. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×