Erlent

Nyrsta borgin fær nýtt nafn

Kjartan Guðmundsson skrifar
Margir íbúar Alaska eru af inúítaættum.
Margir íbúar Alaska eru af inúítaættum. Vísir/afp
Íbúar nyrstu borgar Bandaríkjanna, Barrow í Alaska, hafa samþykkt að breyta nafni borgarinnar í Utqiagvik.

Flestir íbúar borgarinnar eru af inúítaættum og Utqiagvik, sem þýðir „staðurinn þar sem hvítar uglur eru veiddar“, er nafnið sem inúítar gáfu svæðinu þegar þeir settust þar að fyrir um 1.500 árum.

Kosningin um nafnbreytinguna stóð tæpt, þar sem 381 kaus með breytingunni og 375 voru á móti. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×