Afar fáir að störfum í kynferðisbrotadeild Snærós Sindradóttir skrifar 17. október 2016 06:45 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að tuttugu nýir lögreglumenn hafi verið ráðnir inn í almennu deildina nýverið. Það skapi rými til að fjölga í öðrum deildum. vísir/stefán Aðeins fjórir lögreglumenn sinna rannsóknum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana vegna langvarandi manneklu og veikinda. Fyrir skömmu bættust sumarleyfi starfsmanna ofan á veikindin og þá voru tveir rannsakendur að störfum. Tæplega 200 ný mál hafa komið á borð deildarinnar frá áramótum.Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um hversu mörgum málum væri ólokið á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en án árangurs. Þó fengust tölur um ný mál á þessu ári sem sýna svart á hvítu miklar annir hjá deildinni. „Það voru 36 brot tilkynnt í júlí sem er sumarleyfistími og þá fáum við engan mannskap,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar. Árni Þór segir að deildin, sem sé aðeins skipuð sex rannsakendum þegar fullmannað er í allar stöður, verði of fáliðuð þegar forföll verða. „Við höfum reynt að styrkja þessa deild og vonum að það gangi eftir. Þetta er langvarandi niðurskurður sem á við lögregluna í heild og vonandi verður tekið á.“ Ef rýnt er í tölur um nýtilkynnt mál til lögreglu sést að langflest brotin eru tilkynnt strax í kjölfar þess að þau eru framin. Í júlí höfðu þrjátíu mál af 36 komið upp þann mánuðinn en sex tilkynntra mála voru eldri. Júní var líka mjög erilsamur mánuður hjá kynferðisbrotadeildinni en þá var tilkynnt um 27 mál í heildina, þar af 24 sem voru nýskeð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að allt kapp sé lagt á að fjölga starfsfólki lögreglunnar. Nýlega hafi tuttugu manns verið ráðnir inn í almennu deildina og verið sé að reyna að færa fólk á milli deilda til að fjölga í kynferðisbrotadeildinni. „Við erum að reyna að fá fleira fólk en það er hörgull á lögreglumönnum vegna þess að það útskrifuðust bara sextán úr Lögregluskólanum núna. Það vantar á alla staði. Við viljum gjarnan gera betur og viljum að kynferðisbrotadeildin njóti forgangs. En það eru ekki allir sem passa inn í kynferðisbrotadeildina. Við viljum fá reynt og gott fólk þarna inn og erum að vinna í því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Aðeins fjórir lögreglumenn sinna rannsóknum í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana vegna langvarandi manneklu og veikinda. Fyrir skömmu bættust sumarleyfi starfsmanna ofan á veikindin og þá voru tveir rannsakendur að störfum. Tæplega 200 ný mál hafa komið á borð deildarinnar frá áramótum.Fréttablaðið óskaði eftir upplýsingum um hversu mörgum málum væri ólokið á borði kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en án árangurs. Þó fengust tölur um ný mál á þessu ári sem sýna svart á hvítu miklar annir hjá deildinni. „Það voru 36 brot tilkynnt í júlí sem er sumarleyfistími og þá fáum við engan mannskap,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar. Árni Þór segir að deildin, sem sé aðeins skipuð sex rannsakendum þegar fullmannað er í allar stöður, verði of fáliðuð þegar forföll verða. „Við höfum reynt að styrkja þessa deild og vonum að það gangi eftir. Þetta er langvarandi niðurskurður sem á við lögregluna í heild og vonandi verður tekið á.“ Ef rýnt er í tölur um nýtilkynnt mál til lögreglu sést að langflest brotin eru tilkynnt strax í kjölfar þess að þau eru framin. Í júlí höfðu þrjátíu mál af 36 komið upp þann mánuðinn en sex tilkynntra mála voru eldri. Júní var líka mjög erilsamur mánuður hjá kynferðisbrotadeildinni en þá var tilkynnt um 27 mál í heildina, þar af 24 sem voru nýskeð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að allt kapp sé lagt á að fjölga starfsfólki lögreglunnar. Nýlega hafi tuttugu manns verið ráðnir inn í almennu deildina og verið sé að reyna að færa fólk á milli deilda til að fjölga í kynferðisbrotadeildinni. „Við erum að reyna að fá fleira fólk en það er hörgull á lögreglumönnum vegna þess að það útskrifuðust bara sextán úr Lögregluskólanum núna. Það vantar á alla staði. Við viljum gjarnan gera betur og viljum að kynferðisbrotadeildin njóti forgangs. En það eru ekki allir sem passa inn í kynferðisbrotadeildina. Við viljum fá reynt og gott fólk þarna inn og erum að vinna í því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05 Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lögreglumenn segjast ekki geta tryggt öryggi líkt og staðan er nú Lögreglumenn á Norðurlandi vestra lýsa yfir áhyggjum af stöðu löggæslumála í umdæminu. 8. október 2016 14:05
Lögreglumenn sækja í önnur störf vegna álags Frá árinu 2007 hefur lögreglumönnum á landinu fækkað um hundrað. Samtímis hefur fólki fjölgað á landinu. Rannsóknarlögreglumaður telur að málaflokkurinn sé löngu komin yfir þolmörk og lögreglumenn muni leita annað. 12. október 2016 06:00