Hefur ekki áhyggjur af klofningi í röðum Pírata Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 20:00 Píratar eru ósáttir við að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið þrengt þannig að hlutfall kjósenda sem geti krafist þeirra hækki um helming, úr 10% í 15%. Sömuleiðis setja píratar spurningamerki við að orðalagi í auðlindaákvæði sé breytt þannig að í stað þess að ríkið taki „fullt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda, sé nú talað um að ríkið taki „að jafnaði eðlilegt“ auðlindagjald.Samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar munu 15% kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var hlutfallið 10%.Á opnum umræðufundi pírata í dag um tillögur stjórnarskrárnefndar töluðu sumir gegn því að tillögur stjórnarskrárnefndar verði samþykktar, þar sem þær gangi ekki nógu langt. Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pírata og varaformaður þingflokksins segir að um mikilvæg atriði sé að ræða og því sé eðlilegt að umræða eigi sér stað. Hann ítrekaði fundinum að óháð þessum tillögum þá muni píratar beita sér fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það hefur margkomið fram úr okkar röðum að sama hvað verður um okkar mál þá vilja Píratar nýja stjórnarskrá. Það er alveg á hreinu," segir Helgi Hrafn í samtali við fréttastofu.Þorvaldur Gylfason segir að stjórnarskrá sé viðkvæmt og umdeilt efni sem verði aldrei afgreidd í fullri sátt.Meðal þeirra sem gagnrýndi tillögurnar hvað harðast í dag var Þorvaldur Gylfason, fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að tillögur stjórnarskrárnefndar séu miklum mun lakari en samsvarandi ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Þá er hann þeirrar skoðunar að þinginu sé ekki heimilt að breyta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. „Þessar breytingar sem fulltrúar flokkanna í þessari stjórnarskrárnefnd hafa komið sér saman um eru róttækar efnisbreytingar og þær eru allar til hagsbóta fyrir óbreytt ástand. Það er þess vegna sem ég tel að ekkert komi til greina annað en samþykkt þeirrar stjórnarskrár, sem fólkið samþykkti sem grundvöll í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Og sem betur fer þá er þetta óhaggaða atriði í stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokksins, sem eru Píratar,“ segir Þorvaldur.Mjög skiptar skoðanir voru á opnum kynningar- og umræðufundi Pírata um tillögur stjórnarskrárnefndar í dag.Píratar hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess ennþá hvort þingmenn þeirra muni greiða atkvæði með frumvörpum stjórnarskrárnefndar á Alþingi. „Það fer auðvitað eftir því hvernig umræðunni lýkur um það hvort þessar tillögur eru til bóta eða ekki,“ segir Helgi Hrafn.En er hætta á því að ágreiningur um tillögur stjórnarskrárnefndar verði til þess að kljúfa þá fjöldahreyfingu sem Píratar eru nú orðnir? „Veistu, ég verð að viðurkenna og segja alveg eins og er að ég hef ekki mikinn áhuga á að velta því fyrir mér," segir hann og bætir við að það hafi alltaf verið skiptar skoðanir, ágreinings mál „og alls konar drama“ meðal pírata en ákvarðanatakan stjórnist ekki af því. „Þetta snýst um að taka réttar ákvarðanir út frá grunngildum flokksins og gera það með sem lýðræðislegum hætti. Það hvort það valdi klofningi er bara ekki eitthvað sem að mínu mati allavega skiptir máli í því samhengi. Við verðum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum og svo verður bara að gerast það sem gerist.“ Alþingi Tengdar fréttir Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30 Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Píratar eru ósáttir við að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur hafi verið þrengt þannig að hlutfall kjósenda sem geti krafist þeirra hækki um helming, úr 10% í 15%. Sömuleiðis setja píratar spurningamerki við að orðalagi í auðlindaákvæði sé breytt þannig að í stað þess að ríkið taki „fullt gjald“ fyrir nýtingu auðlinda, sé nú talað um að ríkið taki „að jafnaði eðlilegt“ auðlindagjald.Samkvæmt tillögum stjórnarskrárnefndar munu 15% kosningabærra manna geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Í frumvarpi stjórnlagaráðs var hlutfallið 10%.Á opnum umræðufundi pírata í dag um tillögur stjórnarskrárnefndar töluðu sumir gegn því að tillögur stjórnarskrárnefndar verði samþykktar, þar sem þær gangi ekki nógu langt. Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn pírata og varaformaður þingflokksins segir að um mikilvæg atriði sé að ræða og því sé eðlilegt að umræða eigi sér stað. Hann ítrekaði fundinum að óháð þessum tillögum þá muni píratar beita sér fyrir heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. „Það hefur margkomið fram úr okkar röðum að sama hvað verður um okkar mál þá vilja Píratar nýja stjórnarskrá. Það er alveg á hreinu," segir Helgi Hrafn í samtali við fréttastofu.Þorvaldur Gylfason segir að stjórnarskrá sé viðkvæmt og umdeilt efni sem verði aldrei afgreidd í fullri sátt.Meðal þeirra sem gagnrýndi tillögurnar hvað harðast í dag var Þorvaldur Gylfason, fyrrverandi meðlimur stjórnlagaráðs. Hann segir alveg ljóst í sínum huga að tillögur stjórnarskrárnefndar séu miklum mun lakari en samsvarandi ákvæði í frumvarpi stjórnlagaráðs. Þá er hann þeirrar skoðunar að þinginu sé ekki heimilt að breyta niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. „Þessar breytingar sem fulltrúar flokkanna í þessari stjórnarskrárnefnd hafa komið sér saman um eru róttækar efnisbreytingar og þær eru allar til hagsbóta fyrir óbreytt ástand. Það er þess vegna sem ég tel að ekkert komi til greina annað en samþykkt þeirrar stjórnarskrár, sem fólkið samþykkti sem grundvöll í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Og sem betur fer þá er þetta óhaggaða atriði í stefnuskrá stærsta stjórnmálaflokksins, sem eru Píratar,“ segir Þorvaldur.Mjög skiptar skoðanir voru á opnum kynningar- og umræðufundi Pírata um tillögur stjórnarskrárnefndar í dag.Píratar hafa ekki tekið efnislega afstöðu til þess ennþá hvort þingmenn þeirra muni greiða atkvæði með frumvörpum stjórnarskrárnefndar á Alþingi. „Það fer auðvitað eftir því hvernig umræðunni lýkur um það hvort þessar tillögur eru til bóta eða ekki,“ segir Helgi Hrafn.En er hætta á því að ágreiningur um tillögur stjórnarskrárnefndar verði til þess að kljúfa þá fjöldahreyfingu sem Píratar eru nú orðnir? „Veistu, ég verð að viðurkenna og segja alveg eins og er að ég hef ekki mikinn áhuga á að velta því fyrir mér," segir hann og bætir við að það hafi alltaf verið skiptar skoðanir, ágreinings mál „og alls konar drama“ meðal pírata en ákvarðanatakan stjórnist ekki af því. „Þetta snýst um að taka réttar ákvarðanir út frá grunngildum flokksins og gera það með sem lýðræðislegum hætti. Það hvort það valdi klofningi er bara ekki eitthvað sem að mínu mati allavega skiptir máli í því samhengi. Við verðum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum og svo verður bara að gerast það sem gerist.“
Alþingi Tengdar fréttir Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30 Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Óljóst er í hvers konar embætti verið er að kjósa forseta Íslands í sumar, verði tillögur stjórnlaganefndar um þjóðaratkvæðagreiðslur ekki afgreiddar af Alþingi í vor. Salvör Nordal, fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs, segir sorglegt hvernig stjórnarskrármálið hefur þróast. 21. febrúar 2016 12:30
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00