Skrýtið ef stjórnarskrármálið er óleyst þegar forseti er kosinn Una Sighvatsdóttir skrifar 21. febrúar 2016 12:30 Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif." Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og fyrrverandi formaður stjórnlagaráðs var gestur Sigurjóns M. Egilssonar á Sprengisandi í morgun. Hún ræddi þar stöðu stjórnarskrármálsins, en stjórnarskrárnefnd birti nú fyrir helgi drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga, með tillögum um ákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign, um umhverfisvernd og um þjóðaratkvæðagreiðslur. „Mér finnst voða sorglegt að sjá hvernig þetta mál hefur þróast og að það skyldi ekki fara neitt í gegn á síðasta kjörtímabili, svo nú eru komnar þessar tillögur og spurning hvort það verður eitthvað úr þeim. Hvort að þingið nái að afgreiða einhverja þeirra," sagði Salvör. „Við stöndum kannski frammi fyrir því núna að samþykkja þessi þrjú ákvæði eða ekki neitt og það er náttúrulega slæmt að það gerist ekki neitt.“Málamiðlun sem þingið ætti að samþykkja Kosið var til stjórnlagaráðs, sem Salvör leiddi á sínum tíma, árið 2010 og skilaði það af sér frumvarpi að nýrri stjórnarskrá í júlí 2011. Rúmu ári síðar, í október 2012, fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem kosið var um sex tillögur stjórnlagaráðs. Málið var síðan stopp í annað ár fram til nóvember 2013, þegar forsætisráðherra skipaði stjórnarskrárnefnd til þess að vinna úr tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Salvör segist sjálf vera hlynnt því að áfangaskipta tillögum til breytinga á stjórnarskrá, eins og stjórnarskrárnefnd. Við fyrstu sýn virðast henni tillögurnar nú vera ákveðin málamiðlun, sem hún vonast til að komist í gegnum þingið. Ber þar hæst tillaga um að 15% kosningarbærra mann geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi.Hefði áhrif á eðli embættisins „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það komist hreyfing á þetta mál og ef að þetta getur orðið til þess þá fyndist mér það skref fram á við. Af því ég held að þetta séu breytingar sem geta haft mikið að segja fyrir okkur. Það hefur mikið að segja þetta með náttúruauðlindirnar og meðþjóðaratkvæðagreiðslur . Við erum að fara í forsetakosningar núna innan skamms og ef þingið ákveður að samþykkja svona grein inn í stjórnarskrána þá hefur það auðvitað áhrif á 26. grein [stjórnarskrár um vald forsetans til að vísa málum í þjóðaratkævðagreiðslu] og getur haft áhrif á forsetaembættið. Og það er skrýtið í raun að það verði ekki ljóst áður en forsetakosningar verða.“ Frestur til að gera athugasemdir við þrjú frumvörp stjórnlaganefndar er til 8. mars. Eftir það verður þeim skilað til forsætisráðherra, sem getur þá lagt þau fyrir þingið. En Salvör bendir á að tíminn sé naumur fram á vor. „Nú er tíminn samt að renna út með það því það styttist í kosningarnarnar. Það getur verið mjög óljóst hvers konar embætti er verið að kjósa um forseta í. Þannig að þetta er auðvitað stór mál og þó þetta séu bara þrjár greinar getur það haft mikil áhrif."
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39 Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þjóðin gæti kosið um stjórnarskrárbreytingar fyrir jól Samkomulag um hvernig þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur, auðlindir í þjóðareign og umgengni við náttúruna. 19. febrúar 2016 19:39
Lagt til að þjóðin eigi auðlindirnar Stjórnarskrárnefnd birti í gær drög að þremur frumvörpum til stjórnskipunarlaga. 20. febrúar 2016 07:00