Borgunarmál sýni ógeðfelld samskipti Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2016 07:00 Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar Vísir/vilhelm „Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum. Borgunarmálið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
„Atburðarásin öll lýsir mjög ógeðfelldum samskiptum í æðstu lögum í fjármálakerfinu sem kalla á spurningar um þann kúltúr sem þar viðgengst. Við eigum ekki að sætta okkur við að hefðbundin siðalögmál sem við teljum að séu eðlilega virk í viðskiptum gildi ekki í fjármálakerfinu,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um Borgunarmálið. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að augljóst væri að sala Landsbankans á um 32 prósenta hlut sínum í Borgun í nóvember 2014 hefði verið klúður þegar bankinn sjálfur hefði sagt að hann þyrfti að breyta verklagi sínu. „Það sem mér finnst mjög alvarlegt við þetta er að þetta truflar starfsfriðinn í Landsbankanum, þetta getur líka haft áhrif á áform okkar um að huga að sölu á bankanum,“ segir fjármálaráðherra. Árni Páll segist ánægður með að sjá að ráðherrann taki undir mikilvægi þess að tekið sé á málinu af mikilli alvöru. Viðbrögðin hjá Landsbankanum hafi framan af verið þannig að þau bentu ekki til þess að menn myndu taka málið alvarlega. Árni Páll segir að það hljóti núna að vera Bankasýslunnar, sem fer með eigendavaldið, að meta það hvaða svigrúm sé til að bregðast við. Þá hafi Alþingi eftirlitsvald í gegnum stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og það vald þurfi að nýta. Nefndin hafi ákveðið að bíða með viðbrögð þangað til Bankasýslan hefur komist að niðurstöðu. Árni Páll segist telja að atburðarásin öll og viðbrögð Bjarna í gær staðfesti staðhæfingu sína frá 20. janúar um að bankinn væri rúinn trausti. „Það stendur eftir enn. Þetta er verðmæt eign, þetta er verðmætur banki, og það er bara mjög brýnt að það traust verði endurreist.“ Erlendur Magnússon stjórnarformaður og Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, sendu Steinþóri Pálssyni, bankastjóra Landsbankans, bréf í gær vegna fyrirspurna sem Steinþór hafði beint að fyrirtækinu. Fyrirspurnin laut að upplýsingum um hvort stjórnendur Borgunar hefðu haft vitneskju um rétt fyrirtækisins til greiðslna í tengslum við mögulega yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe. Þar kemur fram að Borgun hafi fyrst fengið upplýsingar um greiðslur vegna yfirtöku Visa Inc. á Vísa Europe 21. desember síðastliðinn. Greiðslan sem kom í hlut Borgunar sé þríþætt. Það eru í fyrsta lagi 33,9 milljónir evra í reiðufé, sem samsvara um 4,8 milljörðum króna. Í öðru lagi 11,6 milljónir evra í forgangshlutabréf eða um 1,6 milljarðar króna. Þær greiðslur nema þá samtals 6,4 milljörðum. Að auki er afkomutengd greiðsla árið 2020 sem mun taka mið af afkomu Vísa Europe á næstu árum.
Borgunarmálið Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira