Telja fordæmisgildi dóms takmarkað vegna hlutabréfaeignar dómara Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. desember 2016 19:31 Þrír af verjendum í málinu við upphaf þinghalds í morgun. Vísir/ÞÞ Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis óskuðu í dag eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun um markaðsmisnotkun. Verjendur telja að ekki sé hægt að byggja á fordæmi úr Landsbankamáli þar sem tveir dómarar í því máli hafi verið vanhæfir vegna hlutabréfaeignar í Landsbankanum. Í málinu eru ákærðir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis banka og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans þeir Jóhannes Baldursson, Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson. Í dag var málflutningur um þá kröfu verjenda að óskað verði eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á tilskipun 2003/6 frá ESB um innherjasvik og markaðsmisnotkun en ákvæði um markaðsmisnotkun í lögum um verðbréfaviðskipti byggir á þessari tilskipun. Óttar Pálsson verjandi Lárusar Welding sagði að möguleikar Lárusar á því að fá álit EFTA-dómstólsins á umræddri tilskipun væru hluti af rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar á grundvelli 6. gr. Mannréttindasáttamála Evrópu. Verjendur vísuðu líka í 3. gr. EES-samningsins en þar segir að skýra skuli lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES-samninginn og þær reglur sem á honum byggja. Í málinu liggja fyrir dómafordæmi Hæstaréttar Íslands í málum um markaðsmisnotkun hjá annars vegar Landsbankanum og hins vegar Kaupþingi. Reimar Pétursson verjandi Jóhannesar Baldurssonar sagði að draga mætti í efa fordæmisgildi dóms Hæstaréttar í Landsbankamálinu vegna efasemda um hæfi tveggja dómara vegna hlutabréfaeignar þeirra í Landsbankanum. Í því máli voru stjórnendur Landsbankans sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun með bréf bankans á árunum 1. nóvember 2007 til 3. október 2008. Reimar lagði fram sem gagn í málinu umfjöllun DV frá 9. desember síðastliðnum. Þar kom fram að tveir dómarar af fimm í Landsbankamálinu hefðu átt við upphaf þess tímabils sem ákært var fyrir hlutabréf í Landsbankanum að markaðsvirði annars vegar um 20 milljónir króna og hins vegar um 3 milljónir króna. Í lok ákærutímabilsins, þegar blekkingunum gagnvart öðrum fjárfestum og þá væntanlega hæstaréttardómurunum á að hafa verið lokið, var verðmæti hluta dómaranna orðið ekkert. „Þetta tap dómaranna, 20 milljónir króna og 3 milljónir króna, er á alla hlutlæga mælikvarða verulegt og má þar t.d. vísa til 3 milljóna króna þröskuldsins í reglum nefndar um dómarastörf. Séu þessi atvik virt heildstætt má með þessum hætti draga í efa sérstakt hæfi dómaranna til að dæma málið. Þeir hafi einfaldlega verið þar brotaþolar og átt verulega hagsmuni,“ sagði Reimar í málflutningi í morgun. Af þeirri ástæðu að draga mætti fordæmisgildi dómsins í efa væri enn brýnna að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um skýringu á tilskipun ESB sem ákvæði um markaðsmisnotkun væri byggð á. Aðrir verjendur tóku undir kröfu Reimars í sínum málflutningi. Björn Þorvaldsson saksóknari gagnrýndi þessa framsetningu verjandans. „Hér var langt seilst í ómaklegum og ómerkilegum árásum á Hæstarétt,“ sagði saksóknarinn. Ákæruvaldið fór fram á að kröfu um ráðgefandi álit yrði hafnað þar sem það lægju fyrir skýr dómafordæmi Hæstaréttar um lögskýringu á markaðsmisnotkun. Að loknum málflutningi var krafa um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til úrskurðar og á hann að liggja fyrir á miðvikudag í næstu viku.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira