Ríkissjóður fellir niður milljarða yfirkeyrslu stofnana Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2016 19:57 Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar. Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Ríkissjóður fellir niður meira og minna allar skuldir ríkisstofnana sem hafa farið fram úr heimildum á undanförnum árum. Í fjáraukalögum er gert ráð fyrir 109 milljörðum króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs við Lífeyrissjóð opinberra starfsmanna, auk þess sem lífeyrisskuldir hjúkrunarheimila í landinu eru gerðar upp. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjáraukalögum þessa árs á Alþingi í dag en fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu að umræðan færi svo snemma fram eftir að þeir hefðu fengið frumvarpð í hendur seint í gærkvöldi. Töluverðar breytingar verða á tekju og gjaldahlið fjárlaga þessa árs. „Gangi þetta eftir er gert ráð fyrir að heildarjöfnuður verði 302 milljarðar króna að meðtöldum stöðugleikaframlögum. En að þeim frátöldum verði hann á hinn bóginn neikvæður um 77 milljarða króna. Stærstur hluti breyttrar afkomu sem rakinn hefur verið hér skýrist af óreglulegum og einskiptis breytingum bæði á terkju og gjaldahlið,“ sagði Bjarni. Til að mynda er gert er ráð fyrir að arðgreiðslur frá viðskiptabönkunum hækki um 18 milljarða á þessu ári. Samkvæmt fjáraukalagafrumvarpinu er stórum fjárhæðum varið í greiðslu skuldar ríkissjóðs við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins í tengslum við jöfnun lífeyrisréttinda. „Á gjaldahlið í þessu frumvarpi er þessu til viðbótar gert ráð fyrir 108,5 milljarðs króna einskiptis uppgjöri á A deild LSR eins og nefnt var hér að framan. Þá er einnig gert ráð fyrir 9,5 milljarða einskiptis gjaldfærslu á resktrargrunni vegna yfirtöku ríkissjóðs á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila og ýmissa samtaka sem sinna heilbrigðis- og félagsþjónustu,“ sagði Bjarni. Fimmflokkarnir hafa sagt afkomu ríkissjóðs mun verri en gefið hafi verið í skyn af fráfarandi stjórnarflokkum í kosningabaráttunni en að sama skapi er þrýst á mikil útgjöld á næsta ári vegna uppbyggingu innviða í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði undarlegt að hlusta á fulltrúa þessara flokka tala um niðurskuðrarfjárlög fyrir næsta ár sem sennilega væru mestu útgjaldafjárlög frá árinu 2007 og eitt það mesta í sögunni. „Svo þegar maður horfir á fjáraukan, viðbæturnar sem þar koma, lokafjárlögin þar sem er verið að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana. Halann sem menn hafa verið að draga á eftir sér. Þetta er gífurleg aukning. En hér tala allir um að ekkert hafi gerst,“ sagði Brynjar.
Alþingi Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira