Erlent

Sprengiefni fundust á líkamsleifum úr EgyptAir 804

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Rannsakendur segja að vottar af sprengiefni hafi fundist á líkamsleifum farþegar EgyptAir 804, sem brotlenti í Miðjarðarhafið þann 19. maí. Flugvélin var á leið frá París til Kaíró og létust allir 66 sem voru um borð í henni. Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni, en flugritar vélarinnar sýndu fram að eldur hafði komið upp í flugvélinni.

Þrátt fyrir grun um að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða hafa engin hryðjuverkasamtök lýst yfir ábyrgð vegna atviksins. Glæparannsókn mun nú hefjast á því hvernig flugvélin brotlenti.

Um borð voru 40 manns frá Egyptalandi, 15 frá Frakklandi, tveir frá Írak, tveir frá Kanada og einn frá Alsír, einn frá Belgíu, Bretlandi, Tsjad, Portúgal, Sádi-Arabíu og Súdan.

Hitaskemmdir fundust á braki úr flugvélinni og einnig fannst sót á hlutum hennar. Eldurinn sem kom upp í flugvélinni virðist hafa kviknað á klósetti um borð og í vélarrými undir flugstjórnarklefanum þar sem finna má rafkerfi flugvélarinnar.


Tengdar fréttir

Reykur var um borð í vél EgyptAir

Upptökur úr flugrita vélarinnar staðfesta að reykskynjarar fóru í gang skömmu áður en þotan hvarf af ratsjám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×