Þetta voru vinsælustu skoðanirnar á árinu 2016 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2016 14:15 Lesendabréfin halda velli, í viðhorfspistlum ársins var eitt og annað sem var tekið til athugunar. Þó nú eigi allir sitt gjallarhorn, geti lagt orð í belg á samfélagsmiðlum, opinberum vettvangi, og einhver gæti sagt að offramboð sé á skoðunum, hefur hið hefðbundna form haldið velli; lesendabréfin. Hér verða nefndir til sögunnar þeir viðhorfspistlar sem Fréttablaðið/Vísir birti á árinu og hafa samkvæmt mælingum vakið mesta athygli. Þarna er deiglan – lesendabréfin sýna hvað var efst á baugi á árinu sem er að líða.Aldís Arna Tryggvadóttir sérleg áhugakona um meðvitaða notkun snjalltækja, heilsu og heilbrigði1. Sjokkið í skírnarveislunniMörgum þykir nóg um hina gríðarlega tækjavæðingu sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Internetið og allt sem það hefur að geyma er innan seilingar hjá meirihluta fólks með tilkomu snjallsíma. Þetta getur reynst truflandi og það er algeng sjón að sjá fólk á öllum aldri á kafi í snjallsímanum í strætó, í vinnunni, á mannafundum og í rauninni bara hvar sem er. Rannsóknir gefa til kynna að fólk sé í snjallsímanum í allt að fjórar klukkustundir á dag. Í sögulegu samhengi eru snjallsímar tiltölulega nýtilkomnir og hefur ungt fólk, öðrum fremur, tileinkað sér þessa tækni. Ýmsir hafa áhyggjur af því að snjallsímarnir og allt það sem þeir hafa upp á að bjóða séu að færa sig upp á skaftið á kostnað mannlegra samskipta. Hver kannast ekki við að vera í veislu þar sem stór hluti gesta hangir í símanum? Um þetta fjallar mest lesna skoðunargrein ársins sem er eftir Aldísi Örnu Tryggvadóttur, sérlegan áhugakonu um meðvitaða notkun snjalltækja, heilsu og heilbrigði. Í greininni lýsir hún skírnarveislu sem hún hélt fyrir nokkrum árum þar sem allir stungu saman nefjum nema einn aldurshópur. „Það var unga, frjálsa og áhyggjulausa fólkið á aldrinum 15-25 ára. Þegar ég gekk á milli gesta leit ég yfir salinn í leit að unga fólkinu. Að lokum fann ég það í einu horninu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera stuðboltaborðið. Ég hafði kolrangt fyrir mér. Við borðið ríkti algjör þögn. Það var eins og þau væru ekki þarna, þau sögðu ekkert og tóku ekki þátt í gleðinni. Ungmennin við borðið lutu öll höfði og voru upptekin í símum sínum,“ skrifaði Aldís. Ungmennin voru þó ekki aðgerðarlaus, þvert á móti. „Ég komst að því síðar um kvöldið þegar ég fór inn á Facebook að þau höfðu ekki setið aðgerðarlaus í veislunni. Þvert á móti höfðu þau „spjallað“ ákaft saman á samfélagsmiðlinum með skrifum og „lækum“ hvert hjá öðru. Hættu nú alveg!“ skrifaði Aldís. Þá vakti Aldís athygli á því að í nútímasamfélagi væri í reynd ómögulegt að hafa stjórn á hlutunum, jafn vel svo einföldum hlut að tilkynna um nafnið á eigin barni. „Ég sá líka fleira á Facebook þetta kvöld sem stakk í augu. Þar var mynd af skírnartertunni með nafni barnsins okkar. Hún hafði verið sett inn á samfélagsmiðilinn áður en við höfðum látið þá vini og vandamenn sem ekki voru í veislunni vita af nafni barnsins. Ég hef alltaf talið það hlutverk foreldranna að flytja þær fregnir og ákveða hvenær nafnið skyldi opinberað.“ Aldís boðar einföld skilaboð sem flestir, ef ekki allir, hefðu gott af því að tileinka sér. „Málið er í hnotskurn þetta: Tæknin átti að þjóna okkur og auðvelda vinnuna en hefur gert okkur að þrælum. Við verðum að taka stjórnina á ný og verða meðvitaðri um þau neikvæðu áhrif sem notkun stafrænna tækja og samfélagsmiðla hafa á heilsu okkar og félagslega hæfni. „Prófaðu að setja símann á hilluna í einn klukkutíma á dag eftir að börnin eru komin heim. Vittu til: Þú munt eignast ómetanleg augnablik og samverustundir með börnunum í stað þess að eyða öllum þínum tíma með augu og athygli á skjánum á meðan lífið þýtur óvart fram hjá þér.“Jóhanna Vala Höskuldsdóttir er helmingur Hljómsveitarinnar Evu, dagskrárgerðarkona og leikstjóri.2. Listakona rekin af leikskólaJóhanna Vala Höskuldsdóttir er listamaður, sem starfaði í tvo mánuði sem leiðbeinandi á leikskóla, en var í nóvember rekin úr því starfi sem í ljósi þess að nánast hver sem er getur, vegna þeirra kjara sem er í boði, fengið þar vinnu er talsvert áfall: Eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Stakk hún niður penna skömmu eftir brottreksturinn og vakti pistill hennar gríðarlega athygli á afar skömmum tíma. Í pistlinum fór hún um víðan völl og fór meðal annars yfir starfskilyrði listamanna hér á landi. „Sem sjálfstætt starfandi listakona þarf ég oft að hoppa í allskonar störf milli listrænna verkefna. Ég hef unnið við allskonar; á elliheimilum, á sambýlum, með geðfötluðum, fíklum, unglingum, þjónað, setið á skrifstofum, flippað hamborgurum, þvegið þvotta, þrifið hús, listinn er langur… Nú er konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og þar sem listafólk er réttlaust varðandi fæðingarorlof þurfti ég nauðsynlega að komast í venjulega launavinnu til að eiga rétt á orlofi. Ég hugsaði sem svo: ég hoppa bara inn á einhvern leikskóla, æfi mig aðeins í foreldrahlutverkinu og hef það næs með krúttlegum börnum þar til ég fer í orlof. Ó hve lítið ég vissi þá...,“ skrifar Jóhanna Vala. En pistill hennar snerist þó í raun og veru um allt annað en þá staðreynd að hún hafi verið rekin af leikskóla. Hann snerist um alvarlega stöðu leikskólanna sem glíma mátt hafa við niðurskurð allt frá hruni, þrátt fyrir að vera einhverjar veigamestu stofnanir sem um getur í íslensku samfélagi, þeim er jú treyst fyrir börnunum. „Leikskólastarfið er erfiðasta, ábyrgðarmesta og göfugasta starf sem ég hef nokkrum sinnum komist í tæri við. Á leikskólum eru börnin okkar mótuð til framtíðar. prógammeruð. Til góðs eða ills. Horfum bara beint á það; börnin okkar eru þarna allan daginn, alla daga frá tveggja ára aldri (stundum eins og hálfs) og upp í fimm ára aldur, sem eru gríðarlega mikilvæg mótunarár í lífi barns. Ef vel er vandað til verka geta börnin okkar bjargað heiminum með því að þekkja vel inn á sjálf sig og heiminn og mæta honum stútfull af kærleika og með því að verða minna krumpuð en við foreldrarnir urðum af okkar leikskólavist,“ skrifar Jóhanna Vala en bendir á að sama tíma líti samfélagið svo á að hver sem er geti starfað á leikskólunum. Hvetur hún leikskólakennara til dáða til að berjast fyrir mannsæmandi kjörum og minna álagi, til þess að krefjast stórauksins fjármagns inn í leikskólana. Það sé nákvæmlega það sem börnin eigi skilið. „Elsku Leikskólakennarar. þið eruð sólir í stjörnuþokunni og vinnið þrekvirki á hverjum degi. En þið verðið að setja súrefnisgrímuna á ykkur fyrst og hlúa að ykkar eigin dýrmæti. þið verðið að segja STOPP, hingað og ekki lengra, því hver á að móta og ylja börnum morgundagsins þegar ykkar sólir eru kulnaðar af álagi?Kristín Ólafsdóttir.3. Kærasti óskastBakþankar Kristínar Ólafsdóttur sem birtust á baksíðu Fréttablaðsins 31. ágúst voru vinsælustu bakþankar ársins. Í pistli sínum leitar Kristín að kærasta en er í raun að veru að hæðast að íslenska samfélaginu og þeim tækifærum sem ungu fólki hér á landi stendur til boða. Kristín er 23 ára háskólanemi í íslensku, fagi sem býður ekki endilega upp á örugga og þægilega fjárhagslega framtíð. Í aðeins 256 orðum tekst Kristínu að benda á að íslenskt heilbriðiskerfi sé undirfjármagnað og að nær ómögulegt sé fyrir ungt fólk að eignast fasteign án þess að greiða gríðarlegar upphæðir fyrir. „Kærastinn minn verður líka að vera tilbúinn til að flytja með mér til Noregs en hér á landi hafa svokölluð „tækifæri“ lengi verið af skornum skammti. Hann þyrfti raunar helst að vera u.þ.b. 35 árum eldri en ég og eiga íbúð, 100% skuldlaust. Mér, ungum öreiga á hugvísindasviði, virðist nefnilega ekki ætlaður sá munaður að kaupa faste1gn áður en ég dey. Kærastinn minn verður auk þess að vera hátekjumaður, t.d. verkfræðingur eða bankastjóri, svo að hagsmuna annars okkar sé alveg örugglega gætt. Mér þætti ég að lokum hafa dottið á bólakaf í lukkupottinn ef hann ætti flennihaug af fiskveiðikvóta eða hefði yfir að ráða einokunarstöðu á mjólkurvörumarkaði. Þá gæti hann hjálpað mér með námslánin.“Hlédís Sveinsdóttir.4. Ég ók á barnið þitt.Þrjú og hálft ár eru síðan Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. Fæðing dóttur hennar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi illa og þá sérstaklega viðbrögð eftir að litla stúlkan kom í heiminn. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er raunar enn í gangi. Yfirlæknir á HV hefur aldrei verið látinn svara fyrir rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistökin. Skýrsla lækna frá fæðingu var í miklu ósamræmi við myndband af fæðingunni sem Hlédís kom sjálf í hendur landlæknis. Hlédís hefur nú í þriðja skiptið sent málið til ríkissaksóknara á síðustu tveimur árum. Lögregla hafi tvisvar rannsakað málið en læknirinn aldrei verið spurður út í aðalatriði málsins. Hlédís hefur æ síðan leitað svara og líkir hún því sem hún og dóttir hennar urðu fyrir við að hún myndi keyra á barn og ljúga til um málsatvik en síðar kæmi í ljós að til væri myndband sem segði allt aðra sögu. „Þetta er saga dóttur minnar, stílfærð. Hún varð ekki fyrir bíl. Hún varð fyrir slysi í fæðingu. Óvart var ekki fylgst nógu vel með hvernig henni liði meðan á gangsettri fæðingu stóð. Hún hlaut þess vegna áverka á heila. Viljandi var hún ekki flutt strax á vökudeild þar sem hefði verið hægt að kæla hana niður, sem hefur reynst vel til að koma í veg fyrir frumudauða í heila. Heilbrigðisstarfsmaður tók þar sína hagsmuni og hagsmuni vinnuveitanda fram yfir hagsmuni barnsins. Viljandi var skrifuð skýrsla um atvikið þar sem naflastreng hennar var kennt um súrefnisskortinn. Viljandi var fjöldamörgum og veigamiklum atriðum bætt inn á barnablað, sem öll miðuðu að því að fegra atvikið,“ skrifar Hlédís. Í greininni segir Hlédís að hún átti sig á því að hægt sé að gera mistök. Hún segir þó að málið snúist um að það verði að vera hægt að treysta því að komið sé fram af heiðarleika innan veggja heilbrigðiskerfisins. Berst hún fyrir því að mál sitt verði fordæmisgefandi svo tryggt sé að slíkt komi ekki fyrir aftur. „Þetta snýst um fordæmi og hvernig við sem samfélag viljum að kerfið virki. Taki ég bíllykla af ölvuðum einstaklingi er ég ekki óvinur hans. Ég er með honum í liði.“Oddrún Lára Friðgeirsdóttir.5. Mamma þín dó í nóttStundum er sagt að máttur Facebook sé mikill og segja má að það hafi sannast í tilefni pistils sem sem Oddrún Lára Friðgeirsdóttir skrifaði þann 10. september 2013, alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Sá pistill er fimmti mest lesna skoðanagreinin á Vísi og Fréttablaðinu fyrir árið 2016. Öll umferð vegna pistilsins kom í gegnum Facebook á þriggja ára birtingarafmæli hans. Pistillinn er hjartnæm og tilfinningaþrungin lýsing á því hvernig er að vera aðstandandi einstaklings sem glímir við geðsjúkdóm. Móðir Oddrúnar framdi sjálfsmorð árið 2006 og fer Oddrún stuttlega yfir hetjulega baráttu móður sinnar við geðsjúkdóm sinn. Pistillinn fjallar um þá fordóma sem fólk með geðsjúkdóma verður fyrir enda ber það oft þess ekki merki utan á sér að vera veikt. Oddrún talar fyrir því að það verði að breytast að geðsjúkdómar séu tabú í samfélaginu. „Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða.,“ skrifar Oddrún. „Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist.“Birgir Örn Guðjónsson hefur notið mikilla vinsælda sem pistlahöfundur6. Leiðinlegasti pabbi í heimiBirgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Vísir birt svipað uppgjör og þetta og í bæði skiptin hefur Birgir Örn náð inn á topplistann með skoðanagreinum sínum. Lögreglumaðurinn virðist vera með putta á þjóðarpúlsinum en það upplýsist hér með að á þessum lista bregður honum fyrir í tvígang. Fyrri pistillinn, sem var sá sjötti mest lesni á árinu fjallar um svipað efni og sá mest lesni. Of mikla símanotkun barna, unglinga og fullorðna. Birgir Örn segist vera leiðinlegasti pabbi í heiminum fyrir að banna tíu ára gamalli dóttur sinni að vera á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat og Instagram þrátt fyrir að allar vinkonur hennar séu með nærveru á þessum miðlum. „Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það?“ skrifar Birgir Örn og hefur líklega ýmislegt til síns máls. Niðurstöður rannsókna sýna að börn og ungmenni sem eru mikið á samfélagsmiðlum eru líkegri til þess að sýna einkenni þunglyndis og kvíða. Kallar Birgir Örn eftir því að fleiri foreldrar taki skýra afstöðu til þess að börn eigi ekki að vera á samfélagsmiðlunum. „Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið.“Anna Lára Pálsdóttir kennari7. Skömminni skilaðKennarar samþykktu nýlega kjarasamning eftir mikið þref, uppsagnir og greinaskrif. Kennarar segja að þeir séu ekki metnir að verðleikum í samfélaginu og það var inntak sjöunda vinsælasta skoðanapistilsins á Vísi og Fréttablaðinu þetta árið sem var skrifaður af Önnu Láru Pálsdóttur, kennara. „Ef ég hraðspóla í gegnum næstu tuttugu árin í starfi kennarans fæ ég óbragð í munninn. Ég sé líf mitt renna hjá á leifturhraða þar sem ég stend sveitt og frústreruð, í fjölskylduboðum, í Kaupfélaginu, heita pottinum, erfidrykkjum....já bara allstaðar þar sem skólastarf ber á góma, og reyna af veikum mætti að verja starf mitt, vinnuframlag og fagmennsku. Ég rembist eins og rjúpan við að leiðrétta allskyns fordóma og mýtur og ég sé mig kyngja niðurlægingunni sem beið mín í launaumslaginu um hver mánaðarmót. Þegar ég hugsa til baka þá er það kannski þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og störf þeirra.“ Fjölmargir kennarar sögðu upp störfum á meðan reynt var að semja. Þrátt fyrir að samningar hafi náðst og þeir samþykktir er enn óvíst með hvort að fjölmargir þeirra kennara sem sögðu upp störfum muni draga þær til baka eða ekki. Í pisli reynir Anna að lýsa fyrir Íslendingum hvernig venjulegur vinnudagur hjá kennara lítur út. „Til að gefa smá innsýn í verkefnið skal ég draga upp mynd af einum nemendahóp sem ég kenndi. Ég var með 29 nemendur í umsjón. Í hópnum voru þrír lesblindir nemendur, þrír með annað tungumál en íslensku (þar af einn alveg ómælandi á íslenska tungu), einn nemandi á einhverfurófinu, tveir við neðri mörk meðalgreindar, einn með kvíðaröskun og mikla mótþróaþrjóskuröskun, tveir greindir með ADHD og einn með afburðargreind. Fyrir utan þessa þrettán nemendur voru svo hinir sem einnig áttu skilið eftirtekt, alúð og umhyggju af hálfu kennarans,“ Hún segir það ekki vera nokkra leið fyrir sig að standa undir þeirri kröfu að tryggja að hver þessara einstaklinga fengi kennslu við sitt hæfi líkt og ætlast væri til. Það væri alfjörlega óraunhæft miðað við niðurskurð í menntakerfinu. Á sama tíma koma íslenskir nemendur illa út í alþjóðlegum samanburði líkt og niðurstöður PISA-gefa til kynna. „Það var heldur ekkert að hjálpa hvað ég fékk voðalega nauman tíma til þess að sinna kennslunni og því sem að henni sneri. Topparnir í skólakerfinu voru nefnilega líka að klóra sér í hausnum því íslensku börnin voru ekki að koma nógu vel út í alþjóðlegum samanburðarkönnunum, læsi var á undanhaldi og allskyns merki um að ekki væri allt með felldu. Þá er brugðið á það ráð að veita kennurum meira aðhald, þetta er jú á þeirra ábyrgð.“ Ljóst er að pistill Önnu er holl áminning til þeirra sem telja að kröfur kennara séu of miklar og að starf þeirra sé á einhvern hátt auðvelt.Hildur Björnsdóttir.8. Upphefð hinna uppteknuBakþankar Hildar Björnsdóttur eru númer átta á listanum yfir vinsælustu skoðanagreinar ársins. Í þeim fer hún stuttlega yfir hvað allir virðast vera uppteknir við að vera uppteknir. Gagnrýnir hún það að í íslensku samfélagi virðist vera litið á það sem dyggð að vera ótrúlega upptekinn í vinnu. „Flest viljum við njóta velgengni. Skilgreining samfélagsins á hugtakinu er þó nokkuð einsleit: Flestar vinnustundir fyrir hæsta endurgjaldið. Dugnaðurinn dyggð og viðstöðulaus viðvera virðingarverð. Árangurinn talinn í eignum og gjaldmiðlum. Fórnirnar sjaldnast bókfærðar. Heilsan, fjölskyldan og lífið sjálft - allt mætir þetta afgangi. Í forgrunni aðeins eitt. Upphefð hinna uppteknu,“ Bendir Hildur á að það séu aðrir hlutir sem vegi hvað þyngst þegar uppi er staðið. „Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Að hafa verið til staðar á uppvaxtarárum barna sinna. Það óskar sér enginn þess að hafa eytt fleiri stundum á skrifstofunni. Eða færri stundum með nákomnum. Starfsævin er löng. Barnæskan er stutt. Lykillinn er jafnvægi.“ Þörf áminning.9. Af hverju alltaf bara strákar?Eftir því sem þokast nær jafnrétti á milli kynjanna hér á landi gerast æ háværari þær kröfur um til jafns verði fjallað um íþróttir karla og kvenna. Um það fjallar níundi vinsælasti skoðanapistill ársins í ár. Þar skrifar Hrannar Björn Arnarsson, faðir átta ára knattspyrnustelpu þar sem hann krefst þess að fjölmiðlar fjalli á sama hátt um íþróttamót stráka og stelpna. „Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar,“ skrifar Hrannar.10. Opið bréf til íslenska okraransBirgir Örn Guðjónsson rekur lestina með grein númer á tvö á topplista þessa árs. Í seinni grein sinni skrifar hann harðort bréf til þeirra verslunarmanna sem hann telur að séu að okra á sér. „Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru,“ skrifar Birgir Örn. Tilefnið er fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla um mikinn verðmun á sambærilegum vörum hér á landi og erlendis, íslenskum neytendum í óhag. „Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt,“ skrifar Birgir Örn. Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Dómsmál ársins 2016: Annþór og Börkur, manndráp og meiriháttar fíkniefnainnflutningur Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. 13. desember 2016 09:15 Verstu bíóskellir ársins 2016 Ofurhetjumynd í fyrsta sæti. 12. desember 2016 10:00 Dómsmál ársins í viðskiptalífinu árið 2016 Mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. 13. desember 2016 13:45 Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Ástareldar sem kviknuðu og slokknuðu á árinu Það er endalaust hægt að velta sér upp úr ástarmálum Hollywood-stjarnanna enda er alltaf eitthvað að frétta í þeim efnum. Meðfylgjandi er samantekt yfir þau ástarsambönd sem vöktu hvað mestu athyglina á árinu, hvort sem um skilnað eða nýtt samband var að ræða. 14. desember 2016 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Þó nú eigi allir sitt gjallarhorn, geti lagt orð í belg á samfélagsmiðlum, opinberum vettvangi, og einhver gæti sagt að offramboð sé á skoðunum, hefur hið hefðbundna form haldið velli; lesendabréfin. Hér verða nefndir til sögunnar þeir viðhorfspistlar sem Fréttablaðið/Vísir birti á árinu og hafa samkvæmt mælingum vakið mesta athygli. Þarna er deiglan – lesendabréfin sýna hvað var efst á baugi á árinu sem er að líða.Aldís Arna Tryggvadóttir sérleg áhugakona um meðvitaða notkun snjalltækja, heilsu og heilbrigði1. Sjokkið í skírnarveislunniMörgum þykir nóg um hina gríðarlega tækjavæðingu sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Internetið og allt sem það hefur að geyma er innan seilingar hjá meirihluta fólks með tilkomu snjallsíma. Þetta getur reynst truflandi og það er algeng sjón að sjá fólk á öllum aldri á kafi í snjallsímanum í strætó, í vinnunni, á mannafundum og í rauninni bara hvar sem er. Rannsóknir gefa til kynna að fólk sé í snjallsímanum í allt að fjórar klukkustundir á dag. Í sögulegu samhengi eru snjallsímar tiltölulega nýtilkomnir og hefur ungt fólk, öðrum fremur, tileinkað sér þessa tækni. Ýmsir hafa áhyggjur af því að snjallsímarnir og allt það sem þeir hafa upp á að bjóða séu að færa sig upp á skaftið á kostnað mannlegra samskipta. Hver kannast ekki við að vera í veislu þar sem stór hluti gesta hangir í símanum? Um þetta fjallar mest lesna skoðunargrein ársins sem er eftir Aldísi Örnu Tryggvadóttur, sérlegan áhugakonu um meðvitaða notkun snjalltækja, heilsu og heilbrigði. Í greininni lýsir hún skírnarveislu sem hún hélt fyrir nokkrum árum þar sem allir stungu saman nefjum nema einn aldurshópur. „Það var unga, frjálsa og áhyggjulausa fólkið á aldrinum 15-25 ára. Þegar ég gekk á milli gesta leit ég yfir salinn í leit að unga fólkinu. Að lokum fann ég það í einu horninu. Ég hugsaði með mér að þetta hlyti að vera stuðboltaborðið. Ég hafði kolrangt fyrir mér. Við borðið ríkti algjör þögn. Það var eins og þau væru ekki þarna, þau sögðu ekkert og tóku ekki þátt í gleðinni. Ungmennin við borðið lutu öll höfði og voru upptekin í símum sínum,“ skrifaði Aldís. Ungmennin voru þó ekki aðgerðarlaus, þvert á móti. „Ég komst að því síðar um kvöldið þegar ég fór inn á Facebook að þau höfðu ekki setið aðgerðarlaus í veislunni. Þvert á móti höfðu þau „spjallað“ ákaft saman á samfélagsmiðlinum með skrifum og „lækum“ hvert hjá öðru. Hættu nú alveg!“ skrifaði Aldís. Þá vakti Aldís athygli á því að í nútímasamfélagi væri í reynd ómögulegt að hafa stjórn á hlutunum, jafn vel svo einföldum hlut að tilkynna um nafnið á eigin barni. „Ég sá líka fleira á Facebook þetta kvöld sem stakk í augu. Þar var mynd af skírnartertunni með nafni barnsins okkar. Hún hafði verið sett inn á samfélagsmiðilinn áður en við höfðum látið þá vini og vandamenn sem ekki voru í veislunni vita af nafni barnsins. Ég hef alltaf talið það hlutverk foreldranna að flytja þær fregnir og ákveða hvenær nafnið skyldi opinberað.“ Aldís boðar einföld skilaboð sem flestir, ef ekki allir, hefðu gott af því að tileinka sér. „Málið er í hnotskurn þetta: Tæknin átti að þjóna okkur og auðvelda vinnuna en hefur gert okkur að þrælum. Við verðum að taka stjórnina á ný og verða meðvitaðri um þau neikvæðu áhrif sem notkun stafrænna tækja og samfélagsmiðla hafa á heilsu okkar og félagslega hæfni. „Prófaðu að setja símann á hilluna í einn klukkutíma á dag eftir að börnin eru komin heim. Vittu til: Þú munt eignast ómetanleg augnablik og samverustundir með börnunum í stað þess að eyða öllum þínum tíma með augu og athygli á skjánum á meðan lífið þýtur óvart fram hjá þér.“Jóhanna Vala Höskuldsdóttir er helmingur Hljómsveitarinnar Evu, dagskrárgerðarkona og leikstjóri.2. Listakona rekin af leikskólaJóhanna Vala Höskuldsdóttir er listamaður, sem starfaði í tvo mánuði sem leiðbeinandi á leikskóla, en var í nóvember rekin úr því starfi sem í ljósi þess að nánast hver sem er getur, vegna þeirra kjara sem er í boði, fengið þar vinnu er talsvert áfall: Eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Stakk hún niður penna skömmu eftir brottreksturinn og vakti pistill hennar gríðarlega athygli á afar skömmum tíma. Í pistlinum fór hún um víðan völl og fór meðal annars yfir starfskilyrði listamanna hér á landi. „Sem sjálfstætt starfandi listakona þarf ég oft að hoppa í allskonar störf milli listrænna verkefna. Ég hef unnið við allskonar; á elliheimilum, á sambýlum, með geðfötluðum, fíklum, unglingum, þjónað, setið á skrifstofum, flippað hamborgurum, þvegið þvotta, þrifið hús, listinn er langur… Nú er konan mín ólétt af okkar fyrsta barni og þar sem listafólk er réttlaust varðandi fæðingarorlof þurfti ég nauðsynlega að komast í venjulega launavinnu til að eiga rétt á orlofi. Ég hugsaði sem svo: ég hoppa bara inn á einhvern leikskóla, æfi mig aðeins í foreldrahlutverkinu og hef það næs með krúttlegum börnum þar til ég fer í orlof. Ó hve lítið ég vissi þá...,“ skrifar Jóhanna Vala. En pistill hennar snerist þó í raun og veru um allt annað en þá staðreynd að hún hafi verið rekin af leikskóla. Hann snerist um alvarlega stöðu leikskólanna sem glíma mátt hafa við niðurskurð allt frá hruni, þrátt fyrir að vera einhverjar veigamestu stofnanir sem um getur í íslensku samfélagi, þeim er jú treyst fyrir börnunum. „Leikskólastarfið er erfiðasta, ábyrgðarmesta og göfugasta starf sem ég hef nokkrum sinnum komist í tæri við. Á leikskólum eru börnin okkar mótuð til framtíðar. prógammeruð. Til góðs eða ills. Horfum bara beint á það; börnin okkar eru þarna allan daginn, alla daga frá tveggja ára aldri (stundum eins og hálfs) og upp í fimm ára aldur, sem eru gríðarlega mikilvæg mótunarár í lífi barns. Ef vel er vandað til verka geta börnin okkar bjargað heiminum með því að þekkja vel inn á sjálf sig og heiminn og mæta honum stútfull af kærleika og með því að verða minna krumpuð en við foreldrarnir urðum af okkar leikskólavist,“ skrifar Jóhanna Vala en bendir á að sama tíma líti samfélagið svo á að hver sem er geti starfað á leikskólunum. Hvetur hún leikskólakennara til dáða til að berjast fyrir mannsæmandi kjörum og minna álagi, til þess að krefjast stórauksins fjármagns inn í leikskólana. Það sé nákvæmlega það sem börnin eigi skilið. „Elsku Leikskólakennarar. þið eruð sólir í stjörnuþokunni og vinnið þrekvirki á hverjum degi. En þið verðið að setja súrefnisgrímuna á ykkur fyrst og hlúa að ykkar eigin dýrmæti. þið verðið að segja STOPP, hingað og ekki lengra, því hver á að móta og ylja börnum morgundagsins þegar ykkar sólir eru kulnaðar af álagi?Kristín Ólafsdóttir.3. Kærasti óskastBakþankar Kristínar Ólafsdóttur sem birtust á baksíðu Fréttablaðsins 31. ágúst voru vinsælustu bakþankar ársins. Í pistli sínum leitar Kristín að kærasta en er í raun að veru að hæðast að íslenska samfélaginu og þeim tækifærum sem ungu fólki hér á landi stendur til boða. Kristín er 23 ára háskólanemi í íslensku, fagi sem býður ekki endilega upp á örugga og þægilega fjárhagslega framtíð. Í aðeins 256 orðum tekst Kristínu að benda á að íslenskt heilbriðiskerfi sé undirfjármagnað og að nær ómögulegt sé fyrir ungt fólk að eignast fasteign án þess að greiða gríðarlegar upphæðir fyrir. „Kærastinn minn verður líka að vera tilbúinn til að flytja með mér til Noregs en hér á landi hafa svokölluð „tækifæri“ lengi verið af skornum skammti. Hann þyrfti raunar helst að vera u.þ.b. 35 árum eldri en ég og eiga íbúð, 100% skuldlaust. Mér, ungum öreiga á hugvísindasviði, virðist nefnilega ekki ætlaður sá munaður að kaupa faste1gn áður en ég dey. Kærastinn minn verður auk þess að vera hátekjumaður, t.d. verkfræðingur eða bankastjóri, svo að hagsmuna annars okkar sé alveg örugglega gætt. Mér þætti ég að lokum hafa dottið á bólakaf í lukkupottinn ef hann ætti flennihaug af fiskveiðikvóta eða hefði yfir að ráða einokunarstöðu á mjólkurvörumarkaði. Þá gæti hann hjálpað mér með námslánin.“Hlédís Sveinsdóttir.4. Ég ók á barnið þitt.Þrjú og hálft ár eru síðan Hlédís Sveinsdóttir steig fram í Kastljósi og sagði sögu sína. Fæðing dóttur hennar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi illa og þá sérstaklega viðbrögð eftir að litla stúlkan kom í heiminn. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma og er raunar enn í gangi. Yfirlæknir á HV hefur aldrei verið látinn svara fyrir rangfærslur á atvikaskráningarblaði sem sent var landlæknisembættinu eftir mistökin. Skýrsla lækna frá fæðingu var í miklu ósamræmi við myndband af fæðingunni sem Hlédís kom sjálf í hendur landlæknis. Hlédís hefur nú í þriðja skiptið sent málið til ríkissaksóknara á síðustu tveimur árum. Lögregla hafi tvisvar rannsakað málið en læknirinn aldrei verið spurður út í aðalatriði málsins. Hlédís hefur æ síðan leitað svara og líkir hún því sem hún og dóttir hennar urðu fyrir við að hún myndi keyra á barn og ljúga til um málsatvik en síðar kæmi í ljós að til væri myndband sem segði allt aðra sögu. „Þetta er saga dóttur minnar, stílfærð. Hún varð ekki fyrir bíl. Hún varð fyrir slysi í fæðingu. Óvart var ekki fylgst nógu vel með hvernig henni liði meðan á gangsettri fæðingu stóð. Hún hlaut þess vegna áverka á heila. Viljandi var hún ekki flutt strax á vökudeild þar sem hefði verið hægt að kæla hana niður, sem hefur reynst vel til að koma í veg fyrir frumudauða í heila. Heilbrigðisstarfsmaður tók þar sína hagsmuni og hagsmuni vinnuveitanda fram yfir hagsmuni barnsins. Viljandi var skrifuð skýrsla um atvikið þar sem naflastreng hennar var kennt um súrefnisskortinn. Viljandi var fjöldamörgum og veigamiklum atriðum bætt inn á barnablað, sem öll miðuðu að því að fegra atvikið,“ skrifar Hlédís. Í greininni segir Hlédís að hún átti sig á því að hægt sé að gera mistök. Hún segir þó að málið snúist um að það verði að vera hægt að treysta því að komið sé fram af heiðarleika innan veggja heilbrigðiskerfisins. Berst hún fyrir því að mál sitt verði fordæmisgefandi svo tryggt sé að slíkt komi ekki fyrir aftur. „Þetta snýst um fordæmi og hvernig við sem samfélag viljum að kerfið virki. Taki ég bíllykla af ölvuðum einstaklingi er ég ekki óvinur hans. Ég er með honum í liði.“Oddrún Lára Friðgeirsdóttir.5. Mamma þín dó í nóttStundum er sagt að máttur Facebook sé mikill og segja má að það hafi sannast í tilefni pistils sem sem Oddrún Lára Friðgeirsdóttir skrifaði þann 10. september 2013, alþjóðadegi sjálfsvígsforvarna. Sá pistill er fimmti mest lesna skoðanagreinin á Vísi og Fréttablaðinu fyrir árið 2016. Öll umferð vegna pistilsins kom í gegnum Facebook á þriggja ára birtingarafmæli hans. Pistillinn er hjartnæm og tilfinningaþrungin lýsing á því hvernig er að vera aðstandandi einstaklings sem glímir við geðsjúkdóm. Móðir Oddrúnar framdi sjálfsmorð árið 2006 og fer Oddrún stuttlega yfir hetjulega baráttu móður sinnar við geðsjúkdóm sinn. Pistillinn fjallar um þá fordóma sem fólk með geðsjúkdóma verður fyrir enda ber það oft þess ekki merki utan á sér að vera veikt. Oddrún talar fyrir því að það verði að breytast að geðsjúkdómar séu tabú í samfélaginu. „Hennar veikindi, vanlíðan, hennar sjúkdómur varð þess valdandi að hún dó. Hennar mein sást ekki utan á henni og því á sumt fólk enn erfitt með að skilja hvernig það getur dregið manneskju til dauða.,“ skrifar Oddrún. „Mér finnst samt enn langt í land með að talað sé jafn opinskátt um geðræn veikindi og um önnur, sérstaklega miðað við þann fjölda sem berst við þessi veikindi og enn fleiri aðstandendur eins og ég sem þurfa að kljást við sorgina yfir að missa einhvern sem deyr úr þessum veikindum. Enn er þetta skömmustumál hjá mörgum. Ég vona að það breytist.“Birgir Örn Guðjónsson hefur notið mikilla vinsælda sem pistlahöfundur6. Leiðinlegasti pabbi í heimiBirgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum. Undanfarin tvö ár hefur Vísir birt svipað uppgjör og þetta og í bæði skiptin hefur Birgir Örn náð inn á topplistann með skoðanagreinum sínum. Lögreglumaðurinn virðist vera með putta á þjóðarpúlsinum en það upplýsist hér með að á þessum lista bregður honum fyrir í tvígang. Fyrri pistillinn, sem var sá sjötti mest lesni á árinu fjallar um svipað efni og sá mest lesni. Of mikla símanotkun barna, unglinga og fullorðna. Birgir Örn segist vera leiðinlegasti pabbi í heiminum fyrir að banna tíu ára gamalli dóttur sinni að vera á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Snapchat og Instagram þrátt fyrir að allar vinkonur hennar séu með nærveru á þessum miðlum. „Ég er samt ekki að reyna að vera leiðinlegur sko. Ég vil bara leyfa henni að vera krakki aðeins lengur. Allavega gera mitt besta til þess. Ég vil leyfa henni að læra samskipti við allskonar andlit áður en skjárinn aðskilur þau. Ég vil leyfa henni að lifa í núinu og dást af hlutum með eigin augum í stað þess að fyllast öskrandi þrá fyrir að láta aðra sjá hvað hún er að sjá eða hvar hún er stödd. Ég vil að hún móti sinn eigin karakter í stað þess að kópera Snapp stjörnur og Instagram módel. Nóg er nú um áreitið samt sem áður. Svo ekki sé talað um auglýsingarnar. Snapchat er einn stærsti auglýsingamiðillinn í dag. Vissir þú það?“ skrifar Birgir Örn og hefur líklega ýmislegt til síns máls. Niðurstöður rannsókna sýna að börn og ungmenni sem eru mikið á samfélagsmiðlum eru líkegri til þess að sýna einkenni þunglyndis og kvíða. Kallar Birgir Örn eftir því að fleiri foreldrar taki skýra afstöðu til þess að börn eigi ekki að vera á samfélagsmiðlunum. „Það væri samt vissulega auðveldara ef fleiri gerðu það. Þá væru færri „allir“ með þetta. Börnin missa ekki af neinu með því að bíða aðeins en þau gætu misst af mjög miklu með því að bíða ekki. Leyfum börnunum að bíða aðeins lengur. Þau eiga það skilið.“Anna Lára Pálsdóttir kennari7. Skömminni skilaðKennarar samþykktu nýlega kjarasamning eftir mikið þref, uppsagnir og greinaskrif. Kennarar segja að þeir séu ekki metnir að verðleikum í samfélaginu og það var inntak sjöunda vinsælasta skoðanapistilsins á Vísi og Fréttablaðinu þetta árið sem var skrifaður af Önnu Láru Pálsdóttur, kennara. „Ef ég hraðspóla í gegnum næstu tuttugu árin í starfi kennarans fæ ég óbragð í munninn. Ég sé líf mitt renna hjá á leifturhraða þar sem ég stend sveitt og frústreruð, í fjölskylduboðum, í Kaupfélaginu, heita pottinum, erfidrykkjum....já bara allstaðar þar sem skólastarf ber á góma, og reyna af veikum mætti að verja starf mitt, vinnuframlag og fagmennsku. Ég rembist eins og rjúpan við að leiðrétta allskyns fordóma og mýtur og ég sé mig kyngja niðurlægingunni sem beið mín í launaumslaginu um hver mánaðarmót. Þegar ég hugsa til baka þá er það kannski þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og störf þeirra.“ Fjölmargir kennarar sögðu upp störfum á meðan reynt var að semja. Þrátt fyrir að samningar hafi náðst og þeir samþykktir er enn óvíst með hvort að fjölmargir þeirra kennara sem sögðu upp störfum muni draga þær til baka eða ekki. Í pisli reynir Anna að lýsa fyrir Íslendingum hvernig venjulegur vinnudagur hjá kennara lítur út. „Til að gefa smá innsýn í verkefnið skal ég draga upp mynd af einum nemendahóp sem ég kenndi. Ég var með 29 nemendur í umsjón. Í hópnum voru þrír lesblindir nemendur, þrír með annað tungumál en íslensku (þar af einn alveg ómælandi á íslenska tungu), einn nemandi á einhverfurófinu, tveir við neðri mörk meðalgreindar, einn með kvíðaröskun og mikla mótþróaþrjóskuröskun, tveir greindir með ADHD og einn með afburðargreind. Fyrir utan þessa þrettán nemendur voru svo hinir sem einnig áttu skilið eftirtekt, alúð og umhyggju af hálfu kennarans,“ Hún segir það ekki vera nokkra leið fyrir sig að standa undir þeirri kröfu að tryggja að hver þessara einstaklinga fengi kennslu við sitt hæfi líkt og ætlast væri til. Það væri alfjörlega óraunhæft miðað við niðurskurð í menntakerfinu. Á sama tíma koma íslenskir nemendur illa út í alþjóðlegum samanburði líkt og niðurstöður PISA-gefa til kynna. „Það var heldur ekkert að hjálpa hvað ég fékk voðalega nauman tíma til þess að sinna kennslunni og því sem að henni sneri. Topparnir í skólakerfinu voru nefnilega líka að klóra sér í hausnum því íslensku börnin voru ekki að koma nógu vel út í alþjóðlegum samanburðarkönnunum, læsi var á undanhaldi og allskyns merki um að ekki væri allt með felldu. Þá er brugðið á það ráð að veita kennurum meira aðhald, þetta er jú á þeirra ábyrgð.“ Ljóst er að pistill Önnu er holl áminning til þeirra sem telja að kröfur kennara séu of miklar og að starf þeirra sé á einhvern hátt auðvelt.Hildur Björnsdóttir.8. Upphefð hinna uppteknuBakþankar Hildar Björnsdóttur eru númer átta á listanum yfir vinsælustu skoðanagreinar ársins. Í þeim fer hún stuttlega yfir hvað allir virðast vera uppteknir við að vera uppteknir. Gagnrýnir hún það að í íslensku samfélagi virðist vera litið á það sem dyggð að vera ótrúlega upptekinn í vinnu. „Flest viljum við njóta velgengni. Skilgreining samfélagsins á hugtakinu er þó nokkuð einsleit: Flestar vinnustundir fyrir hæsta endurgjaldið. Dugnaðurinn dyggð og viðstöðulaus viðvera virðingarverð. Árangurinn talinn í eignum og gjaldmiðlum. Fórnirnar sjaldnast bókfærðar. Heilsan, fjölskyldan og lífið sjálft - allt mætir þetta afgangi. Í forgrunni aðeins eitt. Upphefð hinna uppteknu,“ Bendir Hildur á að það séu aðrir hlutir sem vegi hvað þyngst þegar uppi er staðið. „Aðspurðir á dánarbeðinu um helstu eftirsjár svara flestir hinu sama. Þeir óska þess að hafa eytt meiri tíma með fjölskyldunni. Að hafa verið til staðar á uppvaxtarárum barna sinna. Það óskar sér enginn þess að hafa eytt fleiri stundum á skrifstofunni. Eða færri stundum með nákomnum. Starfsævin er löng. Barnæskan er stutt. Lykillinn er jafnvægi.“ Þörf áminning.9. Af hverju alltaf bara strákar?Eftir því sem þokast nær jafnrétti á milli kynjanna hér á landi gerast æ háværari þær kröfur um til jafns verði fjallað um íþróttir karla og kvenna. Um það fjallar níundi vinsælasti skoðanapistill ársins í ár. Þar skrifar Hrannar Björn Arnarsson, faðir átta ára knattspyrnustelpu þar sem hann krefst þess að fjölmiðlar fjalli á sama hátt um íþróttamót stráka og stelpna. „Með fjarveru sinni á stúlknamótunum, samhliða vandaðri umfjöllun um drengjamótin, gera Stöð 2 og RÚV sig sek um óþolandi mismunun, bæði gagnvart mótshöldurum og þeim sem vinna að uppbyggingu kvennaknattspyrnu á Íslandi, en ekki síst gagnvart þeim hundruðum ungra stúlkna sem upplifa sig vanvirtar og knattspyrnuiðkun sína minna metna en drengjanna á sama aldri. Með mismunun sinni vega fjölmiðlarnir að sjálfsmynd ungra kvenna sem knattspyrnuiðkenda og vinna beinlínis gegn grasrótarstarfi kvennaknattspyrnunnar,“ skrifar Hrannar.10. Opið bréf til íslenska okraransBirgir Örn Guðjónsson rekur lestina með grein númer á tvö á topplista þessa árs. Í seinni grein sinni skrifar hann harðort bréf til þeirra verslunarmanna sem hann telur að séu að okra á sér. „Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru,“ skrifar Birgir Örn. Tilefnið er fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla um mikinn verðmun á sambærilegum vörum hér á landi og erlendis, íslenskum neytendum í óhag. „Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt,“ skrifar Birgir Örn.
Fréttir ársins 2016 Tengdar fréttir Dómsmál ársins 2016: Annþór og Börkur, manndráp og meiriháttar fíkniefnainnflutningur Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. 13. desember 2016 09:15 Verstu bíóskellir ársins 2016 Ofurhetjumynd í fyrsta sæti. 12. desember 2016 10:00 Dómsmál ársins í viðskiptalífinu árið 2016 Mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. 13. desember 2016 13:45 Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45 Ástareldar sem kviknuðu og slokknuðu á árinu Það er endalaust hægt að velta sér upp úr ástarmálum Hollywood-stjarnanna enda er alltaf eitthvað að frétta í þeim efnum. Meðfylgjandi er samantekt yfir þau ástarsambönd sem vöktu hvað mestu athyglina á árinu, hvort sem um skilnað eða nýtt samband var að ræða. 14. desember 2016 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Dómsmál ársins 2016: Annþór og Börkur, manndráp og meiriháttar fíkniefnainnflutningur Það var nóg um að vera í dómsölum landsins á árinu sem er að líða, bæði í héraðsdómum sem og í Hæstarétti. 13. desember 2016 09:15
Dómsmál ársins í viðskiptalífinu árið 2016 Mál sérstaks saksóknara voru fyrirferðamikil eins og undanfarin ár. 13. desember 2016 13:45
Íslenska bíóárið 2016: Eiðurinn trónir ein á toppnum og langt í næstu myndir Rúmlega tvöfalt fleiri sáu Eiðinn en næst vinsælustu myndina. 9. desember 2016 14:45
Ástareldar sem kviknuðu og slokknuðu á árinu Það er endalaust hægt að velta sér upp úr ástarmálum Hollywood-stjarnanna enda er alltaf eitthvað að frétta í þeim efnum. Meðfylgjandi er samantekt yfir þau ástarsambönd sem vöktu hvað mestu athyglina á árinu, hvort sem um skilnað eða nýtt samband var að ræða. 14. desember 2016 16:00