Jómfrúarræða Nichole: Helsti styrkleiki tvítyngdra barna vanræktur í íslensku skólakerfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2016 13:05 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun. Vísir/Anton Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segist vona að í starfi sínu á Alþingi fái hún tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum Störf þingsins. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi,“ sagði Nichole. Hún sagðist lánsöm að búa á Íslandi „þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti.“Helsti styrkleiki tvítyngdra barna hefur lítið sem ekkert gildi Nichole starfaði sem leikskólastjóri áður en hún tók sæti á Alþingi og segir hún að í menntakerfinu felist tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en þó finnist þar einnig mismunun milli innflytjenda og innfæddra. „Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.“ Ræða Nichole virðist hafa snert marga í þingsalnum, meðal annars segist Björt Ólafsdóttir, flokksystir Nichole, hafa grátið og að mörg hjörtu í salnum hafi tekið kipp.Ræða Nichole í heild sinni:Virðulegur forsetiMér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi.Ég er lánsöm að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sama réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu.Sem leikskólastjóri var það minn heiður að þjóna mörgum fjölskyldum sem voru af erlendu bergi brotnar. Í því starfi upplifði ég að tækifæri allra á Íslandi eru ekki jöfn. Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talað um þörf fyrir „erlent vinnuafl“. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en allt of fáir útlendingar sem fá erlenda menntun sína metna til fulls. Þó að við innflytjendur séum einungis 10% af samfélaginu hér, erum við nóg stór hópur til þess að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins.Í menntun og menntunarkerfi felst tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Þar finnst þó einnig mismunun á milli innflytjenda og innfæddra. Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.Það er mín bjartasta von að í starfi mínu á Alþingi fái ég tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Við þurfum á því að halda og þannig búum við til betra samfélag. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segist vona að í starfi sínu á Alþingi fái hún tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum Störf þingsins. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi,“ sagði Nichole. Hún sagðist lánsöm að búa á Íslandi „þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti.“Helsti styrkleiki tvítyngdra barna hefur lítið sem ekkert gildi Nichole starfaði sem leikskólastjóri áður en hún tók sæti á Alþingi og segir hún að í menntakerfinu felist tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en þó finnist þar einnig mismunun milli innflytjenda og innfæddra. „Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.“ Ræða Nichole virðist hafa snert marga í þingsalnum, meðal annars segist Björt Ólafsdóttir, flokksystir Nichole, hafa grátið og að mörg hjörtu í salnum hafi tekið kipp.Ræða Nichole í heild sinni:Virðulegur forsetiMér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi.Ég er lánsöm að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sama réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu.Sem leikskólastjóri var það minn heiður að þjóna mörgum fjölskyldum sem voru af erlendu bergi brotnar. Í því starfi upplifði ég að tækifæri allra á Íslandi eru ekki jöfn. Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talað um þörf fyrir „erlent vinnuafl“. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en allt of fáir útlendingar sem fá erlenda menntun sína metna til fulls. Þó að við innflytjendur séum einungis 10% af samfélaginu hér, erum við nóg stór hópur til þess að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins.Í menntun og menntunarkerfi felst tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Þar finnst þó einnig mismunun á milli innflytjenda og innfæddra. Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.Það er mín bjartasta von að í starfi mínu á Alþingi fái ég tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Við þurfum á því að halda og þannig búum við til betra samfélag.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira