Íbúar fastir og komast ekki frá Aleppo Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2016 07:00 Íbúar á því sem eftir er af svæðum uppreisnarmanna í borginni reyndu á þriðjudag að komast burt, en vopnahléið var rofið í gærmorgun með nýjum loftárásum. Vísir/EPA Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Stjórnarherinn í Sýrlandi hóf í gær að nýju sprengjuárásir á þau hverfi í Aleppo sem enn voru á valdi uppreisnarmanna. Sprengjunum virðist varpað á hús og götur án þess að skotmörk séu sérstaklega valin. Á þriðjudag hafði verið gert samkomulag, fyrir milligöngu Rússa og Tyrkja, um vopnahlé á meðan almenningur fengi að forða sér úr borginni yfir til annarra svæða í Sýrlandi sem enn eru á valdi uppreisnarmanna, en það vopnahlé var rofið með átökunum í gærmorgun. Rússar saka uppreisnarmenn um að hafa rofið vopnahléið en uppreisnarmenn segja stjórnarherinn hafa rofið það fyrst, að því er fram kemur á fréttavefnum Al Jazeera og fleiri fréttamiðlum. Þá er fullyrt að stjórnarherinn krefjist þess að fá 260 manns afhenta áður en hægt verði að hleypa öðrum út úr hverfunum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja frásagnir Sameinuðu þjóðanna af aftökum án dóms og laga á þriðjudag ekki óvæntar. Voðaverk af því tagi jafngildi stríðsglæpum. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagðist hafa vitneskju um að 82 óbreyttir borgarar hafi verið skotnir niður á staðnum, inni á heimilum sínum eða úti á götu, þar á meðal börn. „Frá upphafi átakanna hafa hersveitir sýrlenskra stjórnvalda, með stuðningi Rússa, ítrekað sýnt fram á fullkomið skeytingarleysi gagnvart alþjóðlegum mannúðarlögum og algjöra lítilsvirðingu gagnvart óbreyttum borgurum,“ segir Lynn Maalouf, yfirmaður rannsókna Amnesty International á svæðisskrifstofu samtakanna í Beirút. „Raunar hafa óbreyttir borgarar verið skotmörk hersveita, bæði í hernaðaraðgerðum og með víðtækri beitingu á geðþóttahandtökum, þvinguðum mannshvörfum ásamt beitingu pyndinga og annarrar illrar meðferðar,“ segir Alouf. „Hætta er á að hersveitir stjórnvalda fremji fleiri grimmdarverk eftir því sem þær færast nær því að ná fullu valdi yfir austurhluta Aleppo. Það veldur miklum ótta hjá þúsundum óbreyttra borgara sem eru fastir í borginni.“ Stjórn Bashars al Assad forseta virðist gera sér vonir um að sigur á uppreisnarmönnum í Aleppo marki upphafið að endalokum borgarastyrjaldarinnar, sem geisað hefur í meira en fjögur ár og kostað hundruð þúsunda lífið. Uppreisnarhópar gegn stjórninni hafa þó enn stór svæði í Sýrlandi á sínu valdi og eru líklegir til að halda áfram skæruhernaði. Íbúar borgarinnar hafa sumir hverjir verið duglegir að segja frá upplifun sinni á samfélagsmiðlum og hafa færslur þeirra vakið athygli á hinum hörmulegu aðstæðum í borginni. „Kæri heimur, það eru heiftarlegar sprengjuárásir núna. Hvers vegna þegið þið?“ spyr Fatemah, enskukennari í Aleppo, á Twitter-aðgangi dóttur sinnar, Bana Alabed. „Óttinn er að drepa mig og börnin mín.“ Bana, sem er sjö ára, hefur skrifað á Twitter síðan í september ásamt móður sinni þar sem þær lýsa lífi fjölskyldunnar í hinni stríðshrjáðu borg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira