Þórólfur: Ofnýting ferðamannaauðlindarinnar verði Íslendingum að falli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. desember 2016 08:31 Nýtt hrun gæti verið í uppsiglingu en auðvelt er að koma í veg fyrir það, segir Þórólfur Matthíasson. vísir/gva Nýtt hrun gæti verið í uppsiglingu ef fram fer sem horfir og því er mikilvægt að líta aftur til sögunnar og rifja upp ófarir fyrri ára þegar Íslendingar fóru fram úr sér á góðæristímum með ofnýtingu auðlinda. Sú dapra sviðsmynd þarf hins vegar ekki að verða aftur að veruleika. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, í pistli sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Þar segir hann að ef haldið verði áfram að ofnýta ferðamannaauðlindina bendi flest til annars efnahagshruns. „Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda,“ segir Þórólfur. „Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finni sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátækifyrirtæki og tölvuleikaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana,“ bætir hann við.Ofsókn alltaf orðið Íslendingum að falli Þórólfur byrjar á að rifja upp góðærið árið 1960 þegar miklar framfarir urðu í veiðum og vinnslu síldar. Þá hafi hafist gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina og gjaldeyrir byrjað að streyma inn til landsins og gengi krónunnar styrkst. „En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu.“ Næsta góðæri hafi komið í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur árið 1972 og 1975 en því fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. „En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi,“ segir Þórólfur. Þessu hafi fylgt lífskjaraskerðing og atvinnuleysi. Þórólfur segir óþarfa að rekja þá sögu þegar útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda hafi hafist árið 2000. „Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli.“Einfaldast að hækka gistinátta- og komugjald Þessi upprifjun sýni okkur það að þessi dapra sviðsmynd geti orðið að veruleika, en að hún þurfi þess ekki. „Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka,“ segir hann. Þórólfur segir einföldustu og nærtækustu aðferðina að hækka komugjöld til landsins, hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. „Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.“Pistil Þórólfs má sjá í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Nýtt hrun gæti verið í uppsiglingu ef fram fer sem horfir og því er mikilvægt að líta aftur til sögunnar og rifja upp ófarir fyrri ára þegar Íslendingar fóru fram úr sér á góðæristímum með ofnýtingu auðlinda. Sú dapra sviðsmynd þarf hins vegar ekki að verða aftur að veruleika. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, í pistli sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. Þar segir hann að ef haldið verði áfram að ofnýta ferðamannaauðlindina bendi flest til annars efnahagshruns. „Þeir sem muna ófarir fyrri ára eru þegar farnir að tala um að nýtt hrun sé í uppsiglingu. Að flugfélögin munu ofnýta ferðamannauðlindina með sama hætti og útgerðin ofnýtti síldina og þorskinn og fjármálavíkingarnir trúgirni erlendra sparifjáreigenda,“ segir Þórólfur. „Að gengi krónunnar muni hækka uns ferðamenn finni sér aðra afþreyingu en að láta okra á sér á Íslandi. Að gengi krónunnar muni hækka uns hátækifyrirtæki og tölvuleikaframleiðendur flytja starfsemi úr landi. Að gengi krónunnar muni þrengja að útflutningsstarfsemi. Að gengi krónunnar verði svo hátt að útflutningsfyrirtækin pakki saman og hverfi til annarra landa eða leggi upp laupana,“ bætir hann við.Ofsókn alltaf orðið Íslendingum að falli Þórólfur byrjar á að rifja upp góðærið árið 1960 þegar miklar framfarir urðu í veiðum og vinnslu síldar. Þá hafi hafist gríðarleg sókn í norsku sumargotssíldina og gjaldeyrir byrjað að streyma inn til landsins og gengi krónunnar styrkst. „En síldarstofninn stóð ekki af sér ofsókn Íslendinga, Norðmanna og Rússa og hrundi árið 1968. Íslensk stjórnvöld brugðust við með tveimur 50 prósenta gengisfellingum og stórfelldum millifærslum og niðurskurði. Raungengi og lífskjör hröpuðu.“ Næsta góðæri hafi komið í kjölfar útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og 200 sjómílur árið 1972 og 1975 en því fylgdi mikil fjárfesting í skuttogurum og hafnarmannvirkjum. „En að því kom að þorskstofninn þoldi ekki ofsóknina og var að hruni kominn upp úr 1982-3. Eftir raungengisris komu timburmennirnir með tilheyrandi lífskjaraskerðingu og atvinnuleysi,“ segir Þórólfur. Þessu hafi fylgt lífskjaraskerðing og atvinnuleysi. Þórólfur segir óþarfa að rekja þá sögu þegar útrás fjármálavíkinganna með stuðningi forsetaembættis og annarra stjórnvalda hafi hafist árið 2000. „Það ferðalag einkenndist af ofrisi krónunnar og harkalegu falli.“Einfaldast að hækka gistinátta- og komugjald Þessi upprifjun sýni okkur það að þessi dapra sviðsmynd geti orðið að veruleika, en að hún þurfi þess ekki. „Ef það á að koma í veg fyrir ofris og fall krónunnar verður að hækka kostnað þeirra fyrirtækja sem stunda ferðamannarányrkju án þess að hækka um leið kostnað allra annarra fyrirtækja. Það er hægt, en ekki með því að láta gengið hækka og hækka,“ segir hann. Þórólfur segir einföldustu og nærtækustu aðferðina að hækka komugjöld til landsins, hækka gistináttagjald og setja virðisaukaskatt á gistiþjónustu og veitingaþjónustu í hærra þrep þess skatts. „Séu þessar aðgerðir útfærðar með réttum hætti ætti að vera möguleiki að reka sjálfbæra ferðaþjónustu og fjölbreytta útflutningsvöruframleiðslu hér á landi án þess að ferðaþjónustan eyðileggi rekstrargrundvöll annarra útflutningsgreina. Sé ekkert að gert er hætt við nýrri sveiflu raungengis og lífskjara.“Pistil Þórólfs má sjá í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira