Framkvæmdastjóri Iceland verslananna í Bretlandi segir nafnið Iceland í raun tilheyra verslunarkeðjunni. Fyrirtækið hafi notað það í 45 ár. Yfirvöld á Íslandi íhuga að krefjast ógildingar á skráningu bresku matvöruverslanakeðjunnar í ríkjum innan Evrópusambandsins.
„Við eigum betri kröfu á nafnið en þeir,“ segir Malcolm Walker, framkvæmdastjóri Iceland við Daily Mail.
„Hvaða von eiga þeir eiginlega? Það versla fimm milljónir manna við okkur í hverri viku og það búa 300 þúsund manns þarna. Þannig að við eigum í raun sterkari kröfu á nafnið en þeir. Nafnið tilheyrir okkur í rauninni.“
Hann segir þetta ekki í fyrsta sinn sem deilur koma upp varðandi nafnið Iceland og setur þetta í samhengi við komandi kosningar og telur að stjórnvöld séu að nota málið til atkvæðaveiða.
Þar að auki bendir hann á að íslenska ríkið hafi átt keðjuna fyrir fjórum árum. Keðjan hefur hins vegar reynt að koma í veg fyrir að íslensk fyrirtæki noti nafnið Iceland við vörusetningu í Bretlandi og Evrópusambandinu.
„Hvaða von eiga þeir eiginlega?“
Samúel Karl Ólason skrifar

Mest lesið

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf



Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent

Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný
Viðskipti innlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent