Innlent

Mikið tjón á hárgreiðslustofu í Egilshöll eftir íkveikju

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rífa þurfti af parket á Manhattan vegna vatnstjónsins.
Rífa þurfti af parket á Manhattan vegna vatnstjónsins.
Víðir Víðisson, einn eigenda hárgreiðslu- og snyrtistofunnar Manhattan í Egilshöll, segir mikið vatnstjón á stofunni eftir íkveikju í höllinni fyrr í kvöld. Eins og Vísir frá var kveikt í inni á almenningssalerni í Egilshöll en við það fór brunavarnarkerfi hallarinnar í gang.

Úðari sprautaði vatni inni á salerninu en við það flæddi vatn inn á hárgreiðslustofuna. Að sögn Víðis þarf að rífa parketið af og setja nýtt og þá þarf að loka þeim hluta stofunnar þar sem snyrtistofan er og nuddherbergi vegna tjónsins.

Þegar Vísir ræddi við Víði í kvöld voru tryggingamenn á staðnum að meta tjónið. Hann sagði aðspurður erfitt að meta það en telur mögulega hlaupa á milljónum.

Lögreglan segir að íkveikjan sé í rannsókn en ekki er búið að handtaka neinn grunaðan um hana.

Uppfært: Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar var sagt að loka þyrfti hárgreiðslustofunni í næstu viku vegna lagningar á nýju gólfefni. Það er ekki rétt og hefur nú verið lagfært.

Eigandi Manhattan segir tjónið mikið.

Tengdar fréttir

Íkveikja í Egilshöll

Slökkviliðið var kallað út að Egilshöll í Grafarvogi núna á sjöunda tímanum í kvöld vegna íkveikju inni á baði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×