Hvað ef og hefði Magnús Guðmundsson skrifar 10. nóvember 2016 11:00 Bækur Þættir af séra Þórarinum og fleirum Þórarinn Eldjárn Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 147 bls. Kápa: Sigurður Oddsson Prentun: Oddi Þættir af séra Þórarinum og fleirum, eftir Þórarin Eldjárn, er áttunda smásagnasafn höfundar. Yfirlætislausar smásögur, eða öllu heldur þættir, sem láta lítið yfir sér og sækja sögusvið sitt í hversdaginn sem er auðvitað borinn uppi af venjulegu fólki, við venjulegar aðstæður en á stundum eilítið á skjön við veruleikann. Tekst á við þennan alltumlykjandi hversdag í lífi okkar sem okkur er helst gerlegt að brjótast undan með ímyndunaraflið að vopni. Enda geta hugrenningar, hugmyndir og ímyndunarafl reynst allt eins mikilvægar ef ekki mikilvægari en eiginleg framvinda eða atburðir í þáttum Þórarins. Persónur þáttanna láta sig dreyma, rifja upp liðna tíð, velta vöngum yfir framtíðinni og óttast jafnvel það sem hún ber í skauti sér þegar verst lætur. Upphafssetning fyrstu sögunnar, Hans heilagleiki, gefur tóninn: „Þegar Hans vaknaði morgun einn draumstola í rúmi sínu fann hann undireins að eitthvað mikið og merkilegt hafði gerst með hann um nóttina.“ (Bls. 7) Persónan Hans heldur draumstola til móts við nýjan dag sem heilagur maður og lifir þann draum sem eflaust hefur blundað með honum lengi. Og er það ekki einmitt það sem við þráum og óttumst í senn; að lifa drauminn og upplifa martröðina? Þessi draumsins þrá og hugsunin um hvað ef og hefði er rauði þráðurinn í þessum þáttum Þórarins. Flestar eru sögurnar einfaldar í byggingu og yfirlætislausar en þær leyna á sér. Þegar maður skoðar þær í samhengi og heild öðlast þær aukið vægi og vídd og því rétt að hvetja lesendur til þess að gefa sér góðan tíma. Meiri tíma en sögurnar kalla á við fyrsta lestur. Listin að segja sögur af misvenjulegu fólki í óvenjulegum aðstæðum er Þórarni líka hugleikin. Skáldið skilgreinir líka verk sitt inn í þessa íslensku hefð þáttanna fremur en að vísa til smásögunnar og hann virðist jafnvel vera heillaður af þessum sagnabrunni. Ákveðna vísbendingu þess efnis er til að mynda að finna í Músin sem æðir, ákaflega einfaldri en skemmtilegri frásögn og hugrenningum aðalpersónunnar úr biðröðinni í Elko. „Þetta lagaðist auðvitað mikið þegar ég söðlaði um og yfirgaf listferilinn, sótti um myndmenntakennsluna á Ýsufirði og settist þar að. Þá kynntist ég fyrst ýmsum ættingjum mínum föðurmegin, fékk þannig beinan aðgang að talsverðum sagnasjóði af einkennilegum mönnum á þeim slóðum og gat með nokkrum rétti sagt eftir það að ég ætti mér þrátt fyrir allt mína purpurakápu.“ (Bls. 92) Yfirvegaður lestur gefur líka lesandanum tækifæri til þess að njóta til fulls hvernig íslenskan leikur í höndum Þórarins. Stíllinn er afdráttarlaus og laus við allar óþarfar krúsidúllur, hrein og bein frásögn af fólki, minningum þess, væntingum og draumum. Fyrir vikið verða aukapersónur þáttanna kannski helst til litlausar og óeftirminnilegar en það má líka líta svo á sem það sé með vilja gert að halda kjarna hverrar aðalpersónu í skörpum fókus út í gegnum hvern og einn þátt. Helsti vandi verksins í heild sinni er að þættirnir eru helst til misjafnir að styrkleika. Í þremur, þó einkum tveimur, síðustu þáttunum er eins og reikað sé af spori heildarmyndarinnar. Persóna skáldsins virðist dragast inn í þættina með þeim afleiðingum að þessi almenni og hversdagslegi tónn rjátlast aðeins af heildarmyndinni og er það miður. Þátturinn Ólán klárað, er líkast til skýrasta dæmið um þetta, enda efni og efnistök í hrópandi ósamræmi við það sem tekist er á við í öðrum þáttum bókarinnar. Hið sama má segja um lokaþátt bókarinnar, Ósagt best, sem þrátt fyrir að vera tilfinningarík og sterk frásögn á einhvern veginn ekki alveg heima þarna á meðal þessara léttari þátta. Frásagnargleði og færni Þórarins nýtur sín nefnilega best þegar hann tekur sér stöðu sögumannsins í fermingarveislunni eða við kaffiborðið fjarri því lífi sem sagt er frá. Frásögn hans og stíll nýtur sín best í knöppum einfaldleika í sögum á borð við Jónatan, um miðbik þáttanna. „Þannig var því háttað með Jónatan Vilhelmsson að hann var árangursheftur eða árangursblindur, naut aldrei neins sem áunnist hafði. Ekkert dugði honum alveg og aldrei gat honum fundist neitt vera nema rétt í áttina.“ (Bls. 45) Einmitt þarna, í hugmyndum og nálgun á borð við þá sem hér er vísað til, finnur lesandi líka ólgandi en í senn lúmskan og hlýlegan húmorinn. Þessa sagnagleði og leiftrandi húmor sem einkennir svo margt af því besta sem er að finna í höfundarverki Þórarins.Niðurstaða: Skemmtilegir, en helst til missterkir, þættir Þórarins reynast góð lesning. Bókmenntir Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Þættir af séra Þórarinum og fleirum Þórarinn Eldjárn Útgefandi: Vaka-Helgafell Fjöldi síðna: 147 bls. Kápa: Sigurður Oddsson Prentun: Oddi Þættir af séra Þórarinum og fleirum, eftir Þórarin Eldjárn, er áttunda smásagnasafn höfundar. Yfirlætislausar smásögur, eða öllu heldur þættir, sem láta lítið yfir sér og sækja sögusvið sitt í hversdaginn sem er auðvitað borinn uppi af venjulegu fólki, við venjulegar aðstæður en á stundum eilítið á skjön við veruleikann. Tekst á við þennan alltumlykjandi hversdag í lífi okkar sem okkur er helst gerlegt að brjótast undan með ímyndunaraflið að vopni. Enda geta hugrenningar, hugmyndir og ímyndunarafl reynst allt eins mikilvægar ef ekki mikilvægari en eiginleg framvinda eða atburðir í þáttum Þórarins. Persónur þáttanna láta sig dreyma, rifja upp liðna tíð, velta vöngum yfir framtíðinni og óttast jafnvel það sem hún ber í skauti sér þegar verst lætur. Upphafssetning fyrstu sögunnar, Hans heilagleiki, gefur tóninn: „Þegar Hans vaknaði morgun einn draumstola í rúmi sínu fann hann undireins að eitthvað mikið og merkilegt hafði gerst með hann um nóttina.“ (Bls. 7) Persónan Hans heldur draumstola til móts við nýjan dag sem heilagur maður og lifir þann draum sem eflaust hefur blundað með honum lengi. Og er það ekki einmitt það sem við þráum og óttumst í senn; að lifa drauminn og upplifa martröðina? Þessi draumsins þrá og hugsunin um hvað ef og hefði er rauði þráðurinn í þessum þáttum Þórarins. Flestar eru sögurnar einfaldar í byggingu og yfirlætislausar en þær leyna á sér. Þegar maður skoðar þær í samhengi og heild öðlast þær aukið vægi og vídd og því rétt að hvetja lesendur til þess að gefa sér góðan tíma. Meiri tíma en sögurnar kalla á við fyrsta lestur. Listin að segja sögur af misvenjulegu fólki í óvenjulegum aðstæðum er Þórarni líka hugleikin. Skáldið skilgreinir líka verk sitt inn í þessa íslensku hefð þáttanna fremur en að vísa til smásögunnar og hann virðist jafnvel vera heillaður af þessum sagnabrunni. Ákveðna vísbendingu þess efnis er til að mynda að finna í Músin sem æðir, ákaflega einfaldri en skemmtilegri frásögn og hugrenningum aðalpersónunnar úr biðröðinni í Elko. „Þetta lagaðist auðvitað mikið þegar ég söðlaði um og yfirgaf listferilinn, sótti um myndmenntakennsluna á Ýsufirði og settist þar að. Þá kynntist ég fyrst ýmsum ættingjum mínum föðurmegin, fékk þannig beinan aðgang að talsverðum sagnasjóði af einkennilegum mönnum á þeim slóðum og gat með nokkrum rétti sagt eftir það að ég ætti mér þrátt fyrir allt mína purpurakápu.“ (Bls. 92) Yfirvegaður lestur gefur líka lesandanum tækifæri til þess að njóta til fulls hvernig íslenskan leikur í höndum Þórarins. Stíllinn er afdráttarlaus og laus við allar óþarfar krúsidúllur, hrein og bein frásögn af fólki, minningum þess, væntingum og draumum. Fyrir vikið verða aukapersónur þáttanna kannski helst til litlausar og óeftirminnilegar en það má líka líta svo á sem það sé með vilja gert að halda kjarna hverrar aðalpersónu í skörpum fókus út í gegnum hvern og einn þátt. Helsti vandi verksins í heild sinni er að þættirnir eru helst til misjafnir að styrkleika. Í þremur, þó einkum tveimur, síðustu þáttunum er eins og reikað sé af spori heildarmyndarinnar. Persóna skáldsins virðist dragast inn í þættina með þeim afleiðingum að þessi almenni og hversdagslegi tónn rjátlast aðeins af heildarmyndinni og er það miður. Þátturinn Ólán klárað, er líkast til skýrasta dæmið um þetta, enda efni og efnistök í hrópandi ósamræmi við það sem tekist er á við í öðrum þáttum bókarinnar. Hið sama má segja um lokaþátt bókarinnar, Ósagt best, sem þrátt fyrir að vera tilfinningarík og sterk frásögn á einhvern veginn ekki alveg heima þarna á meðal þessara léttari þátta. Frásagnargleði og færni Þórarins nýtur sín nefnilega best þegar hann tekur sér stöðu sögumannsins í fermingarveislunni eða við kaffiborðið fjarri því lífi sem sagt er frá. Frásögn hans og stíll nýtur sín best í knöppum einfaldleika í sögum á borð við Jónatan, um miðbik þáttanna. „Þannig var því háttað með Jónatan Vilhelmsson að hann var árangursheftur eða árangursblindur, naut aldrei neins sem áunnist hafði. Ekkert dugði honum alveg og aldrei gat honum fundist neitt vera nema rétt í áttina.“ (Bls. 45) Einmitt þarna, í hugmyndum og nálgun á borð við þá sem hér er vísað til, finnur lesandi líka ólgandi en í senn lúmskan og hlýlegan húmorinn. Þessa sagnagleði og leiftrandi húmor sem einkennir svo margt af því besta sem er að finna í höfundarverki Þórarins.Niðurstaða: Skemmtilegir, en helst til missterkir, þættir Þórarins reynast góð lesning.
Bókmenntir Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira