Hanning reiknar með brotthvarfi Dags Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 11:30 Vísir/Getty Sem kunnugt er íhugar Dagur Sigurðsson nú að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari þýska liðsins næsta sumar. Dagur tók við starfinu fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan þá tekist að gera Þýskaland að Evrópumeistara og bronsliði Ólympíuleikanna í sumar. Dagur er samningsbundinn Þjóðverjum til 2020 en á þann möguleika að stíga frá borði í lok júní í sumar. Ljóst er að hann mun stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi í janúar en svo gæti farið að það verði hans síðasta stórmót með Þýskalandi. Sjá einnig: „Ekkert stress þó Dagur hætti“ Bob Hanning er varaforseti þýska handknattleikssambandsins og maðurinn sem réði Dag til Füchse Berlin fyrir sjö árum síðan. Saman náðu þeir frábærum árangri með Berlínarrefina og velgengni Dags hefur svo haldið áfram með þýska landsliðinu.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/GettyHanning tjáði sig um stöðu Dags í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina Sport 1 í gær og sagði að það væri enn allt óákveðið og allir möguleikar opnir teldi hann líklegra að Dagur myndi hætta. „Ég hef það á tilfinningunni að Dagur sé mjög langt kominn með að taka ákvörðun um að gera grundvallarbreytingu á sínu lífi,“ sagði Hanning. Sjá einnig: Brand: Þýðir ekkert að gráta Dag Hann segir að Dagur hafi í ýmsa möguleika í huga. „Hann íhugar að flytja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða feta allt aðra slóð - eitthvað ótengt handbolta,“ sagði hann. „Þegar kemur að lífsskipulagi Dags þá hef ég ekkert um málið að segja. Ég á engan möguleika. Og Japan snýst á engan hátt um peninga.“Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.Vísir/GettyHanning vísaði til þess að Dagur hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Japan, þar sem hann starfaði sem spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003, en Japan verður gestgjafi á Ólympíuleikunum árið 2020. Sjá einnig: Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Sjálfur hefur Dagur staðfest að hann sé kominn með tilboð sem hann sé að skoða og muni nota næstu vikur til þess. En Yuji Harano, framkvæmdastjóri handknattleikssamands Japans, sagði við DPA-fréttaveituna í Þýskalandi í vikunni að þar á bæ könnuðust menn ekki við mögulega ráðningu Dags í landsliðsþjálfarastarfið. Handbolti Tengdar fréttir „Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00 Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00 Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45 Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Sem kunnugt er íhugar Dagur Sigurðsson nú að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við þýska handknattleikssambandið og hætta sem þjálfari þýska liðsins næsta sumar. Dagur tók við starfinu fyrir tveimur árum síðan og hefur síðan þá tekist að gera Þýskaland að Evrópumeistara og bronsliði Ólympíuleikanna í sumar. Dagur er samningsbundinn Þjóðverjum til 2020 en á þann möguleika að stíga frá borði í lok júní í sumar. Ljóst er að hann mun stýra Þýskalandi á HM í Frakklandi í janúar en svo gæti farið að það verði hans síðasta stórmót með Þýskalandi. Sjá einnig: „Ekkert stress þó Dagur hætti“ Bob Hanning er varaforseti þýska handknattleikssambandsins og maðurinn sem réði Dag til Füchse Berlin fyrir sjö árum síðan. Saman náðu þeir frábærum árangri með Berlínarrefina og velgengni Dags hefur svo haldið áfram með þýska landsliðinu.Dagur Sigurðsson og Bob Hanning.Vísir/GettyHanning tjáði sig um stöðu Dags í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina Sport 1 í gær og sagði að það væri enn allt óákveðið og allir möguleikar opnir teldi hann líklegra að Dagur myndi hætta. „Ég hef það á tilfinningunni að Dagur sé mjög langt kominn með að taka ákvörðun um að gera grundvallarbreytingu á sínu lífi,“ sagði Hanning. Sjá einnig: Brand: Þýðir ekkert að gráta Dag Hann segir að Dagur hafi í ýmsa möguleika í huga. „Hann íhugar að flytja, eyða meiri tíma með fjölskyldunni eða feta allt aðra slóð - eitthvað ótengt handbolta,“ sagði hann. „Þegar kemur að lífsskipulagi Dags þá hef ég ekkert um málið að segja. Ég á engan möguleika. Og Japan snýst á engan hátt um peninga.“Dagur Sigurðsson er enn landsliðsþjálfari Þýskalands og stýrir liðinu á HM í Frakklandi.Vísir/GettyHanning vísaði til þess að Dagur hefur helst verið orðaður við stöðu landsliðsþjálfara Japan, þar sem hann starfaði sem spilandi þjálfari hjá Wakunaga Hiroshima frá 2000 til 2003, en Japan verður gestgjafi á Ólympíuleikunum árið 2020. Sjá einnig: Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Sjálfur hefur Dagur staðfest að hann sé kominn með tilboð sem hann sé að skoða og muni nota næstu vikur til þess. En Yuji Harano, framkvæmdastjóri handknattleikssamands Japans, sagði við DPA-fréttaveituna í Þýskalandi í vikunni að þar á bæ könnuðust menn ekki við mögulega ráðningu Dags í landsliðsþjálfarastarfið.
Handbolti Tengdar fréttir „Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00 Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00 Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45 Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30 Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
„Ekkert stress þó að Dagur hætti“ Þjóðverjar vonast til að halda Degi Sigurðssyni en lífið heldur áfram þó að Íslendingurinn hætti með landsliðið. 9. nóvember 2016 13:00
Engar upplýsingar frá Japan um stöðu Dags Handknattleikssamband Japans segist ekki kannast við sögusagnir þess efnis að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari Japana. 9. nóvember 2016 11:00
Kiel vill ekki missa Alfreð til landsliðsins Ekki kemur til greina að Alfreð Gíslason taki við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. 9. nóvember 2016 17:45
Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari Guðmundur Guðmundsson hættir með danska landsliðið næsta sumar en starfið hjá Þýskalandi gæti verið að losna. 10. nóvember 2016 10:30
Segja Dag taka við japanska landsliðinu Flytur heim til Íslands vegna fjölskylduaðstæðna og flýgur á milli. 8. nóvember 2016 08:00