Innlent

Ræninginn í Ólafsvík enn í haldi lögreglu

Vísir/Pjetur
Karlmaðurinn, sem framdi vopnað rán í apótekinu í Ólafsvík laust fyrir klukkan sex í gærkvöldi, er enn í haldi lögreglu ásamt konu, sem var í fylgd með honum þegar bíll hans var stöðvaður tveimur klukkustundum síðar á Snæfellsnesvegi, skammt frá Haffjarðará.

Hann ógnaði starfsfólki apóteksins með hnífi og komst undan með talsvert af lyfjum. Hann ók af vettvangi og var lögregla frá Akranesi send á móti honum og stöðvaði hann á fyrrnefndum stað.

Starfsfólki apóteksins var illa brugðið og var boðið áfallahjálp, en engan sakaði. Óstaðfestar fregnir herma að ræninginn sé af erlendu bergi brotinn en að fylgdarkonan sé íslensk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×