Styttist í að Geir Haarde og Obama verði nágrannar í Washington DC Þorgeir Helgason skrifar 10. nóvember 2016 08:00 Stutt er á milli húsa Geirs og Obama. Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira