Styttist í að Geir Haarde og Obama verði nágrannar í Washington DC Þorgeir Helgason skrifar 10. nóvember 2016 08:00 Stutt er á milli húsa Geirs og Obama. Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Barack Obama og fjölskylda munu yfirgefa Hvíta húsið í byrjun næsta árs og flytja inn í Kalorama-hverfið í Washington. Í þar næsta húsi frá fyrirhuguðu heimili Obama-fjölskyldunnar býr Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Undirbúningur að flutningi Obama fjölskyldunnar er í fullum gangi og hafa íbúar Kalorama-hverfisins verið boðaðir á fund með bandarísku leyniþjónustunni en hún mun gæta öryggis hans og fjölskyldu hans eftir að hann lætur af embætti.Geir H. Haarde og kona hans Inga Jóna Þórðardóttir hafa, enn sem komið er, ekki verið boðuð á fund leyniþjónustunnar. Erlingur Erlingsson, sendiráðunautur íslenska sendiráðsins í Washington, segist litlar fregnir hafa fengið af flutningi Obama-fjölskyldunnar. „Eina sem liggur fyrir er að allt eftirlit mun aukast í hverfinu sem verður aðeins til þess að auka öryggi íbúanna,“ segir Erlingur. Kalorama-hverfið í Washington er eitt dýrasta hverfi borgarinnar en þar er að finna heimili margra sendiherra. Í næsta húsi við Geir og Ingu Jónu er sendiráðsbústaður Sýrlands. Húsnæðið hefur hins vegar staðið autt í nokkur ár vegna þess að ekki er lengur stjórnmálasamband milli Sýrlands og Bandaríkjanna.Geir Haarde.Framtíðarleigusali forsetafjölskyldunnar er Joe Lockhart, en hann starfaði sem upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í forsetatíð Bills Clinton. Húsið sem er um 760 fermetrar var byggt árið 1928 og er útbúið átta baðherbergjum og níu svefnherbergjum. Íslenski sendiráðsbústaðurinn er örlítið minni en framtíðarheimili Obama-fjölskyldunnar en Geir og Inga Jóna hafa það fram yfir Obama og Michelle að sundlaug fylgir sendiráðsbústaðnum. Barack Obama verður sjötti forseti Bandaríkjanna til þess að búa í hverfinu en hann hyggst búa þar ásamt fjölskyldu sinni þar til Sasha, yngri dóttir hans, lýkur gagnfræðaskóla.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira