Innlent

Mögulegt að banna plastpoka

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hjálmar Sveinsson
Hjálmar Sveinsson vísir/stefán
Mögulegt er að tekin verði ákvörðun um að banna sölu plastpoka í stórmörkuðum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Ráðið tók í gær fyrir slíka áskorun sem barst frá vefnum Betri Reykjavík. Hugmyndin var sú sem hlaut flest atkvæði í aprílmánuði 2015. Hjálmar segir ráðið hafa tekið vel í hugmyndina en í umsögn sinni bent á að nú þegar sé verið að vinna eftir áætlun um plastnotkun.

„Hvort það muni leiða til þess að það verði tekin ákvörðun um að banna plastpoka er alveg mögulegt,“ segir Hjálmar. Hann segir þó að það sé ekki víst enda sé þeirri vinnu ekki lokið. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×