Panamaskjölin: Ekkert verið rannsakað vegna Mossack Fonseca Birta Svavarsdóttir skrifar 15. ágúst 2016 20:08 Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Ernir Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir héraðssaksóknara ekki hafa hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum. Þetta kemur fram í svari Ólafar við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, um rannsókn á aflandsfélögum.Fyrirspurn Birgittu hljóðar svo:1. Hefur verið stofnað til rannsóknar, af hálfu íslenskra yfirvalda, þ.e. lögreglu eða skattyfirvalda, á uppruna fjár í aflandsfélögum? Ef svo er, hefur verið leitað liðsinnis erlendra eða alþjóðlegra aðila á borð við Europol og Interpol við slíka rannsókn? 2. Telur ráðherra ástæðu til að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til slíkrar rannsóknar Segir í svari Ólafar að ráðuneytið hafi óskað eftir umsögn héraðssaksóknara, sem hafi tekið við öllum ókláruðum málum frá embætti sérstaks saksóknara þegar embættið var lagt niður 31. desember 2015. Í nokkrum þeirra mála, svokölluðum hrunmálum, hafa aflandsfélög komið við sögu og þar með talið uppruni fjár í félögum. Í þeim málum hafi sérstakur saksóknari notast við aðstoð Europol í nokkrum tilfellum, en ekki hafi verið óskað eftir aðstoð Interpol. „Varðandi svokölluð Panamaskjöl og umræðu um aflandsfélög tengd gagnaleika frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama, skal áréttað að héraðssaksóknari hefur ekki hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum.“ Innanríkisráðherra segist að lokum ekki hafa upplýsingar um það hvort önnur stjórnvöld utan innanríkisráðuneytis, til dæmis skattyfirvöld, hafi stofnað til rannsóknar varðandi uppruna fjár í aflandsfélögum. Ennfremur segir ráðherra mikilvægt að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til rannsóknar, ef rökstuddur grunur er til þess að ætla að brot hafi verið framin.Hér má sjá svar innanríkisráðherra í heild sinni. Tengdar fréttir Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir héraðssaksóknara ekki hafa hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum. Þetta kemur fram í svari Ólafar við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, um rannsókn á aflandsfélögum.Fyrirspurn Birgittu hljóðar svo:1. Hefur verið stofnað til rannsóknar, af hálfu íslenskra yfirvalda, þ.e. lögreglu eða skattyfirvalda, á uppruna fjár í aflandsfélögum? Ef svo er, hefur verið leitað liðsinnis erlendra eða alþjóðlegra aðila á borð við Europol og Interpol við slíka rannsókn? 2. Telur ráðherra ástæðu til að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til slíkrar rannsóknar Segir í svari Ólafar að ráðuneytið hafi óskað eftir umsögn héraðssaksóknara, sem hafi tekið við öllum ókláruðum málum frá embætti sérstaks saksóknara þegar embættið var lagt niður 31. desember 2015. Í nokkrum þeirra mála, svokölluðum hrunmálum, hafa aflandsfélög komið við sögu og þar með talið uppruni fjár í félögum. Í þeim málum hafi sérstakur saksóknari notast við aðstoð Europol í nokkrum tilfellum, en ekki hafi verið óskað eftir aðstoð Interpol. „Varðandi svokölluð Panamaskjöl og umræðu um aflandsfélög tengd gagnaleika frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca í Panama, skal áréttað að héraðssaksóknari hefur ekki hafið almenna rannsókn á uppruna fjár í aflandsfélögum.“ Innanríkisráðherra segist að lokum ekki hafa upplýsingar um það hvort önnur stjórnvöld utan innanríkisráðuneytis, til dæmis skattyfirvöld, hafi stofnað til rannsóknar varðandi uppruna fjár í aflandsfélögum. Ennfremur segir ráðherra mikilvægt að veita viðeigandi yfirvöldum fullnægjandi fjármagn til rannsóknar, ef rökstuddur grunur er til þess að ætla að brot hafi verið framin.Hér má sjá svar innanríkisráðherra í heild sinni.
Tengdar fréttir Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30