Sex milljarðar tákna á hverjum degi Birta Björnsdóttir skrifar 14. mars 2016 20:03 Myndletur, eða emoji, eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað okkur að tjá gleði og sorg, ást og hatur og komið því til kynna á einfaldan þátt hvað við erum hissa, kjánaleg, vongóð eða hugsi. Þá eru ótaldir þeir óteljandi möguleikar til að skreyta mál okkar. Rakel Tómasdóttir, hönnuður hjá Glamour á Íslandi, skrifaði lokaritgerð sína við Listaháskóla Íslands um emojis sem samskiptaleið. „Það er mikið í gangi núna og þess vegna fannst mér spennandi að fjalla um það," segir Rakel. „Þetta er eitthvað sem allir nota og tengja við og ég er búin að eiga mjög skemmtileg samtöl við alls konar fólk um emojis. Þetta bætir við upplýsingum um það sem maður er að segja og segir einnig mikið um það sem manni finnst um það sem verið er að skrifa."Emoji er japanskt hugtak sem þýðir myndtákn. Upphafsmaður þess er Shigetaka Kurita, starfsmaður hjá japönsku margmiðlunarfyrirtæki sem í lok 10. áratugarins leitaði nýrra leiða til að aðgreina sig frá samkeppnisaðilum. Sem fyrr segir er myndletrið mikið notað og talið er að um 6 milljarðar emoji tákna berist manna á milli daglega. Ein besta staðfestingin á því er sú staðreynd að í árlegu vali Oxford-orðabókarinnar á orði ársins var tákn fyrir valinu, gulur kall sem tárfellir úr hlátri. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig þetta er að þróast, það er þessi myndræna leið sem notum í auknu mæli til að eiga í samskiptum og tjá alls konar hluti. SnapChat er gott dæmi um slíkt, þegar fólk sýnir með svipbrigðum hvað það vill segja og samskiptin byggja á því. Þessi myndræna leið til að eiga í samskiptum er eitthvað sem mun klárlega halda áfram,“ segir Rakel. Á meðfylgjandi myndskeiði má svo sjá hvaða emojis eru í mestu uppáhaldi hjá Rakel. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Myndletur, eða emoji, eru orðin órjúfanlegur hluti rafrænna samskipta. Táknin geta hjálpað okkur að tjá gleði og sorg, ást og hatur og komið því til kynna á einfaldan þátt hvað við erum hissa, kjánaleg, vongóð eða hugsi. Þá eru ótaldir þeir óteljandi möguleikar til að skreyta mál okkar. Rakel Tómasdóttir, hönnuður hjá Glamour á Íslandi, skrifaði lokaritgerð sína við Listaháskóla Íslands um emojis sem samskiptaleið. „Það er mikið í gangi núna og þess vegna fannst mér spennandi að fjalla um það," segir Rakel. „Þetta er eitthvað sem allir nota og tengja við og ég er búin að eiga mjög skemmtileg samtöl við alls konar fólk um emojis. Þetta bætir við upplýsingum um það sem maður er að segja og segir einnig mikið um það sem manni finnst um það sem verið er að skrifa."Emoji er japanskt hugtak sem þýðir myndtákn. Upphafsmaður þess er Shigetaka Kurita, starfsmaður hjá japönsku margmiðlunarfyrirtæki sem í lok 10. áratugarins leitaði nýrra leiða til að aðgreina sig frá samkeppnisaðilum. Sem fyrr segir er myndletrið mikið notað og talið er að um 6 milljarðar emoji tákna berist manna á milli daglega. Ein besta staðfestingin á því er sú staðreynd að í árlegu vali Oxford-orðabókarinnar á orði ársins var tákn fyrir valinu, gulur kall sem tárfellir úr hlátri. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig þetta er að þróast, það er þessi myndræna leið sem notum í auknu mæli til að eiga í samskiptum og tjá alls konar hluti. SnapChat er gott dæmi um slíkt, þegar fólk sýnir með svipbrigðum hvað það vill segja og samskiptin byggja á því. Þessi myndræna leið til að eiga í samskiptum er eitthvað sem mun klárlega halda áfram,“ segir Rakel. Á meðfylgjandi myndskeiði má svo sjá hvaða emojis eru í mestu uppáhaldi hjá Rakel.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira