Viðskipti innlent

Hrávöruverð lækkar en páskaegg hækka í verði

Bjarki Ármannsson skrifar
Páskaegg hafa hækkað í verði milli ára í öllum þeim verslunum sem verðkönnun (ASÍ) tók til, nema í Víði.
Páskaegg hafa hækkað í verði milli ára í öllum þeim verslunum sem verðkönnun (ASÍ) tók til, nema í Víði. Vísir/Stefán
Páskaegg hafa hækkað í verði milli ára í öllum þeim verslunum sem verðkönnun Alþýðusambandsins (ASÍ) tók til, nema í Víði.

Verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi könnunina þann 9. mars síðastliðinn. Egg frá öllum framleiðendum, Nóa, Freyju og Góu, hafa hækkað mikið í verði í öllum öðrum verslunum en Víði. Þar hafa eggin lækkað í verði.

Mesta hækkunin er á Freyju páskaeggi í stærð númer tvö, sem hækkað hefur um 21 prósent í verði hjá Bónus og Krónunni.

Í tilkynningu frá ASÍ segir að verslunin í landinu verði að svara því hvers vegna páskaegg séu að hækka í virði á meðan íslenska krónan er að styrkjast og töluverð lækkun er á heimsmarkaðsverði á sykri og kakóbaunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×