Flokkur femínista frá Fróni leggur Manhattan undir sig Jakob Bjarnar skrifar 14. mars 2016 12:50 Þeim einu sem datt í hug að hafa maka með í för voru tveir karlar af þremur í 25 manna sendinefnd. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fer fyrir fríðum flokki kvenréttindafólks sem sækir 60. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í dag og stendur til 18. mars. Alls eru 25 fulltrúar frá Íslandi, þar af tveir makar og vekur athygli að þeir eru á vegum tveggja karlmanna af þremur sem eru í hópnum: Þeirra Matthíasar Imsland, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns.Íslendingar fjalla um ofbeldi Í fréttaskeyti frá ráðuneytinu segir að „valdefling kvenna sé mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar“ og er leiðarstef fundarins. Og óhætt er að segja að Íslendingar ætli að láta til sín taka í New York því þann 17. mars stendur Ísland fyrir viðburði á kvennanefndarfundinum. Sá viðburður er undir yfirskriftinni „Keep the Window Open“, svo enn sé vitnað til tilkynningar ráðuneytisins og fjallar um verkefni sem íslensk stjórnvöld hafa sett í forgang til að sporna við ofbeldi í samfélaginu. Þátttakendur verða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu ásamt Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðingi hjá embættinu, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og aðgerðasinni sem og verður fulltrúi Stígamóta.Femínistar áberandi í hópnum Þó karlpeningurinn veki athygli fyrir það að vilja hafa með sér maka á ráðstefnuna þá eru það einkum einstaklingar sem hafa látið til sín taka í kvenréttindabaráttunni og á vettvangi femínisma sem einkenna hópinn, svo sem Sóley Tómasdóttir sem fer sem forseti borgarstjórnar, móðir hennar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta, Kartín Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Dagný Ósk Aradóttir, svo einhverjar séu nefndar, en þær eru á vegum Kvenréttindafélags Íslands. Listi þátttakenda er hér neðar en ráðherra ákvað að veita samtals tvær milljónir króna í styrki til að styðja við þátttöku frjálsra félagasamtaka og einnig frummælenda sem taka þátt í fundinum.Maki Matthíasar spenntur fyrir dagskránni Vísir náði tali af Matthíasi Imsland, aðstoðarmanni ráðherra og hann segir mikla eftirvæntingu ríkjandi í hópnum. Hópurinn var að hittast allur fyrsta sinni núna og eru allir komnir með þétt fundaplan. Til standi að láta til sín taka á fundinum en það er svo að Ísland er ákaflega virt á heimsvísu í þessum málaflokki og hafi alltaf verið áberandi á þessum fundum. Mattías sagðist aðspurður ekki vita hvers vegna það væru aðeins hann og Þorsteinn sem væru með sína maka með. „Mínum maka þótti dagskráin spennandi og þar af leiðandi ákvað hún að fara, en greiðir fyrir kostnað sjálf.“En, getur það þá verið svo að mökum hinna fulltrúa Íslands, körlunum þeim, hafi ekkert litist á dagskrána?„Nú get ég ekki svarað, kannski hef ég verið svona spenntur heima, að segja frá hversu skemmtilegt þetta yrði. Þetta er mjög spennandi. Og mjög áhugavert.“ Matthías þorði ekki að fara með það hver heildarkostnaður ráðuneytisins yrði vegna ráðstefnunnar en líta verði til þess að félagasamtök borga fyrir sína fulltrúa sjálf.Kostnaður ráðuneytisins eru tvær milljónir króna Uppfært 16:00 Vísir sendi fyrirspurn til Margrétar Erlendsdóttur upplýsingafulltrúa Velferðisráðuneytisins um kostnað þess vegna ferðarinnar á fund Kvennanefndar SÞ í New York. Í svari kemur fram að ráðuneytið stendur straum af kostnaði vegna ferðar Eyglóar Harðardóttur ráðherra, Önnu Lilju Gunnarsdóttur ráðuneytisstjóra, Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur sérfræðings, Inga Vals Jóhannssonar sérfræðings og Matthíasar Imsland aðstoðarmanns sem sækja Kvennanefndarfund SÞ frá Íslandi. „Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa nemur um 2,0 milljónum króna en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en ferðareikningar hafa borist ráðuneytinu. Á vef velferðarráðuneytisins má finna upplýsingar um kostnað vegna ferða ráðherra á fyrri kvennanefndarfundi. Hér má jafnframt finna svar við fyrirspurn um ferðakostnað ráðherra og starfsmanna frá 144. löggjafarþing 2014–2015.“Þátttakendur Eygló Harðardóttir VEL Ráðherra Anna Lilja Gunnarsdóttir VEL Ráðuneytisstjóri Rósa G. Erlingsdóttir VEL Sérfræðingur Ingi Valur Jóhannsson VEL Senior Adviser Matthías Páll Imsland Aðstm.ráðh. Sóley Ragnarsdóttir maki MPI Gréta Gunnarsdóttir UTN Sendiherra mannréttindamála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Political Adviser Ministry of the Interior Guðrún Ögmundsdóttir Sérfræðingur á skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga Ministry of the Interior Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Alþ.maður María J. Hauksdóttir maki ÞS Hafdís Karlsdóttir Soroptimist Int., Icel. Sóley Tómasdóttir Ráðhús RvkForseti borg.stjr. Dagný Ósk Aradóttir Pind Kvenréttindafélag Ísl. Katrín Anna Guðmundsd. Kvenréttindafélag Ísl. Bryndís Ísfold Hlöðversd. Kvenréttindafélag Ísl. Guðrún Jónsdóttir Stígamót Talskona Stígam. Hildur Helga Gísladóttir Kvenfélagasamb.Ísl Framkv.stjóri Kristín Árnadóttir Kvenfélagasamb.Ísl Guðrún Ögmundsdóttir UN Women á Ísl Form. landsnefnd. Inga Dóra Pétursdóttir UN Women á Ísl Hanna Eiríksdóttir UN Women á Ísl Herferðarstýra Þórdís Elva Þorvaldsdóttir The Nordic Council of Ministers Sigríður Björk Guðjónsd Metropolitan Police Chief of Rvk MP Alda Hrönn Jóhannsdóttir Metropolitan Police Chief Attorney Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fer fyrir fríðum flokki kvenréttindafólks sem sækir 60. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í dag og stendur til 18. mars. Alls eru 25 fulltrúar frá Íslandi, þar af tveir makar og vekur athygli að þeir eru á vegum tveggja karlmanna af þremur sem eru í hópnum: Þeirra Matthíasar Imsland, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Þorsteins Sæmundssonar alþingismanns.Íslendingar fjalla um ofbeldi Í fréttaskeyti frá ráðuneytinu segir að „valdefling kvenna sé mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar“ og er leiðarstef fundarins. Og óhætt er að segja að Íslendingar ætli að láta til sín taka í New York því þann 17. mars stendur Ísland fyrir viðburði á kvennanefndarfundinum. Sá viðburður er undir yfirskriftinni „Keep the Window Open“, svo enn sé vitnað til tilkynningar ráðuneytisins og fjallar um verkefni sem íslensk stjórnvöld hafa sett í forgang til að sporna við ofbeldi í samfélaginu. Þátttakendur verða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu ásamt Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðingi hjá embættinu, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og aðgerðasinni sem og verður fulltrúi Stígamóta.Femínistar áberandi í hópnum Þó karlpeningurinn veki athygli fyrir það að vilja hafa með sér maka á ráðstefnuna þá eru það einkum einstaklingar sem hafa látið til sín taka í kvenréttindabaráttunni og á vettvangi femínisma sem einkenna hópinn, svo sem Sóley Tómasdóttir sem fer sem forseti borgarstjórnar, móðir hennar Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta, Kartín Anna Guðmundsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Dagný Ósk Aradóttir, svo einhverjar séu nefndar, en þær eru á vegum Kvenréttindafélags Íslands. Listi þátttakenda er hér neðar en ráðherra ákvað að veita samtals tvær milljónir króna í styrki til að styðja við þátttöku frjálsra félagasamtaka og einnig frummælenda sem taka þátt í fundinum.Maki Matthíasar spenntur fyrir dagskránni Vísir náði tali af Matthíasi Imsland, aðstoðarmanni ráðherra og hann segir mikla eftirvæntingu ríkjandi í hópnum. Hópurinn var að hittast allur fyrsta sinni núna og eru allir komnir með þétt fundaplan. Til standi að láta til sín taka á fundinum en það er svo að Ísland er ákaflega virt á heimsvísu í þessum málaflokki og hafi alltaf verið áberandi á þessum fundum. Mattías sagðist aðspurður ekki vita hvers vegna það væru aðeins hann og Þorsteinn sem væru með sína maka með. „Mínum maka þótti dagskráin spennandi og þar af leiðandi ákvað hún að fara, en greiðir fyrir kostnað sjálf.“En, getur það þá verið svo að mökum hinna fulltrúa Íslands, körlunum þeim, hafi ekkert litist á dagskrána?„Nú get ég ekki svarað, kannski hef ég verið svona spenntur heima, að segja frá hversu skemmtilegt þetta yrði. Þetta er mjög spennandi. Og mjög áhugavert.“ Matthías þorði ekki að fara með það hver heildarkostnaður ráðuneytisins yrði vegna ráðstefnunnar en líta verði til þess að félagasamtök borga fyrir sína fulltrúa sjálf.Kostnaður ráðuneytisins eru tvær milljónir króna Uppfært 16:00 Vísir sendi fyrirspurn til Margrétar Erlendsdóttur upplýsingafulltrúa Velferðisráðuneytisins um kostnað þess vegna ferðarinnar á fund Kvennanefndar SÞ í New York. Í svari kemur fram að ráðuneytið stendur straum af kostnaði vegna ferðar Eyglóar Harðardóttur ráðherra, Önnu Lilju Gunnarsdóttur ráðuneytisstjóra, Rósu Guðrúnar Erlingsdóttur sérfræðings, Inga Vals Jóhannssonar sérfræðings og Matthíasar Imsland aðstoðarmanns sem sækja Kvennanefndarfund SÞ frá Íslandi. „Áætlaður heildarkostnaður vegna þessa nemur um 2,0 milljónum króna en nákvæmar tölur liggja ekki fyrir fyrr en ferðareikningar hafa borist ráðuneytinu. Á vef velferðarráðuneytisins má finna upplýsingar um kostnað vegna ferða ráðherra á fyrri kvennanefndarfundi. Hér má jafnframt finna svar við fyrirspurn um ferðakostnað ráðherra og starfsmanna frá 144. löggjafarþing 2014–2015.“Þátttakendur Eygló Harðardóttir VEL Ráðherra Anna Lilja Gunnarsdóttir VEL Ráðuneytisstjóri Rósa G. Erlingsdóttir VEL Sérfræðingur Ingi Valur Jóhannsson VEL Senior Adviser Matthías Páll Imsland Aðstm.ráðh. Sóley Ragnarsdóttir maki MPI Gréta Gunnarsdóttir UTN Sendiherra mannréttindamála Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Political Adviser Ministry of the Interior Guðrún Ögmundsdóttir Sérfræðingur á skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga Ministry of the Interior Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Alþ.maður María J. Hauksdóttir maki ÞS Hafdís Karlsdóttir Soroptimist Int., Icel. Sóley Tómasdóttir Ráðhús RvkForseti borg.stjr. Dagný Ósk Aradóttir Pind Kvenréttindafélag Ísl. Katrín Anna Guðmundsd. Kvenréttindafélag Ísl. Bryndís Ísfold Hlöðversd. Kvenréttindafélag Ísl. Guðrún Jónsdóttir Stígamót Talskona Stígam. Hildur Helga Gísladóttir Kvenfélagasamb.Ísl Framkv.stjóri Kristín Árnadóttir Kvenfélagasamb.Ísl Guðrún Ögmundsdóttir UN Women á Ísl Form. landsnefnd. Inga Dóra Pétursdóttir UN Women á Ísl Hanna Eiríksdóttir UN Women á Ísl Herferðarstýra Þórdís Elva Þorvaldsdóttir The Nordic Council of Ministers Sigríður Björk Guðjónsd Metropolitan Police Chief of Rvk MP Alda Hrönn Jóhannsdóttir Metropolitan Police Chief Attorney
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira