Enski boltinn

Wenger lætur vita um framtíð sína í apríl

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alexis Sanchez og Arsene Wenger.
Alexis Sanchez og Arsene Wenger. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist ekkert ætla að velta sér upp úr framhaldinu hjá félaginu fyrr en í apríl þrátt fyrir að samningur hans klárist í vor.

Hinn 67 árs gamli Wenger hefur stýrt Arsenal í tuttugu ár en undir hans stjórn hefur Arsenal þrívegis hampað enska titlinum sem og sex sinnum enska bikarnum.

Stuðningsmenn Arsenal eru sumir orðnir þreyttir á Wenger eftir titlaleysi í lengri tíma og hafa kallað eftir breytingum. Þrátt fyrir það segist Wenger ætla líkt og 2014 að skoða málin þegar tímabilið er búið.

„Ég mun skoða málin í vor og taka ákvörðun. Félagið hefur sömu möguleika, við erum sammála um að ræða þetta síðar. Þetta mun ekki angra mig, ég held áfram að vinna mína vinnu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×