Enski boltinn

Jones hættur að fara í PlayStation eftir leiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Man Utd er taplaust í þeim sjö leikjum sem Jones hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Man Utd er taplaust í þeim sjö leikjum sem Jones hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Phil Jones, varnarmaður Manchester United, segist hugsa mun betur um sig eftir leiki en hann gerði áður.

Jones, sem hefur verið mikið frá vegna meiðsla á undanförnum árum, hefur átt óvænta innkomu í lið United og myndað sterkt miðvarðapar með Argentínumanninum Marcos Rojo.

„Með aldrinum hef ég orðið meðvitaður um mikilvægi endurheimtar eftir leiki,“ sagði Jones.

„Þegar þú yngri heldurðu að þú vitir allt. Eftir leiki fékk maður sér bara eitthvað að borða og fór í PlayStation. Núna tek ég þetta mun alvarlega og reyni að ná sem bestri endurheimt svo ég verði klár í næsta leik,“ bætti varnarmaðurinn öflugi við.

Jones, sem er 24 ára, hefur leikið sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. United hefur unnið fjóra þeirra, gert þrjú jafntefli og aðeins fengið á sig fimm mörk í þeim.

Næsti leikur United er gegn Sunderland á Old Trafford á öðrum degi jóla.


Tengdar fréttir

Moyes: United hefur svikið lit

David Moyes skýtur föstum skotum á Manchester United í nýju viðtali við the Telegraph og segir að félagið hafi svikið það sem það stendur fyrir með því að ráða erlenda knattspyrnustjóra og eyða háum fjárhæðum í leikmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×