Fjölflokkastjórnin þokast nær í sjávarútvegsmálum en þó er langt í land Birgir Olgeirsson skrifar 22. nóvember 2016 19:03 Lilja Rafney, Björt Ólafsdóttir, Jón Steindór og Jón Þór Ólafsson eru öll í málefnahópum um atvinnuvegamál í meirihltuaviðræðum VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Pírata og Samfylkingarinnar ásamt Gunnari Tryggvasyni. Vísir „Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi. Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
„Það gefur augaleið að Vinstri græn hafa ekki beint hingað til talað mikið fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem situr í málefnahóp um atvinnuvegamál í stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.vísir/eyþórKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í gær við fréttastofu Ríkisútvarpsins að sjávarútvegsmálin og skattamál væru helstu ágreiningsmál flokkanna. Lilja Rafney Magnúsdóttir er fulltrúi Vinstri grænna í málefnahópnum um atvinnuvegamál, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata, Jón Steindór Valdimarsson fyrir Viðreisn, Gunnar Tryggvason fyrir Samfylkinguna og fyrrnefnd Björt fyrir Bjarta framtíð. Björt segir í samtali við Vísi að það liggi fyrir að Píratar, Viðreisn, Björt framtíð og Samfylkingin hafi talað fyrir markaðslausnum. „Og hafa talað dálítið heilt yfir á svipuðum nótum,“ segir Björt. „Eftir daginn í dag finnst mér tilefni til að halda viðræðunum áfram því mér finnst fólk vera opið fyrir því að finna lendingu í þessum málum.“Píratar, Björt framtíð, Samfylkingin og Viðreisn hafa talað fyrir markaðslausnum en Vinstri græn hafa ekki verið eins hlynnt þeirri leið.vísir/vilhelmHún segist finna fyrir vilja til að hlusta á aðrar hugmyndir og að mæta ýmsum sjónarmiðum. „Það fólk sem var ekki að ræða áður markaðslausnir og var kannski hrætt við þær, er tilbúið að hlusta hvernig er hægt að mæta ýmsum sjónarmiðum, eins og byggðasjónarmiðum með þessum leiðum. Það veit á gott.“ Jón Steindór hjá Viðreisn segir það liggja ljóst fyrir hverjir vilja fara markaðsleið og Vinstri græn hafi ekki verið þeirrar skoðunar að það sé leiðin sem á að fara. „Hins vegar höfum við verið að ræða þetta fram og til baka og það er ekkert útséð hvernig það endar. Við skulum segja að það sé meiningarmunur á aðferðum og ýmsu sem tengist fyrirkomulagi kvótamála, sérstaklega hvað varðar byggðarkvóta og byggðapotta og þess háttar sem við erum kannski ekki sammála. En það eru kannski stærsta atriðið í málinu, með markaðstenginguna,“ segir Jón Steindór. Hann segir flokkanna hafa þokast nær í viðræðunum í dag. „Við fórum í aðra umferð sjávarútvegsmálunum og menn viðruðu hugmyndir og hugsanlega einhverjar leiðir til að reyna að nálgast meira. Það gekk í sjálfu sér ekkert illa en það er langt í land ennþá. En menn þokuðust nær.“ Formlegum viðræðum Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í síðustu viku vegna þess að flokkarnir náðu ekki saman í Evrópumálum og sjávarútvegsmálum. Viðreisn vildi fara uppboðsleiðina og Björt framtíð talaði á svipuðum nótum en Sjálfstæðisflokkurinn vildi óbreytt kerfi.
Tengdar fréttir Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00 Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47 Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47 Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Hugmyndir Vinstri grænna um hátekjuskatt gætu reynst það sem erfiðast verður að ná saman um í stjórnarmyndunarviðræðunum. 22. nóvember 2016 06:00
Katrín: „Það hafa að sjálfsögðu engar hótanir verið“ Katrín segir að stefna Vinstri grænna í skattamálum eigi ekki að koma á óvart. 22. nóvember 2016 13:47
Steingrímur um stórfelldar skattahækkanir VG: „Rakalaus Moggalygi“ Steingrímur J. Sigfússon segir góðan anda yfir viðræðum í málefnahópi um efnahagsmál. 22. nóvember 2016 10:47
Þorsteinn: Strandaði fyrst og fremst á sjávarútvegsmálum „Mér þætti líklegt að ef menn hefðu náð saman þar hefði mögulega verið hægt að leysa úr hinu.“ 15. nóvember 2016 15:16