Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Höskuldur Kári Schram skrifar 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira