Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Höskuldur Kári Schram skrifar 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. Mjólkursamsalan var kærð til Samkeppniseftirlitsins árið 2013 fyrir að mismuna fyrirtækjum á markaði með því að selja tengdum aðilum hrámjólk á lægra verði en almennt var í boði fyrir aðra samkeppnisaðila. Tvisvar komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið gegn samkeppnislögum og sektaði fyrirtækið nú síðast um 480 milljónir. Í bæði skiptin var málinu vísað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem kvað upp sinn lokaúrskurð í gær. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni en meirihlutinn taldi að MS hafi starfað innan ákvæða búvörulaga sem undanskilur fyrirtækið frá samkeppnislögum. Fyrirtækið var hins vegar sektað um 40 milljónir fyrir að halda mikilvægum upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu við rannsókn málsins. Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar fagnar því að niðurstaða sé komin í málið. Hann segir að markaðsaðstæður hafi tekið miklum breytingum frá því kæran var lögð fram. „Til dæmis selur MS ekki í dag samkeppnisaðilum sínum neitt hráefni. Það er Auðhumla sem safnar mjólkinni frá bændum sem selur MS og öðrum á sama verði. Nema litlir aðilar fá að kaupa allt að 300 þúsund lítra af mjólk á ári á bændaverði og það vill nú einmitt svo til að Mjólkurbúið Kú er eina fyrirtækið í dag sem er innan þeirra stærðarmarka. Þeir kaupa alla sína mjólk, allt sitt hráefni á lága verðinu. Lægra verði en MS, Arna og fleiri,“ segir Ari. Ólafur M. Magnússon framkvæmdastjór Mjólkurbúsins KÚ segir hins vegar að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á mjólkurmarkaði. „Hún er talsvert áfall fyrir okkur og hún er þess eðlis að hún skilur okkur, keppinauta Mjólkursamsölunnar, algerlega eftir varnarlausa. Hér er samkeppnislögum algerlega vikið til hliðar og verndaráhrifum samkeppnislaga og þannig getur Mjólkursamsalan algörlega haft sjálfdæmi um sína framgöngu gagnvart sínum keppninautum,“ segir Ólafur. Ólafur telur rétt að vísa málinu til dómstóla og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill ekkert útiloka hvað þetta varðar. „Það er það sem við erum að taka afstöðu til og skoða. Við munum taka okkur smá tíma í að skoða úrskurðinn og meta það,“ segir Páll Gunnar.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira