Ráðnir framkvæmdastjórar hjá Samkaupum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 15:38 Stefán Ragnar Guðjónsson, Brynjar Steinarsson og Gunnar Egill Sigurðsson. Þeir Gunnar Egill Sigurðsson, Stefán Ragnar Guðjónsson og Brynjar Steinarsson hafa verið ráðnir í nýjar framkvæmdastjórastöður hjá Samkaupum í kjölfar skipulagsbreytinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þremenningarnir hafa allir starfað hjá Samkaupum um nokkurra ára skeið en að því er segir í tilkynningu er markmið skipulagsbreytinganna að „að einfalda og skýra ábyrgðarsvið lykilstjórnenda félagsins og um leið styrkja grundvöllinn fyrir innleiðingu á nýrri stefnu Samkaupa.“ Nokkuð miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Samkaupa að undanförnu. Þannig var tilkynnt um það í byrjun nóvember að öllum Sakup Úrval- og Samkaup Strax-verslunum verði breytt á næstu tólf mánuðum og munu þær tilheyra nýrri keðju sem mun heita Kjörbúðin. Þá munu Samkaup rekar þrjár verslunarkeðjur: Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Í tilkynningu Samkaupa segir um framkvæmdastjórana þrjá:Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðsGunnar Egill er nýr framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Undir hann heyra nú, auk reksturs allra verslana Samkaupa, markaðsmál og starfsmannamál. Gunnar Egill er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundaði einnig nám við Otaru University of Commerce í Japan. Í dag er Gunnar í MBA námi við Babson College í Boston. Gunnar hefur starfað hjá Samkaupum frá árinu 2003, fyrst sem verslunarstjóri og síðar sem rekstrarstjóri. Gunnar hefur verið forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa síðan 2008.Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðsStefán er framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa og stýrir allri aðfangakeðjunni. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundar í dag MBA nám við Stirling University í Skotlandi. Stefán hóf ungur störf sem almennur starfsmaður í verslunum Samkaupa, hann varð síðar verslunarstjóri og loks rekstrarstjóri. Stefán hefur verið forstöðumaður innkaupa- og markaðssviðs Samkaupa síðan árið 2007.Brynjar Steinarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðsBrynjar er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa. Undir hann munu heyra fjármál, upplýsingatækni og rekstur skrifstofu. Brynjar er menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum í Kristiansand auk þess að vera útskrifaður sem kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann var skrifstofustjóri Kaupfélags Suðurnesja og starfaði við endurskoðun hjá Ernst & Young í Noregi. Brynjar hefur verið forstöðumaður fjármálasviðs Samkaupa síðan 2010. Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Þeir Gunnar Egill Sigurðsson, Stefán Ragnar Guðjónsson og Brynjar Steinarsson hafa verið ráðnir í nýjar framkvæmdastjórastöður hjá Samkaupum í kjölfar skipulagsbreytinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þremenningarnir hafa allir starfað hjá Samkaupum um nokkurra ára skeið en að því er segir í tilkynningu er markmið skipulagsbreytinganna að „að einfalda og skýra ábyrgðarsvið lykilstjórnenda félagsins og um leið styrkja grundvöllinn fyrir innleiðingu á nýrri stefnu Samkaupa.“ Nokkuð miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Samkaupa að undanförnu. Þannig var tilkynnt um það í byrjun nóvember að öllum Sakup Úrval- og Samkaup Strax-verslunum verði breytt á næstu tólf mánuðum og munu þær tilheyra nýrri keðju sem mun heita Kjörbúðin. Þá munu Samkaup rekar þrjár verslunarkeðjur: Nettó, Kjörbúðina og Krambúðina. Í tilkynningu Samkaupa segir um framkvæmdastjórana þrjá:Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðsGunnar Egill er nýr framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Undir hann heyra nú, auk reksturs allra verslana Samkaupa, markaðsmál og starfsmannamál. Gunnar Egill er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundaði einnig nám við Otaru University of Commerce í Japan. Í dag er Gunnar í MBA námi við Babson College í Boston. Gunnar hefur starfað hjá Samkaupum frá árinu 2003, fyrst sem verslunarstjóri og síðar sem rekstrarstjóri. Gunnar hefur verið forstöðumaður verslunarsviðs Samkaupa síðan 2008.Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri innkaupasviðsStefán er framkvæmdastjóri innkaupasviðs Samkaupa og stýrir allri aðfangakeðjunni. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og stundar í dag MBA nám við Stirling University í Skotlandi. Stefán hóf ungur störf sem almennur starfsmaður í verslunum Samkaupa, hann varð síðar verslunarstjóri og loks rekstrarstjóri. Stefán hefur verið forstöðumaður innkaupa- og markaðssviðs Samkaupa síðan árið 2007.Brynjar Steinarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðsBrynjar er framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa. Undir hann munu heyra fjármál, upplýsingatækni og rekstur skrifstofu. Brynjar er menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum í Kristiansand auk þess að vera útskrifaður sem kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann var skrifstofustjóri Kaupfélags Suðurnesja og starfaði við endurskoðun hjá Ernst & Young í Noregi. Brynjar hefur verið forstöðumaður fjármálasviðs Samkaupa síðan 2010.
Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira