Enski boltinn

Gylfi ofar á lista en Coutinho, Hazard og Alexis Sánchez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skorar á móti Arsenal á þessu tímabili.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar á móti Arsenal á þessu tímabili. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er meðal þeirra leikmann í ensku úrvalsdeildinni sem hafa náð flestum skotum á markið á þessu tímabili.

Gylfi sem skoraði mark Swansea City á móti Everton um helgina hefur alls náð 18 skotum á markið á leiktíðinni og er hann ofar en menn eins og Philippe Coutinho hjá Liverpool, Eden Hazard hjá Chelsea og Alexis Sánchez hjá Arsenal

Helmingur skota Gylfa í fyrstu tólf umferðunum hafa hitt markið og hann er því duglegur að láta reyna á markverði mótherjanna.

Þeir fjórir leikmenn sem eru fyrir ofan okkar mann eru þeir Zlatan Ibrahimovic hjá Manchester United, Sergio Agüero    hjá Manchester City, Diego Costa hjá Chelsea og Romelu Lukaku hjá Everton.

Umræddir fjórir eru einmitt fjórir af sjö markahæstu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er tímabilinu.



Flest skot sem hitta markið í ensku úrvalsdeildinni í vetur:

1. Zlatan Ibrahimovic, Manchester United 22

2. Sergio Agüero, Manchester City 20

2. Diego Costa    Chelsea 20

4. Romelu Lukaku    Everton 19

5. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City 18

6. Philippe Coutinho, Liverpool 17

6. Eden Hazard, Chelsea 17

6. Theo Walcott, Arsenal 17

9. Roberto Firmino, Liverpool 16

10. Charlie Austin, Southampton 14

10. Alexis Sánchez, Arsenal 14

48. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley 6


Tengdar fréttir

Gylfi lagði upp mark í enn einu tapi Swansea

Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark Swansea City í 3-1 tapi fyrir Stoke City á Bet365 vellinum í lokaleik 10. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×