Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 11:40 Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og malefni sín fyrir kjósendum. Myndvinnsla/Garðar Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann. Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann.
Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira