Túlkun Vigdísar á Litlu gulu hænunni vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2016 10:32 Líkingarmál Vigdísar hefur vakið furðu en hún segir að ekki gefist vel að skreyta sig stolnum fjöðurum og því miður lifi Litla gula hænan góðu lífi enn þann dag í dag. Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“ Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Helstu stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannsslag í Framsóknarflokknum á flokksþingi í gær, eiga erfitt með að leyna gremju sinni og vonbrigðum. Enda lögðu þeir talsvert mikið undir í aðdraganda kosninga með hástemmdum lýsingum á því hversu mikill yfirburðamaður Sigmundur er. Úr þeim ranni hafa þó ummæli Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, vakið mestu athyglina. Og þá einkum líkingarmál hennar. Vigdís segir: „Framsóknarmenn gerðu risastór mistök í dag á flokksþinginu Það hefur aldrei reynst vel að skreyta sig með stolnum fjöðrum Litla gula hænan lifir góðu lífi - því miður“.Vinstra pakkið er Litla gula hænan Afrit af þessum ummælum Vigdísar flugu um Facebook í gærkvöldi og fáir fá botn í þetta líkingarmál; helst er á Vigdísi að skilja að aðalpersónan í Litlu gulu hænunni, dæmisaga sem notuð hefur verið við lestrarkennslu í barnaskóla til margra ára, sé skúrkurinn í sögunni. Sem skreytir sig stolnum fjöðrum. Bókmenntafræðingar hafa lengi talið boðskap sögunnar þann að fólk (Litla gula hænan) eigi að njóta afraksturs vinnu sinnar en ekki þeir sem ekkert leggja af mörkum og teljast þannig afætur. En, vinir Vigdísar á Facebook virðast hins vegar vita hvað hún meinar. Þannig segir Helgi Bjarnason í athugasemd: „Vinstra pakkið, a.k.a. litla gula hænan hefur allt of lengi fengið að verpa lýðskrums eggjum sínum í hreiður sannleikans, Sigmundur D. er afburðarmaður, hann hefur tamið og beislað erlenda kröfuhafa til hlýðni og verið hvatamaður að innspýtingu fjármagns frá skattaskjólum og hefur núllstillt skuldastöðu ríkissjóðs!!“Ráðist á þann einstakling sem helst barðist fyrir þjóðina Vigdís vitnar í ummæli annars stuðningsmanns Sigmundar Davíðs, sem leynir ekki vonbrigðum sínum. Nefnilega Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur borgarfulltrúa en hún og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknarmanna í borginni, hafa verið áberandi í hópi stuðningsmanna Sigmundar: „Mikið rosalega er dapurt að sjá hvernig fólkið sem virðist lifa fyrir það eitt að skíta aðra út til að reyna upphefja sig sjálft ræðst á þann einstakling sem barðist fyrir þjóðina gegn Icesave, kom skuldaleiðréttingunni í gegn fyrir heimilin í landinu og tók slaginn við kröfuhafa föllnu bankanna og hafði þannig betur gegn fjármálaöflunum. Barátta hans, kjarkur og þor skilaði nokkur hundruð milljörðum í ríkiskassann og því er nú hægt að bæta kjör fólksins í landinu og m.a. byggja nýjan spítala. Kjör fólksins í landinu verða nefnilega ekki bætt með umræðustjórunum á feisbúkk.“
Tengdar fréttir Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Ósigur Sigmundar Flokksþing Framsóknarflokksins hverfðist um formannskjör á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sitjandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra. 3. október 2016 08:00