Meirihlutinn á móti lækkun gjaldskrár OR Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. október 2016 07:00 Áslaug vill að skoðað verði hvort lækka megi gjöld á notendur. vísir/stefán Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Orkuveitan rýni í orkugjöld og skoði hvort unnt sé að lækka þau. Áslaug hafði áður lagt fram tillöguna í nóvember síðastliðnum. „Ég legg hana fram um leið og ég sé að það er gert ráð fyrir að arður sé greiddur út úr Orkuveitunni í fimm ára áætlun. Þegar ég sé það þá finnst mér svolítið skrýtið að eigendurnir vilji ekki tala um það hvert þeir vilja fara með þetta,“ segir Áslaug.Áslaug Friðriksdóttirmynd/kristinn magnússonHún bendir á að gjöld á notendur hafi verið hækkuð samkvæmt Planinu svokallaða sem var sett á laggirnar til að bæta stöðu Orkuveitunnar eftir bankahrunið. „Við vildum ekkert ýta við Planinu. En það er núna að taka enda og þá sjáum við að borgin er strax búin að gera ráð fyrir arðgreiðslum,“ segir Áslaug og vísar þar í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar. Þar er gert ráð fyrir að árið 2018 greiði Orkuveitan eiganda sínum einn milljarð króna í arð. „Ég er fyrst og fremst að leggja til að það sé skoðað hvort það sé svigrúm,“ segir hún. Meirihluti borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata felldi tillöguna á fimmtudaginn. Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að arðsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé enn ekki í samræmi við áhættu í rekstri fyrirtækisins. „Ótímabært er að taka til skoðunar gjaldskrárlækkanir fyrr en skilgreind hafa verið arðsemismarkmið fyrir starfsþætti OR og tryggt hefur verið að arðsemin samræmist markmiðum eins og gert er ráð fyrir í eigendastefnu,“ segir í bókuninni. Þá þurfi áfram að stefna að lækkun skulda og minnkun fjárhagslegrar áhættu næstu árin til að OR nái þeim fjárhagslega styrk sem gert er ráð fyrir í langtímamarkmiðum fyrirtækisins. Hvað er Planið? Planið er aðgerðaráætlun vegna fjárhagsvanda OR og var sett á laggirnar 2011. Fjárhagslegum markmiðum Plansins var náð um mitt ár 2015, einu og hálfu ári á undan áætlun. Aðgerðaráætlunin verður þó í fullu gildi út árið 2016 og þar með er lagður grunnur að traustum fjárhag til langs tíma. Lán frá eigendum og gjaldskrárbreytingar skiluðu um 40 prósentum af árangri Plansins en sparnaður í rekstri og fjárfestingum og eignasala um 60 prósentum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira