Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðu af fundi þingflokks Framsóknarflokksins þegar hann rölti niður stigann og mætti hópi fjölmiðlamanna á Alþingi. Höskuldur sagði niðurstöðuna þá að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og um það væri einhugur í flokknum. Þá sagði hann að Lilja Alfreðsdóttir væri einnig ráðherraefni Framsóknarflokksins. Ekki lægi fyrir hvenær efnt yrði til kosninga en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur er enn á fundi. Nefndi Höskuldur að Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni flokksins áður en hann áttaði sig á því að fjölmiðlamenn hefðu ekki fengið þau tíðindi. Staðfesti hann í kjölfarið að Sigurður Ingi væri forsætisráðherraefni flokksins. Þurfti Höskuldur í kjölfarið að halda aðeins aftur af sér í spjalli við fjölmiðla. Var hann spurður að því hvenær yrði efnt til kosninga og sagði hann haustið hafa verið nefnt í því samhengi. Höskuldur viðurkenndi í kjölfarið að hann hefði talið að búið væri að tilkynna fjölmiðlum það sem hann greindi fjölmiðlum frá. Sumir hafa rifjað upp kosningar til formanns Framsóknarflokksins árið 2009 þegar talið var að Höskuldur hefði náð kjöri. Sá fögnuður stóð skammt yfir en í ljós kom að Sigmundur Davíð væri réttkjörinn nýr formaður.Frétt um þann eftirminnilega landsfundi Framsóknarmanna má sjá í spilaranum að neðan. Panama-skjölin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, hélt að búið væri að segja fjölmiðlamönnum frá niðurstöðu af fundi þingflokks Framsóknarflokksins þegar hann rölti niður stigann og mætti hópi fjölmiðlamanna á Alþingi. Höskuldur sagði niðurstöðuna þá að Sigurður Ingi yrði forsætisráðherra og um það væri einhugur í flokknum. Þá sagði hann að Lilja Alfreðsdóttir væri einnig ráðherraefni Framsóknarflokksins. Ekki lægi fyrir hvenær efnt yrði til kosninga en Framsókn og Sjálfstæðisflokkur er enn á fundi. Nefndi Höskuldur að Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni flokksins áður en hann áttaði sig á því að fjölmiðlamenn hefðu ekki fengið þau tíðindi. Staðfesti hann í kjölfarið að Sigurður Ingi væri forsætisráðherraefni flokksins. Þurfti Höskuldur í kjölfarið að halda aðeins aftur af sér í spjalli við fjölmiðla. Var hann spurður að því hvenær yrði efnt til kosninga og sagði hann haustið hafa verið nefnt í því samhengi. Höskuldur viðurkenndi í kjölfarið að hann hefði talið að búið væri að tilkynna fjölmiðlum það sem hann greindi fjölmiðlum frá. Sumir hafa rifjað upp kosningar til formanns Framsóknarflokksins árið 2009 þegar talið var að Höskuldur hefði náð kjöri. Sá fögnuður stóð skammt yfir en í ljós kom að Sigmundur Davíð væri réttkjörinn nýr formaður.Frétt um þann eftirminnilega landsfundi Framsóknarmanna má sjá í spilaranum að neðan.
Panama-skjölin Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira