Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. apríl 2016 18:07 Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er næsti forsætisráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þá kemur Lilja Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands, ný inn í ríkisstjórn fyrir Framsóknarflokkinn. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún tekur við en þegar Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynntu niðurstöður viðræðna sinna kom fram að skipting ráðuneyta á milli flokkanna verður með sama hætti og áður. Sigurður Ingi hefur verið landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra. Ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tekur við fer að öllum líkindum fram á Bessastöðum um hádegisbil á morgun. Þá verður þingkosningum flýtt en stefnt er að því að þær fari fram í haust. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Bjarni og Sigmundur ávörpuðu fréttamenn og svöruðu spurningum þeirra í þinghúsinu í kvöld.Sigurður Ingi kemur í þinghúsið í dag.vísir/vilhelmUppfært klukkan 21:08: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, greindi nú rétt í þessu frá því að boðað verði til þingkosninga í haust. Þá tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, að boðað verði til ríkisráðsfundar á morgun, líklega um hádegi. Uppfært klukkan 20:55: Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins er næsti forsætisráðherra. Þetta tilkynnti Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, fréttamönnum í þinghúsinu nú rétt áðan. Þá tilkynnti hann jafnframt að Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni Framsóknarflokksins. Uppfært klukkan 20:36: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, er farinn af þingflokksfundi Framsóknarflokksins. Í stuttu samtali við fréttamenn sagði hann fundinn hafa verið virkilega góðan. Aðspurður um hver væri næsti forsætisráðherra sagði hann: „Ég held að þið getið getið ykkur til um það og mér finnst líka eðlilegt á þessu kvöldi að leyfa honum að eiga sviðið. Næsti forsætisráðherra er mjög traustur og góður maður þannig að það er ástæða til að óska þjóðinni til hamingju með það.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá örstutt viðtal við Sigmund Davíð þegar hann fór af fundi þingflokksins.Uppfært klukkan 20:32: Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er mættur á fund með stjórnarandstöðunni.Uppfært klukkan 20:07: Stjórnarandstöðunni var boðið upp á pizzur á upplýsingafundi með Bjarna Benediktssyni eins og hann greindi frá á Twitter. Sigurður Ingi Jóhannsson er hins vegar ekki enn kominn á fundinn. Uppfært klukkan 18:25: Fundur Framsóknarflokksins sem upphaflega átti að hefjast klukkan 18 mun hefjast klukkan 18:45, á sama tíma og þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins. Uppfært klukkan 18:17: Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins mun fara fram í Alþingishúsinu og voru Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður, á leið þangað þegar fréttamaður 365 náði tali af honum við Valhöll. Guðlaugur vildi ekkert tjá sig um niðurstöðu Sigurðar og Bjarna þegar eftir því var leitað og sagði að enginn myndi tjá sig fyrr en að þingflokksfundi loknum en hann hefst klukkan 18:45.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, mætir á þingflokksfund Framsóknar í kvöld.vísir/vilhelmSamkvæmt heimildum fréttastofu er búið að segja þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að vera í startholunum fyrir þingflokksfund um kvöldmatarleytið, en forysta flokksins fundaði fyrr í kvöld í Valhöll. Þingflokkur Framsóknarflokksins ætlaði að hefja fund í þinghúsinu núna klukkan 18 en samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni 365 á staðnum hafa engir framsóknarmenn látið sjá sig í húsinu. Hins vegar sé nóg af fjölmiðlamönnum þar. Greint var frá því fyrr í kvöld að niðurstaða væri komin í viðræður Sigurðar Inga Jóhannssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan er en RÚV hefur heimildir fyrir því að meðal annars hafi verið samið um þingkosningar í haust. Fréttastofa Stöðvar 2 var með meina útsendingu frá atburðum kvöldsins. Hér má sjá fyrsta hluta útsendingarinnar þar sem farið er yfir atburðina fyrr í dag og síðustu daga frá ýmsum hliðum. Einnig var sýnt beint frá mótmælunum á Austurvelli þar sem Illugi Jökulsson rithöfundur og fleiri eru teknir tali. Í alþingishúsinu er Björn Valur Gíslason alþingismaður tekinn tali, sem og Árni Páll Árnason og Helgi Hrafn Gunnarsson.Hér má sjá annan hluta útsendingarinnar þar sem beina útsendingin frá Alþingi heldur áfram og andrúmsloftið er rafmagnað. Oddný G. Harðardóttir, Brynhildur Pétursdóttir og Páll Valur Björnsson er tekin tali. Fyrir utan halda mótmælin áfram og rætt er við lögregluna og Stefán Jónsson leikstjóra.Hér má sjá þriðja hluta útsendingarinnar þar sem dregur heldur betur til tíðinda. Á Alþingi er rætt við Steingrím J. Sigfússon og Helga Hrafn Gunnarsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrstur til að koma út af þingflokksfundi og segir nýjan forsætisráðherra vera góðan og traustan mann. Höskuldur Þórhallsson kemur síðan og ræðir við fréttamenn. Þá er rætt við Svandísi Svavarsdóttur, Helga Hjörvar, Guðmund Steingrímsson og Ólínu Þorvarðardóttur. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna koma þá út af fundi með ríkisstjórnarflokkunum. Loks koma Sigurður Ingi Jóhannesson og Bjarni Benediktsson og tilkynna nýja ríkisstjórn. Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn hittist en ekkert að frétta hjá Sjálfstæðismönnum Reiknað með því að boðað verði til kosninga í haust. 6. apríl 2016 17:42 Niðurstaða komin í viðræður Sigurðar Inga og Bjarna Ben Tilkynnt um niðurstöðuna eftir klukkan 18. 6. apríl 2016 16:42 Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er næsti forsætisráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þá kemur Lilja Alfreðsdóttir, sérfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðasamskipta og skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Íslands, ný inn í ríkisstjórn fyrir Framsóknarflokkinn. Ekki liggur fyrir hvaða ráðuneyti hún tekur við en þegar Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynntu niðurstöður viðræðna sinna kom fram að skipting ráðuneyta á milli flokkanna verður með sama hætti og áður. Sigurður Ingi hefur verið landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra. Ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar tekur við fer að öllum líkindum fram á Bessastöðum um hádegisbil á morgun. Þá verður þingkosningum flýtt en stefnt er að því að þær fari fram í haust. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Bjarni og Sigmundur ávörpuðu fréttamenn og svöruðu spurningum þeirra í þinghúsinu í kvöld.Sigurður Ingi kemur í þinghúsið í dag.vísir/vilhelmUppfært klukkan 21:08: Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, greindi nú rétt í þessu frá því að boðað verði til þingkosninga í haust. Þá tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, að boðað verði til ríkisráðsfundar á morgun, líklega um hádegi. Uppfært klukkan 20:55: Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins er næsti forsætisráðherra. Þetta tilkynnti Höskuldur Þórhallsson, þingmaður flokksins, fréttamönnum í þinghúsinu nú rétt áðan. Þá tilkynnti hann jafnframt að Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni Framsóknarflokksins. Uppfært klukkan 20:36: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, er farinn af þingflokksfundi Framsóknarflokksins. Í stuttu samtali við fréttamenn sagði hann fundinn hafa verið virkilega góðan. Aðspurður um hver væri næsti forsætisráðherra sagði hann: „Ég held að þið getið getið ykkur til um það og mér finnst líka eðlilegt á þessu kvöldi að leyfa honum að eiga sviðið. Næsti forsætisráðherra er mjög traustur og góður maður þannig að það er ástæða til að óska þjóðinni til hamingju með það.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá örstutt viðtal við Sigmund Davíð þegar hann fór af fundi þingflokksins.Uppfært klukkan 20:32: Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, er mættur á fund með stjórnarandstöðunni.Uppfært klukkan 20:07: Stjórnarandstöðunni var boðið upp á pizzur á upplýsingafundi með Bjarna Benediktssyni eins og hann greindi frá á Twitter. Sigurður Ingi Jóhannsson er hins vegar ekki enn kominn á fundinn. Uppfært klukkan 18:25: Fundur Framsóknarflokksins sem upphaflega átti að hefjast klukkan 18 mun hefjast klukkan 18:45, á sama tíma og þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins. Uppfært klukkan 18:17: Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins mun fara fram í Alþingishúsinu og voru Ólöf Nordal, varaformaður flokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaþingflokksformaður, á leið þangað þegar fréttamaður 365 náði tali af honum við Valhöll. Guðlaugur vildi ekkert tjá sig um niðurstöðu Sigurðar og Bjarna þegar eftir því var leitað og sagði að enginn myndi tjá sig fyrr en að þingflokksfundi loknum en hann hefst klukkan 18:45.Sigrún Magnúsdóttir, umhverfisráðherra, mætir á þingflokksfund Framsóknar í kvöld.vísir/vilhelmSamkvæmt heimildum fréttastofu er búið að segja þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að vera í startholunum fyrir þingflokksfund um kvöldmatarleytið, en forysta flokksins fundaði fyrr í kvöld í Valhöll. Þingflokkur Framsóknarflokksins ætlaði að hefja fund í þinghúsinu núna klukkan 18 en samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni 365 á staðnum hafa engir framsóknarmenn látið sjá sig í húsinu. Hins vegar sé nóg af fjölmiðlamönnum þar. Greint var frá því fyrr í kvöld að niðurstaða væri komin í viðræður Sigurðar Inga Jóhannssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan er en RÚV hefur heimildir fyrir því að meðal annars hafi verið samið um þingkosningar í haust. Fréttastofa Stöðvar 2 var með meina útsendingu frá atburðum kvöldsins. Hér má sjá fyrsta hluta útsendingarinnar þar sem farið er yfir atburðina fyrr í dag og síðustu daga frá ýmsum hliðum. Einnig var sýnt beint frá mótmælunum á Austurvelli þar sem Illugi Jökulsson rithöfundur og fleiri eru teknir tali. Í alþingishúsinu er Björn Valur Gíslason alþingismaður tekinn tali, sem og Árni Páll Árnason og Helgi Hrafn Gunnarsson.Hér má sjá annan hluta útsendingarinnar þar sem beina útsendingin frá Alþingi heldur áfram og andrúmsloftið er rafmagnað. Oddný G. Harðardóttir, Brynhildur Pétursdóttir og Páll Valur Björnsson er tekin tali. Fyrir utan halda mótmælin áfram og rætt er við lögregluna og Stefán Jónsson leikstjóra.Hér má sjá þriðja hluta útsendingarinnar þar sem dregur heldur betur til tíðinda. Á Alþingi er rætt við Steingrím J. Sigfússon og Helga Hrafn Gunnarsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrstur til að koma út af þingflokksfundi og segir nýjan forsætisráðherra vera góðan og traustan mann. Höskuldur Þórhallsson kemur síðan og ræðir við fréttamenn. Þá er rætt við Svandísi Svavarsdóttur, Helga Hjörvar, Guðmund Steingrímsson og Ólínu Þorvarðardóttur. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna koma þá út af fundi með ríkisstjórnarflokkunum. Loks koma Sigurður Ingi Jóhannesson og Bjarni Benediktsson og tilkynna nýja ríkisstjórn.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn hittist en ekkert að frétta hjá Sjálfstæðismönnum Reiknað með því að boðað verði til kosninga í haust. 6. apríl 2016 17:42 Niðurstaða komin í viðræður Sigurðar Inga og Bjarna Ben Tilkynnt um niðurstöðuna eftir klukkan 18. 6. apríl 2016 16:42 Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Sjá meira
Framsókn hittist en ekkert að frétta hjá Sjálfstæðismönnum Reiknað með því að boðað verði til kosninga í haust. 6. apríl 2016 17:42
Niðurstaða komin í viðræður Sigurðar Inga og Bjarna Ben Tilkynnt um niðurstöðuna eftir klukkan 18. 6. apríl 2016 16:42
Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08