Viðskipti innlent

Hlutur Björgólfs Thors í Allergan lækkar um tugi prósenta

Sæunn Gísladóttir skrifar
Síðasta sumar var greint frá því að eignarhlutur Björgólfs í Allergan nemi í kringum eitt prósent.
Síðasta sumar var greint frá því að eignarhlutur Björgólfs í Allergan nemi í kringum eitt prósent. Vísir/Vilhelm
Hlutur Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfestis, í lyfjafyrirtækinu Allergan hefur lækkað umtalsvert á síðastliðnum mánuðum.

Eftir að hætt var við samruna Pfizer og Allergan hafa hlutabréf Allergan hríðlækkað. Í vikunni hafa bréfin lækkað um 11,5 prósent frá 277,55 dollurum í 246,2 dollara nú um eftirmiðdaginn á miðvikudegi. Frá því að tilkynnt var um samrunann í nóvember á síðasta ári hafa bréfin lækkað um 23,1 prósent.

Síðasta sumar var greint frá því að hlutur Björgólfs Thors í Allergan næmi einu prósenti. Verðið á Allergan nam 160 milljörðum Bandaríkjadala, því má ætla að hlutur Björgólfs Thors hafi numið um 1,6 milljarða dollara, jafnvirði tæplega 200 milljarða íslenskra króna.

Talskona Björgólfs Thors sagði í samtali við Vísi að hlutur hans í fyrirtækinu væri hverfandi og hefði lækkað, því er óljóst nákvæmlega hversu mikið bréfin hans hafa lækkað á tímabilinu, hún vildi hins vegar ekki segja hver núverandi hlutur hans væri.


Tengdar fréttir

Stærsti samruni lyfjafyrirtækja í sögunni

Yfirtakan er ein af fjölmörgum þar sem bandarísk fyrirtæki kaupa evrópsk fyrirtæki og flytja höfuðstöðvar sínar til að forðast háa fyrirtækjaskatta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×