Þúsund sigurleikir hjá Duncan í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2016 15:30 Tim Duncan og Tony Parker hafa unnið marga leiki saman. Vísir/Getty Tim Duncan, leikmaður San Antontio Spurs, var enn á ný í sigurliði í nótt þegar Spurs-liðið vann 88-86 sigur á Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þúsundasti sigurleikur Tim Duncan á ferli sínum í NBA-deildinni og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því sögu deildarinnar. Hinir tveir eru Kareem Abdul-Jabbar (1074 sigurleikir) og Robert Parish (1014 sigurleikir) en Tim Duncan er á eini sem hefur unnið þúsund leiki með einu og sama liðinu. Duncan hafði bætti met John Stockton (953) í nóvember yfir flesta sigurleiki með einu félagi. Tim Duncan hefur spilað í NBA síðan 1997 en með hann innanborðs hefur San Antonio Spurs unnið 50 leiki eða fleiri á öllum árum nema því sem var stytt vegna verkfalls leikmanna. Tim Duncan var rólegur í þessum þúsundasta sigurleik sínu, skoraði 3 stig, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot. Tim Duncan hefur verið að bæta við afrekskrána í vetur en í mars varð hann aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær að taka 15 þúsund fráköst. Duncan og Abdul-Jabbar eru nú þeir einu í sögunni með að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund stig, fimmtán þúsund fráköst og þrjú þúsund varin skot. Það setur þessa þúsund sigurleiki kannski í smá samhengi að Tim Duncan hefur unnið fleiri sigra í NBA en eftirtalin félög: Charlotte (912), Minnesota (843), Toronto (730), Memphis (694) og New Orleans (527). Annað gott dæmi til samanburðar er að Michael Jordan spilaði samtals 930 leiki með Chicago Bulls.ICYMI: Tim Duncan picked up career win number 1,000, becoming 3rd player in NBA history to reach the feat. pic.twitter.com/psg4Zwqb6w— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 6, 2016 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Tim Duncan, leikmaður San Antontio Spurs, var enn á ný í sigurliði í nótt þegar Spurs-liðið vann 88-86 sigur á Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var þúsundasti sigurleikur Tim Duncan á ferli sínum í NBA-deildinni og er hann aðeins þriðji leikmaðurinn sem nær því sögu deildarinnar. Hinir tveir eru Kareem Abdul-Jabbar (1074 sigurleikir) og Robert Parish (1014 sigurleikir) en Tim Duncan er á eini sem hefur unnið þúsund leiki með einu og sama liðinu. Duncan hafði bætti met John Stockton (953) í nóvember yfir flesta sigurleiki með einu félagi. Tim Duncan hefur spilað í NBA síðan 1997 en með hann innanborðs hefur San Antonio Spurs unnið 50 leiki eða fleiri á öllum árum nema því sem var stytt vegna verkfalls leikmanna. Tim Duncan var rólegur í þessum þúsundasta sigurleik sínu, skoraði 3 stig, tók 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og varði 2 skot. Tim Duncan hefur verið að bæta við afrekskrána í vetur en í mars varð hann aðeins sjötti leikmaðurinn sem nær að taka 15 þúsund fráköst. Duncan og Abdul-Jabbar eru nú þeir einu í sögunni með að minnsta kosti tuttugu og fimm þúsund stig, fimmtán þúsund fráköst og þrjú þúsund varin skot. Það setur þessa þúsund sigurleiki kannski í smá samhengi að Tim Duncan hefur unnið fleiri sigra í NBA en eftirtalin félög: Charlotte (912), Minnesota (843), Toronto (730), Memphis (694) og New Orleans (527). Annað gott dæmi til samanburðar er að Michael Jordan spilaði samtals 930 leiki með Chicago Bulls.ICYMI: Tim Duncan picked up career win number 1,000, becoming 3rd player in NBA history to reach the feat. pic.twitter.com/psg4Zwqb6w— NBA on ESPN (@ESPNNBA) April 6, 2016
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira