Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2016 16:00 Gregg Ryder. Vísir/Ernir Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. Í kvöld átti að vera síðasta tækifæri Þróttaraliðsins til að vinna leik á vormótunum en þeir áttu þá að heimsækja Þórsara í Bogann á Akureyri. Hvorugt liðið á möguleika að komast í átta liða úrslitin. Leiknum hefur nú frestað samkvæmt frétt á heimasíðu Þórs en nýr leiktími verður auglýstur síðar. Þróttur hefur spilað ellefu leiki á þremur mótum og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað tíu af þessum ellefu leikjum og Þróttarar hafa ekki skorað í átta af ellefu leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Þróttarar hafa aðeins skorað samtals 3 mörk í þessum ellefu leikjum eða 22 mörkum færra en mótherjar þeirra. Þróttaraliðið var að nota stóran hóp leikmanna í Reykjavíkurmótinu og í Fótbolti.net mótinu en þjálfarinn Gregg Ryder tefldi þá sjaldan fram sínu sterkasta liði. Nýir erlendir leikmenn hafa verið að detta inn um dyrnar á síðustu vikum og í kvöld ætti Ryder að geta teflt fram liðið sem líkist því sem spilar í Pepsi-deildinni í sumar. Tapi Þróttur leiknum við Þór þá er auðvelt að halda því fram að þetta sé eitt allra versta undirbúningstímabil hjá efstu deildar liði í sögunni.Leikir Þróttara á undirbúningstímabilinu:Fótbolti.net mótið {1 jafntefli, 3 töp: -5 (1-6)} 3-1 tap fyrir ÍA 2-0 tap fyrir KR 0-0 jafntefli við FH 1-0 tap fyrir Víkingi Ó.Reykjavíkurmótið {3 töp: -11 (1-12)} 8-1 tap fyrir Fjölni 2-0 tap fyrir Fram 2-0 tap fyrir ValLengjubikarinn {4 töp: -6 (1-7)} 1-0 tap fyrir Leikni R. 2-0 tap fyrir Fjölni 2-1 tap fyrir Leikni F. 2-0 tap fyrir FH Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu. Í kvöld átti að vera síðasta tækifæri Þróttaraliðsins til að vinna leik á vormótunum en þeir áttu þá að heimsækja Þórsara í Bogann á Akureyri. Hvorugt liðið á möguleika að komast í átta liða úrslitin. Leiknum hefur nú frestað samkvæmt frétt á heimasíðu Þórs en nýr leiktími verður auglýstur síðar. Þróttur hefur spilað ellefu leiki á þremur mótum og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað tíu af þessum ellefu leikjum og Þróttarar hafa ekki skorað í átta af ellefu leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Þróttarar hafa aðeins skorað samtals 3 mörk í þessum ellefu leikjum eða 22 mörkum færra en mótherjar þeirra. Þróttaraliðið var að nota stóran hóp leikmanna í Reykjavíkurmótinu og í Fótbolti.net mótinu en þjálfarinn Gregg Ryder tefldi þá sjaldan fram sínu sterkasta liði. Nýir erlendir leikmenn hafa verið að detta inn um dyrnar á síðustu vikum og í kvöld ætti Ryder að geta teflt fram liðið sem líkist því sem spilar í Pepsi-deildinni í sumar. Tapi Þróttur leiknum við Þór þá er auðvelt að halda því fram að þetta sé eitt allra versta undirbúningstímabil hjá efstu deildar liði í sögunni.Leikir Þróttara á undirbúningstímabilinu:Fótbolti.net mótið {1 jafntefli, 3 töp: -5 (1-6)} 3-1 tap fyrir ÍA 2-0 tap fyrir KR 0-0 jafntefli við FH 1-0 tap fyrir Víkingi Ó.Reykjavíkurmótið {3 töp: -11 (1-12)} 8-1 tap fyrir Fjölni 2-0 tap fyrir Fram 2-0 tap fyrir ValLengjubikarinn {4 töp: -6 (1-7)} 1-0 tap fyrir Leikni R. 2-0 tap fyrir Fjölni 2-1 tap fyrir Leikni F. 2-0 tap fyrir FH
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira