Þróttarar eru nýliðar í Pepsi-deild karla í sumar en frammistaða liðsins á vormótunum hefur ekki verið hæfandi liði sem er að fara spila í deild þeirra bestu.
Í kvöld átti að vera síðasta tækifæri Þróttaraliðsins til að vinna leik á vormótunum en þeir áttu þá að heimsækja Þórsara í Bogann á Akureyri. Hvorugt liðið á möguleika að komast í átta liða úrslitin. Leiknum hefur nú frestað samkvæmt frétt á heimasíðu Þórs en nýr leiktími verður auglýstur síðar.
Þróttur hefur spilað ellefu leiki á þremur mótum og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað tíu af þessum ellefu leikjum og Þróttarar hafa ekki skorað í átta af ellefu leikjum sínum á undirbúningstímabilinu.
Þróttarar hafa aðeins skorað samtals 3 mörk í þessum ellefu leikjum eða 22 mörkum færra en mótherjar þeirra.
Þróttaraliðið var að nota stóran hóp leikmanna í Reykjavíkurmótinu og í Fótbolti.net mótinu en þjálfarinn Gregg Ryder tefldi þá sjaldan fram sínu sterkasta liði.
Nýir erlendir leikmenn hafa verið að detta inn um dyrnar á síðustu vikum og í kvöld ætti Ryder að geta teflt fram liðið sem líkist því sem spilar í Pepsi-deildinni í sumar.
Tapi Þróttur leiknum við Þór þá er auðvelt að halda því fram að þetta sé eitt allra versta undirbúningstímabil hjá efstu deildar liði í sögunni.
Leikir Þróttara á undirbúningstímabilinu:
Fótbolti.net mótið {1 jafntefli, 3 töp: -5 (1-6)}
3-1 tap fyrir ÍA
2-0 tap fyrir KR
0-0 jafntefli við FH
1-0 tap fyrir Víkingi Ó.
Reykjavíkurmótið {3 töp: -11 (1-12)}
8-1 tap fyrir Fjölni
2-0 tap fyrir Fram
2-0 tap fyrir Val
Lengjubikarinn {4 töp: -6 (1-7)}
1-0 tap fyrir Leikni R.
2-0 tap fyrir Fjölni
2-1 tap fyrir Leikni F.
2-0 tap fyrir FH
Síðasta tækifæri Þróttara til að vinna leik á vormótunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn
