Fjallgöngur vikið fyrir golfi Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2016 12:00 Guðbrandur Sigurðsson vann áður hjá PwC á Íslandi frá árinu 2013. Vísir/Anton „Þetta leggst bara vel í mig, þetta er ungt fólk með metnaðarfull markmið og að vinna á skemmtilegum markaði. Þetta er spennandi starf sem ég hlakka mikið til að takast á við,“ segir Guðbrandur Sigurðsson sem hóf störf sem framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla þann 1. apríl síðastliðinn. Heimavellir hafa auglýst leiguíbúðir sínar fyrir einstaklinga og fjölskyldur til langtímaleigu á almennum markaði. Félagið á fasteignir víðsvegar um landið, á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum og heilu fjölbýlishúsin í Borgarnesi, á Akranesi, Selfossi og Þorlákshöfn. Heimavellir byggja á gömlum grunni, en félagið myndaðist úr sameiningu nokkurra smærri fasteignafélaga samhliða hlutafjáraukningu. Hluti af uppruna félagsins kom út frá kaupum af Íbúðalánasjóði en félagið hefur einnig verið að kaupa á markaði. Félagið er með tæplega fimm hundruð íbúðir í útleigu. Guðbrandur hefur gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum á undanförnum árum og nú síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá PwC á Íslandi frá árinu 2013. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Plastprents frá 2010-2012, samhliða því að reka félag sitt Nýland, sem stofnað var árið 2008 og sinnir útflutningsverkefnum og ráðgjöf. Þá var hann forstjóri Mjólkursamsölunnar árin 2005-2008 og framkvæmdastjóri ÚA á Akureyri, síðar Brims, á árunum 1996-2004. „Þetta er allt öðruvísi heldur en það sem ég hef verið í. Í starfi mínu hjá PwC á Íslandi hef ég verið að sinna rekstri hjá félagi sem er fyrst og fremst í að veita sérfræðiþjónustu, en hjá Heimavöllum er ég að veita áþreifanlegri þjónustu. Það er töluverður munur þar á,“ segir hann. Guðbrandur er með B.Sc. próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Edinborgarháskóla. Hann er kvæntur Rannveigu Pálsdóttur lækni og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar hann hreyfingu og er mikið með fjölskyldunni. „Mér finnst gaman að fara í golf og ferðast, að sjá nýjar slóðir það er alltaf gaman. Helstu áhugamál utan þess eru gönguferðir um náttúru Íslands. Ég var mikill göngugarpur, en það hefur verið aðeins minna upp á síðkastið af því að maður datt svo hrikalega í golfið,“ segir Guðbrandur. „Það eru margir fallegir staðir á Íslandi en það eru nokkrar eftirminnilegar göngur. Ein eftirminnileg ganga var upp á Eyjafjallajökul hvítasunnuna áður en gaus svo í jöklinum. Það var í blankalogni og skínandi sól og ótrúlegt útsýni í allar áttir. Það leit nú ekki út fyrir að yrði gos. Fjallgöngur eru alltaf hittingur á veður, þegar maður fær gott veður þá er það aukabónus,“ segir Guðbrandur. Greinin birtist fyrst í Markaðnum 6. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
„Þetta leggst bara vel í mig, þetta er ungt fólk með metnaðarfull markmið og að vinna á skemmtilegum markaði. Þetta er spennandi starf sem ég hlakka mikið til að takast á við,“ segir Guðbrandur Sigurðsson sem hóf störf sem framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla þann 1. apríl síðastliðinn. Heimavellir hafa auglýst leiguíbúðir sínar fyrir einstaklinga og fjölskyldur til langtímaleigu á almennum markaði. Félagið á fasteignir víðsvegar um landið, á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum og heilu fjölbýlishúsin í Borgarnesi, á Akranesi, Selfossi og Þorlákshöfn. Heimavellir byggja á gömlum grunni, en félagið myndaðist úr sameiningu nokkurra smærri fasteignafélaga samhliða hlutafjáraukningu. Hluti af uppruna félagsins kom út frá kaupum af Íbúðalánasjóði en félagið hefur einnig verið að kaupa á markaði. Félagið er með tæplega fimm hundruð íbúðir í útleigu. Guðbrandur hefur gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum á undanförnum árum og nú síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá PwC á Íslandi frá árinu 2013. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Plastprents frá 2010-2012, samhliða því að reka félag sitt Nýland, sem stofnað var árið 2008 og sinnir útflutningsverkefnum og ráðgjöf. Þá var hann forstjóri Mjólkursamsölunnar árin 2005-2008 og framkvæmdastjóri ÚA á Akureyri, síðar Brims, á árunum 1996-2004. „Þetta er allt öðruvísi heldur en það sem ég hef verið í. Í starfi mínu hjá PwC á Íslandi hef ég verið að sinna rekstri hjá félagi sem er fyrst og fremst í að veita sérfræðiþjónustu, en hjá Heimavöllum er ég að veita áþreifanlegri þjónustu. Það er töluverður munur þar á,“ segir hann. Guðbrandur er með B.Sc. próf í matvælafræði frá Háskóla Íslands og MBA-próf frá Edinborgarháskóla. Hann er kvæntur Rannveigu Pálsdóttur lækni og eiga þau þrjú börn. Utan vinnunnar stundar hann hreyfingu og er mikið með fjölskyldunni. „Mér finnst gaman að fara í golf og ferðast, að sjá nýjar slóðir það er alltaf gaman. Helstu áhugamál utan þess eru gönguferðir um náttúru Íslands. Ég var mikill göngugarpur, en það hefur verið aðeins minna upp á síðkastið af því að maður datt svo hrikalega í golfið,“ segir Guðbrandur. „Það eru margir fallegir staðir á Íslandi en það eru nokkrar eftirminnilegar göngur. Ein eftirminnileg ganga var upp á Eyjafjallajökul hvítasunnuna áður en gaus svo í jöklinum. Það var í blankalogni og skínandi sól og ótrúlegt útsýni í allar áttir. Það leit nú ekki út fyrir að yrði gos. Fjallgöngur eru alltaf hittingur á veður, þegar maður fær gott veður þá er það aukabónus,“ segir Guðbrandur. Greinin birtist fyrst í Markaðnum 6. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira