Tokyo sushi vinsælastur Sæunn Gísladóttir skrifar 6. apríl 2016 09:00 Tokyo Sushi var með 17,1 prósents markaðshlutdeild meðal tíu vinsælustu veitingastaða í Reykjavík. Vísir/Stefán Tokyo Sushi var sá veitingastaður landsins sem Íslendingar versluðu mest við á þriggja mánaða tímabili sem náði til loka febrúar. Samkvæmt niðurstöðum Meniga nam markaðshlutdeild veitingastaðarins 17,1 prósenti meðal tíu vinsælustu veitingastaða Reykjavíkur og jókst hún um 0,6 prósent milli ára. Í öðru sæti var Snaps Bistro sem var með 10,8 prósenta markaðshlutdeild, en tapaði 4,2 prósenta hlutdeild milli ára. Í þriðja sæti var svo VOX á Hilton Nordica. Sushi er greinilega vinsæll réttur meðal notenda Meniga en þrír af tíu vinsælustu stöðunum eru sushi-staðir og eiga þeir 36,1 prósents markaðshlutdeild meðal tíu vinsælustu veitingastaðanna. Milli ára bætti Sushisamba við sig mestri markaðshlutdeild eða 1,4 prósentum. Á eftir Snaps lækkaði markaðshlutdeild Grillmarkaðarins mest, eða um 2,1 prósent.Vegamót er vinsælasti staðurinn meðal yngsta aldurshópsins 16 til 25 ára, með 23 prósenta markaðshlutdeild. Tokyo Sushi er vinsælastur meðal aldurshópanna 26 til 55 ára, en 56 ára og eldri sækja mest VOX. Það kemur ekki á óvart að yngsti aldurshópurinn ver lægstri upphæð þegar hann fer út að borða, eða 2.667 krónum að meðaltali, 46-55 ára hópurinn eyðir mestu, eða 5.347 krónum. Ljóst er að mikill munur er á uppáhaldsstöðum Íslendinga og ferðamanna í Reykjavík. Engan af vinsælustu veitingastöðunum samkvæmt niðurstöðum Meniga er að finna á topp tíu vinsælustu stöðum í Reykjavík samkvæmt TripAdvisor. TripAdvisor er ferðasíða sem ferðamenn nýta sér til að finna veitingastaði, hótel og afþreyingu á ferðalögum. Þeir geta svo gefið einkunn eftir ánægju. Þegar litið er á topp tuttugu listann á TripAdvisor má hins vegar sjá tvo veitingastaðina sem vinsælastir eru samkvæmt niðurstöðum Meniga; Grillmarkaðinn og Apótekið. Úrvinnsla Meniga byggir á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Tokyo Sushi var sá veitingastaður landsins sem Íslendingar versluðu mest við á þriggja mánaða tímabili sem náði til loka febrúar. Samkvæmt niðurstöðum Meniga nam markaðshlutdeild veitingastaðarins 17,1 prósenti meðal tíu vinsælustu veitingastaða Reykjavíkur og jókst hún um 0,6 prósent milli ára. Í öðru sæti var Snaps Bistro sem var með 10,8 prósenta markaðshlutdeild, en tapaði 4,2 prósenta hlutdeild milli ára. Í þriðja sæti var svo VOX á Hilton Nordica. Sushi er greinilega vinsæll réttur meðal notenda Meniga en þrír af tíu vinsælustu stöðunum eru sushi-staðir og eiga þeir 36,1 prósents markaðshlutdeild meðal tíu vinsælustu veitingastaðanna. Milli ára bætti Sushisamba við sig mestri markaðshlutdeild eða 1,4 prósentum. Á eftir Snaps lækkaði markaðshlutdeild Grillmarkaðarins mest, eða um 2,1 prósent.Vegamót er vinsælasti staðurinn meðal yngsta aldurshópsins 16 til 25 ára, með 23 prósenta markaðshlutdeild. Tokyo Sushi er vinsælastur meðal aldurshópanna 26 til 55 ára, en 56 ára og eldri sækja mest VOX. Það kemur ekki á óvart að yngsti aldurshópurinn ver lægstri upphæð þegar hann fer út að borða, eða 2.667 krónum að meðaltali, 46-55 ára hópurinn eyðir mestu, eða 5.347 krónum. Ljóst er að mikill munur er á uppáhaldsstöðum Íslendinga og ferðamanna í Reykjavík. Engan af vinsælustu veitingastöðunum samkvæmt niðurstöðum Meniga er að finna á topp tíu vinsælustu stöðum í Reykjavík samkvæmt TripAdvisor. TripAdvisor er ferðasíða sem ferðamenn nýta sér til að finna veitingastaði, hótel og afþreyingu á ferðalögum. Þeir geta svo gefið einkunn eftir ánægju. Þegar litið er á topp tuttugu listann á TripAdvisor má hins vegar sjá tvo veitingastaðina sem vinsælastir eru samkvæmt niðurstöðum Meniga; Grillmarkaðinn og Apótekið. Úrvinnsla Meniga byggir á tölfræðilegum samantektum sem aldrei eru persónugreinanlegar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira