Spila bridds með Helga á spítalanum í hverri viku Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2016 20:00 Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn. Bridge Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Helgi Jóhannsson var í aldarfjórðung einn helsti framámaður íslenskrar ferðaþjónustu og var forseti Bridgesambandsins þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar. Fyrir fimm árum var fótunum kippt undan tilverunni þegar hann greindist með MND-sjúkdóminn. Helgi er núna bundinn öndunarvél en eiginkona hans, Hjördís Bjarnason, segir að fyrstu merki um sjúkdóminn hafi birst þeim fyrir sjö árum. Í viðtali á Stöð 2 í kvöld deildu þau hjónin með áhorfendum átakanlegri sögu, - hvernig þessi skæði sjúkdómur á skömmum tíma olli straumhvörfum í lífi Helga og fjölskyldunnar. „Fyrir fimm árum síðan var hann talandi, gangandi, borðandi og andandi. Síðan þá hefur hann hætt að borða, hætt að tala, hætt að anda, - og allt annað sem maður þarf að gera. Hann þarf aðstoð við allt,“ segir Hjördís, en hún starfar sem lífeindafræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. „Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt," segir Helgi í skilaboðum sem hann ritaði með augunum á tölvuskjá.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Helgi varð þjóðkunnur fyrir þrjátíu árum þegar hann stýrði ferðaskrifstofunni Samvinnuferðum og bauð þá upp á breiðþotuflug með lægri fargjöldum en menn höfðu áður séð. Síðar stofnaði hann ferðaskrifstofuna Sumarferðir ásamt Þorsteini Guðjónssyni en þeir voru brautryðjendur í rafrænum bókunum ferðaskrifstofa á netinu. Helgi var sæmdur gullmerki Bridgesambandsins á dögunum þegar þess var minnst að aldarfjórðungur er frá því Bermúdaskálin vannst í Yokohama í Japan. Jafet Ólafsson, forseti sambandsins, sagði við það tilefni að Helgi hefði verið arkitektinn á bak við heimsmeistaratitilinn. Hjördís Bjarnason lýsti því í fréttum Stöðvar 2 hvernig MND væri fjölskyldusjúkdómur, sem herjaði ekki aðeins á sjúklinginn heldur alla fjölskyldu hans og vini. Hún kvaðst hafa orðið hissa og vonsvikin þegar hún áttaði sig á því að hvorki bauðst heimahjúkrun né hjúkrunarheimili fyrir sjúklinga í öndunarvél. Helgi þarf umönnun allan sólarhringinn og er því bundinn við sjúkrahús. Briddsfélagarnir Helgi Jóhannsson, Þórður Sverrisson, Hannes Guðmundsson, Logi Þormóðsson, Haraldur Sigurðsson, Björn Eysteinsson og Ragnar Önundarson.Stöð 2/Sigurjón Ólason. Við fylgdumst með Helga í hópi briddsfélaga eina kvöldstund á Borgarspítalanum en hann tjáir sig með því að rita skilaboð á tölvuskjá með augunum. Spilafélagarnir eru Hannes Guðmundsson, Björn Eysteinsson, Logi Þormóðsson, Ragnar Önundarson, Þórður Sverrisson og Haraldur Sigurðsson, en þeir hafa flestir spilað reglulega saman frá háskólaárum. Sjúkrahúsvist Helga aftrar þeim þó ekki frá sínu vikulega briddskvöldi, - til þess fá þeir lánað fundarherbergi á spítalanum, svo þeir geti haldið áfram að spila. Og Helgi nýtti skjáinn til að senda þessi skilaboð: „Ég nýt þess að ég er búinn að spila lengur en þeir. En ef þeir ná mér í getu er ég viss um að þeir halda áfram að koma. Ég er viss um að þeir kæmu ef ég hefði Alzheimer. Þessvegna segi ég: Góðir vinir eru gulli betri. Þetta er mér ómetanlegt." Hér í spilaranum að neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um hinn glaðværa hóp spilafélaganna jafnframt því sem nánar er fjallað um glímu Helga við sjúkdóminn.
Bridge Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira