Viðskipti innlent

Hafa átt í viðræðum um sölu á Greifanum

Birgir Olgeirsson skrifar
Greifinn á Akureyri.
Greifinn á Akureyri. Vísir
Eigendur FoodCo hafa átt í viðræðum vegna sölu á veitingastaðnum Greifanum á Akureyri. Þetta staðfestir Jóhann Örn Þórarinsson, forstjóri og einn eigenda FoodCo, í samtali við Vísi.

Sú frétt hefur gengið á Facebook í dag að FoodCo hafi selt Greifann á Akureyri en Jóhann Örn segir það vera uppspuna. „Við eigum staðinn í dag og rekum staðinn í dag og munum gera það á morgun,“ segir Jóhann en fullyrt er á vefnum Kaffid.is að Greifinn hafi verið seldur.

Kaffið heldur því fram að starfsmönnum Greifans hafi verið tilkynnt um söluna á jólagleði þeirra í gærkvöldi og er vitnað Arinbjörn Þórarinsson, framkvæmdastjóra Greifans, sem segist taka yfir rekstur veitingastaðarins um leið og kaupin ganga í gegn.

Greifinn var opnaður á Akureyri árið 1990 en FoodCo keypti staðinn árið 2006 og hefur rekið hann síðan.

Ásamt Greifanum rekur FoodCo Eldsmiðjuna, Saffran, American Style, Pítuna, Aktu Taktu og Roadhouse.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×