Innlent

Yfir þúsund manns hafa sótt um hæli á Íslandi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Þúsund manns hafa sótt um hæli á Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa jafn margir sótt um hæli hér á landi. Útlendingastofnun vinnur nú hörðum höndum að því að auka þjónustustigið en mikið álag er á stofnuninni um þessar mundir.

Í heild eru umsóknir í ár nærri þrefalt fleiri en í fyrra en þá sóttu 354 um hæli. Umsókn númer þúsund kom á borð Útlendingastofnunar á sunnudaginn en þá sótti fimmtán manna hópur um hæli.

Mikið hefur verið fjallað um húsnæðisvanda í málaflokknum en öll búsetuúrræði  Útlendingastofnunar eru yfirfull og dvelja nú um 200 manns á hótelum eða gistiheimilum.

Á næstu dögum verður Herkastalinn í miðbæ Reykjavíkur tekinn í notkun fyrir hælisleitendur en Útlendingastofnun hefur gert tímabundinn samning um leigu á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×