Brúnegg hafa hagnast um 113 milljónir á þremur árum Birgir Olgeirsson og Sæunn Gísladóttir skrifa 29. nóvember 2016 10:30 Brúnegg hagnaðist um 42 milljónir árið 2015. Á myndinni er Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri og annar af eigendum Brúneggja. Vísir/GVA Árið 2015 nam hagnaður eggjaframleiðandans Brúneggja 41,8 milljónum króna. Hagnaðurinn jókst milli ára en hann nam 29,6 milljónum króna árið áður. Árið 2013 nam hagnaðurinn 41,6 milljónum króna. Á síðustu þremur árum hefur félagið því hagnast um 113 milljónir króna. Eignir félagsins í árslok 2015 námu 396 milljónum króna, samanborið við 428 milljónir króna árið áður. Eigið fé nam 122,7 milljónum króna og lækkaði um rúmar fjörutíu milljónir milli ára. Skuldir námu 273 milljónum króna í árslok 2015. Frá 2010 hafa Brúnegg hagnast um 219 milljónir króna. Innlendir hluthafar Brúneggs voru í árslok 2015 tveir, Geysir-Fjárfestingarfélag og Bali en félögin tvö áttu hvort um sig fimmtíu prósenta hlut. Það eru bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir sem eiga þessi fyrirtæki, Kristinn á Geysi-Fjárfestingafélag ehf. en Björn á Bala ehf. Þeir hafa því hagnast um yfir hundrað milljónir hvor frá 2010. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að fyrirtækið Brúnegg blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigum fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að könnun Matvælastofnunar hafi leitt annað í ljós. Þótti ljóst að hænur í eigu Brúneggja hefðu búið við afar slæman aðbúnað. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja, sagði við Kastljós í gær að að slíkt gæti komið fyrir að fuglar fyrirtækisins byggju við bágar aðstæður en brugðist hefði verið við því. Brúnegg hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla slíkar kröfur. Þegar Kristinn var spurður fyrir hvað vistvæna merkið stæði sagði hann það standa fyrir góða vist hænsnanna, fyrir hænur sem fengju meira pláss og þyrftu ekki að búa við þröngan kost. Sagðist hann standa við það að hlutirnir væru almennt í lagi þó til væru frávik sem brugðist væri við. Brúneggjamálið Landbúnaður Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Árið 2015 nam hagnaður eggjaframleiðandans Brúneggja 41,8 milljónum króna. Hagnaðurinn jókst milli ára en hann nam 29,6 milljónum króna árið áður. Árið 2013 nam hagnaðurinn 41,6 milljónum króna. Á síðustu þremur árum hefur félagið því hagnast um 113 milljónir króna. Eignir félagsins í árslok 2015 námu 396 milljónum króna, samanborið við 428 milljónir króna árið áður. Eigið fé nam 122,7 milljónum króna og lækkaði um rúmar fjörutíu milljónir milli ára. Skuldir námu 273 milljónum króna í árslok 2015. Frá 2010 hafa Brúnegg hagnast um 219 milljónir króna. Innlendir hluthafar Brúneggs voru í árslok 2015 tveir, Geysir-Fjárfestingarfélag og Bali en félögin tvö áttu hvort um sig fimmtíu prósenta hlut. Það eru bræðurnir Kristinn Gylfi og Björn Jónssynir sem eiga þessi fyrirtæki, Kristinn á Geysi-Fjárfestingafélag ehf. en Björn á Bala ehf. Þeir hafa því hagnast um yfir hundrað milljónir hvor frá 2010. Í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi kom fram að fyrirtækið Brúnegg blekkti neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigum fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að könnun Matvælastofnunar hafi leitt annað í ljós. Þótti ljóst að hænur í eigu Brúneggja hefðu búið við afar slæman aðbúnað. Kristinn Gylfi Jónsson, framkvæmdastjóri Brúneggja, sagði við Kastljós í gær að að slíkt gæti komið fyrir að fuglar fyrirtækisins byggju við bágar aðstæður en brugðist hefði verið við því. Brúnegg hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna án þess að uppfylla slíkar kröfur. Þegar Kristinn var spurður fyrir hvað vistvæna merkið stæði sagði hann það standa fyrir góða vist hænsnanna, fyrir hænur sem fengju meira pláss og þyrftu ekki að búa við þröngan kost. Sagðist hann standa við það að hlutirnir væru almennt í lagi þó til væru frávik sem brugðist væri við.
Brúneggjamálið Landbúnaður Tengdar fréttir Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15 Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28 Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Krónan og Melabúðin hættar að kaupa frá Brúneggjum Krónan mun taka þau egg sem þegar er búið að kaupa úr hillum í fyrramálið. 28. nóvember 2016 23:15
Facebook sprakk eftir brúneggjahræru Kastljóss Fólk á vart orð til að lýsa reiði sinni vegna umfjöllunar um aðbúnað hænsna. 28. nóvember 2016 21:28
Twitter nötrar eftir uppljóstrun Kastljóss um Brúnegg Margir eru mjög hissa á uppljóstruninni og tjá undrun sína og reiði á Twitter. 28. nóvember 2016 22:48
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09
Landbúnaðarráðherra segir mál Brúneggja „mjög sjokkerandi“ Gunnar Bragi Sveinsson heyrði fyrst af málinu fyrir nokkrum dögum síðan og segir að nú taki við vinna í ráðuneytinu við athuga verkferla. 29. nóvember 2016 10:28