Innlent

Erlend kona alvarlega slösuð eftir bílslys við Vík í Mýrdal

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vísir/Daníel
Erlend kona slasaðist alvarlega í bílveltu austan við Vík í Mýrdal í gærkvöldi, en eiginmaður hennar og barn sluppu lítið meidd.

Vísir greindi frá því í gærkvöldið að konan hafi verið flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttökuna í Fossvogi. Þyrlan lenti með konuna við Landspítalan um klukkan ellefu þar sem konan gekkst undir aðgerð.

Eiginmaðurinn og barnið voru flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Ekki liggur fyrir hvernig slysið varð, en konan mun ekki hafa verið í öryggisbelti og kastast út úr bílnum. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi er unnið á rannsókn á tildrögum slyssins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×