Kvika og Virðing vilja saman í sterkan banka Hafliði Helgason skrifar 29. nóvember 2016 05:00 Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku. Stefnt er að samruna Kviku banka og Virðingar og hafa stjórnir félaganna undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Í aðdraganda samrunans mun eigið fé Kviku verða lækkað og 600 milljónir króna greiddar til hluthafa. Eftir lækkun og við samruna munu hluthafar Kviku eiga 70% í sameinuðu félagi og hluthafa Virðingar 30 prósent. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna eftir útgreiðslu til hluthafa Kviku verður tæplega sjö milljarðar króna. Kvika er banki og nýtir eigið fé sitt til útlána, en Virðing lánar ekki út og nær að horfa á þóknunartekjur en eigið fé. Eigið fé Virðingar er um milljarður króna en er metið mun hærra miðað við skiptihlutfall eða ríflega 2,5 milljarðar. „Þarna verður til sterkt og öflugt fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi og með sameiningu fyrirtækjanna mun nást veruleg hagræðing í rekstri,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka. Ef af sameiningu Kviku og Virðingar verður eins og flest bendir til má ætla að allt að 500 milljónir á ári sparist í rekstri.Virðin hafði upphaflega frumkvæði Samruninn á sér nokkurn aðdraganda, en Virðing hafði upphaflega frumkvæði og bauðst til að kaupa hlut af hluthöfum Kviku. Stjórn Kviku hafnaði tilboðum Virðingar og taldi réttara miðað við stærðarhlutföll að Kvika keypti Virðingu. Staðan í lok október var sú að mikið bar enn í milli aðila varðandi verðhugmyndir og aðferðafræði. Samkvæmt heimildum þróuðust mál hratt síðustu daga og Virðing nálgaðist stærstu hluthafa Kviku á ný sem leiddi til þess að menn reiknuðu sig niður á þau hlutföll sem kynnt voru í gær. Báðir aðilar voru vel meðvitaðir um hagræðingartækifærin, en þar til síðustu daga bar nokkuð á milli í verðhugmyndum. Ef af samruna verður, þá verður sameinað fyrirtæki með álíka mikið umfang í eignastýringu og Íslandsbanki og Landsbanki hvor um sig eða um 220 milljarða. Arion banki er stærri á þessu sviði. Í fyrirtækjaráðgjöf hafa bæði fyrirtæki verið umfangsmikil að undanförnu með stór verkefni svo sem sölu Nova og Lyfju. En slík verkefni skila miklum þóknanatekjum. Þá hefur Kvika verið með þeim stærstu í markaðsviðskiptum.Eignarhaldið fremur dreift Samkvæmt heimildum var búið að vinna mikla vinnu við að greina starfsemi fyrirtækjanna og mögulega samlegð af rekstri þeirra. Telja menn að hægt verði að spara allt að hálfum milljarði á ári á kostnaðarhliðinni. Á tekjuhliðinni telja menn að sterkari eining gefi tækifæri til að sækja fram og auka tekjur til lengri tíma. Eignarhald félaganna er fremur dreift, en eftir sameiningu verður Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn, en hann er stærsti hluthafi Kviku og næststærsti hluthafi Virðingar. Enginn hluthafi verður með yfir 10% hlut í sameinuðu félagi. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stefnt er að samruna Kviku banka og Virðingar og hafa stjórnir félaganna undirritað viljayfirlýsingu þess efnis. Í aðdraganda samrunans mun eigið fé Kviku verða lækkað og 600 milljónir króna greiddar til hluthafa. Eftir lækkun og við samruna munu hluthafar Kviku eiga 70% í sameinuðu félagi og hluthafa Virðingar 30 prósent. Samanlagt eigið fé fyrirtækjanna eftir útgreiðslu til hluthafa Kviku verður tæplega sjö milljarðar króna. Kvika er banki og nýtir eigið fé sitt til útlána, en Virðing lánar ekki út og nær að horfa á þóknunartekjur en eigið fé. Eigið fé Virðingar er um milljarður króna en er metið mun hærra miðað við skiptihlutfall eða ríflega 2,5 milljarðar. „Þarna verður til sterkt og öflugt fyrirtæki á sviði eignastýringar og fjárfestingarbankastarfsemi og með sameiningu fyrirtækjanna mun nást veruleg hagræðing í rekstri,“ segir Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Kviku.Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku banka. Ef af sameiningu Kviku og Virðingar verður eins og flest bendir til má ætla að allt að 500 milljónir á ári sparist í rekstri.Virðin hafði upphaflega frumkvæði Samruninn á sér nokkurn aðdraganda, en Virðing hafði upphaflega frumkvæði og bauðst til að kaupa hlut af hluthöfum Kviku. Stjórn Kviku hafnaði tilboðum Virðingar og taldi réttara miðað við stærðarhlutföll að Kvika keypti Virðingu. Staðan í lok október var sú að mikið bar enn í milli aðila varðandi verðhugmyndir og aðferðafræði. Samkvæmt heimildum þróuðust mál hratt síðustu daga og Virðing nálgaðist stærstu hluthafa Kviku á ný sem leiddi til þess að menn reiknuðu sig niður á þau hlutföll sem kynnt voru í gær. Báðir aðilar voru vel meðvitaðir um hagræðingartækifærin, en þar til síðustu daga bar nokkuð á milli í verðhugmyndum. Ef af samruna verður, þá verður sameinað fyrirtæki með álíka mikið umfang í eignastýringu og Íslandsbanki og Landsbanki hvor um sig eða um 220 milljarða. Arion banki er stærri á þessu sviði. Í fyrirtækjaráðgjöf hafa bæði fyrirtæki verið umfangsmikil að undanförnu með stór verkefni svo sem sölu Nova og Lyfju. En slík verkefni skila miklum þóknanatekjum. Þá hefur Kvika verið með þeim stærstu í markaðsviðskiptum.Eignarhaldið fremur dreift Samkvæmt heimildum var búið að vinna mikla vinnu við að greina starfsemi fyrirtækjanna og mögulega samlegð af rekstri þeirra. Telja menn að hægt verði að spara allt að hálfum milljarði á ári á kostnaðarhliðinni. Á tekjuhliðinni telja menn að sterkari eining gefi tækifæri til að sækja fram og auka tekjur til lengri tíma. Eignarhald félaganna er fremur dreift, en eftir sameiningu verður Lífeyrissjóður verslunarmanna stærsti hluthafinn, en hann er stærsti hluthafi Kviku og næststærsti hluthafi Virðingar. Enginn hluthafi verður með yfir 10% hlut í sameinuðu félagi.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira